Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Á vettvangi“ er vinsælasta hlaðvarp landsins

Fyrsti þátt­ur­inn í nýrri hlað­varps­þáttar­öð sem Jó­hann­es Kr. Kristjáns­son hef­ur unn­ið í sam­starfi við Heim­ild­ina náði því að verða mest áhlustaða ís­lenska hlað­varp lands­ins í lið­inni viku. Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið.

Hlaðvarpið Á vettvangi, sem fór í loftið á Heimildinni 22. apríl síðastliðinn, er vinsælasta íslenska hlaðvarp landsins um þessar mundir samkvæmt öllum listum sem halda utan um hlustanir

Í þátt­un­um fylg­ir Jó­hann­es Kr. Kristjánsson kyn­ferð­is­brota­deild lög­regl­unn­ar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eft­ir í um tveggja mán­aða skeið. Þætt­irn­ir verða fjór­ir talsins og birt­ir viku­lega á mánudögum. Næsti þáttur mun því verða aðgengilegur á mánudag, 29. apríl. 

Í þáttunum fá hlustendur að kynnast starfinu á kynferðisbrotadeildinni, fólkinu sem þar vinnur og málunum sem þar streyma inn. Það er líka farið út fyrir deildina og rætt við fólk sem starfar í öllu kerfinu sem kemur að kynferðisbrotamálum á Íslandi. Spurt er; hvað getum við sem samfélag gert til að fækka kynferðisbrotum?

Í fyrsta þættinum, sem hægt er að hlusta í spilaranum hér fyrir ofan, var fylgst með rannsókn á máli sem kom upp í febrúar þegar tveir menn handteknir vegna rannsóknar á grófu kynferðisbroti á konu. Annar sakborninganna er leigubílstjóri. Brotaþoli hafði verið mjög ölvuð og tekið leigubíl þar sem hún taldi sig vera örugga. Hún rankaði hins vegar við sér á ókunnugum stað úti í bæ og taldi að brotið hefði verið á sér. 

Jóhannes fylgdi lögreglumönnum á kynferðisbrotadeildinni allt frá því að hún fór að leita að þeim sem grunaðir voru um aðild að kynferðisbrotinu og fram yfir það að þeir voru handteknir. Í upphafi hafði lögreglan úr mjög litlu að moða vegna þess að ekki var vitað hver vettvangur glæpsins var eða um hvaða leigubíl væri að ræða. Fékk Jóhannes meðal annars að koma með í ómerktum lögreglubíl með tveimur rannsóknarlögreglumönnum sem leituðu að seinni grunaða manninum og þegar vettvangur glæpsins var rannsakaður.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Á vettvangi

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Óléttur hjúkrunarfræðingur tekinn hálstaki
Á vettvangi

Ólétt­ur hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur tek­inn hálstaki

Þær eru kýld­ar og tekn­ar hálstaki. Kyn­ferð­is­leg áreitni gagn­vart starfs­fólki bráða­mót­tök­unn­ar er al­gengt. „Al­geng­ara en við töl­um um,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur. Starfs­fólk á vakt­inni hef­ur ver­ið lam­ið, það er káf­að á því og hrækt á það. Hót­an­ir sem starfs­fólk verð­ur fyr­ir eru bæði um líf­lát og nauðg­an­ir. Í sum­um til­vik­um er of­beld­ið það al­var­legt að starfs­fólk hef­ur hætt störf­um eft­ir al­var­leg­ar árás­ir.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár