Ég heiti Kristín og við erum á Lækjartorgi. Ég er ekki að drekka. Ég er að dimmitera. Það er rosagaman. Vinkona mín, hún Ingibjörg, fann upp á því að við myndum vera í þessum búningum, hún elskar Borat, við erum Ali G., sem er einn af karakterum Borats. Ég man samt ekki hvað leikarinn heitir í alvörunni.
Það sem er búið að vera mér efst í huga síðustu vikur er hvernig okkur tekst að gera þennan búning. Við þurftum að lita hann, setja skeggið á okkur, vorum að plana áskoranirnar, hver eigi að gera hvað.
Augnablikið sem breytti lífi mínu var þegar litla systir mín fæddist. Ég var búin að vera yngst svo lengi, ég og eldri systir mín, við erum 19 og 20 ára. Svo fæddist hún bara og það kenndi mér að vera góð upp á nýtt. Ég elskaði hana bara svo mikið um leið og hún fæddist. Þetta var svo fallegt augnablik. Hún er fimm ára í dag.
„Ef ég ætti ekki þessa litlu systur væri líf mitt frekar „boring“.“
Það sem ég hef lært mest af því að vera stóra systir er þolinmæði og hvernig á að elska. Ef ég ætti ekki þessa litlu systur væri líf mitt frekar „boring“. Hún gerir svo skemmtilega hluti, ég er að kenna henni að hjóla og alls konar. Það gefur mér ástæðu til að fara út úr húsi. Ég er mikið með henni. Skólinn er reyndar svolítið stór núna, hún er minna með okkur, af því hún á engin systkini á sínum aldri þá eru ég og stóra systir mín eiginlega það eina sem hún hefur.
Athugasemdir (1)