Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

„Þetta er bara kjaftæði“

Kristján Þ. Dav­íðs­son, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands fisk­eld­is­stöðva og stjórn­ar­formað­ur Brims, seg­ir um­mæli sín um lax­eldi hafa ver­ið rangtúlk­uð í Der Spieg­el.

„Þetta er bara kjaftæði“
Er ekki á móti sjókvíaeldi Kristján Davíðsson, stjórnarformaður Brims, segir alrangt að hann sé á móti sjókvíaeldi á laxi, líkt og fram kemur í grein þýska blaðsins Der Spiegel.

„Það sem ég sagði við hann var: Fiskeldi er komið til að vera á Íslandi. Það er hægt að gera það ef það er gert almennilega. En það eru tvö fyrirtæki hér á landi sem eru í eigu Norðmanna sem eru illa búnir að skíta í heyið og þeir verða bara að hysja upp um sig brækurnar,“ segir Kristján Þ. Davíðsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssambands fiskeldisstöðva og stjórnarformaður útgerðarrisans Brims, í samtali við Heimildina, aðspurður um viðtal sem hann veitti þýska tímaritinu Der Spiegel nú í apríl. Með norsku fyrirtækjunum á hann við Arctic Fish og Arnarlax.

Í viðtalinu var haft eftir Kristjáni að honum þætti sjókvíaeldi í íslenskum fjörðum vera „ógeðfellt“ og að hann teldi að annaðhvort ætti laxeldi að vera á landi eða úti á rúmsjó, fjarri íslenskum fjörðum. Þessi ummæli Kristjáns vöktu athygli þar sem hann hefur unnið fyrir hagsmunasamtök sjókvíaeldisfyrirtækja og talað fyrir slíku eldi í mörg ár.

Kristján segir hins vegar að hann sé alls ekki á þeirri skoðun að hætta eigi sjókvíaeldi á Íslandi. „Alls ekki, alls ekki. Ég er nú í stjórn landeldisfyrirtækis og hluthafi í því og ég er líka hluthafi í sjókvíaeldi og ég held að þetta geti mjög vel lifað saman. Landeldi verður alltaf bara lítil prósenta af heildarframleiðslu heimsins. Bara út af orkukostnaði, fjárfestingarkostnaði og bara öllu. Þetta er svo dýrt. Landeldi verður alltaf bara niche-atvinnugrein,“ segir Kristján. 

Hann segist ekki skilja hvernig ummæli hans hafi verið mistúlkuð svona í viðtalinu. „Þetta er bara kjaftæði sem stendur í greininni. Ég er alls ekki á móti sjókvíaeldi: Bara dream on [...] Ég get ekki tekið ábyrgð á því sem einhver þýskur blaðamaður skrifar.

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Laxeldi

Umdeilt frumvarp matvælaráðherra um lagareldi bíður líklega næsta þings
FréttirLaxeldi

Um­deilt frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi bíð­ur lík­lega næsta þings

Gísli Rafn Ólafs­son, þing­mað­ur Pírata og vara­formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar, seg­ir að enn sé ver­ið að ræða við hags­mun­að­ila út af lagar­eld­is­frum­varp­inu. Hann seg­ir lík­legra en ekki að frum­varp­ið bíði næsta þings. Frum­varp­ið er um­deilt og hafa mat­væla­ráð­herr­ar Vinstri grænna ver­ið gagn­rýnd­ir fyr­ir það.
Búið að ráða nýjan mann í starfið hjá MAST eftir innanhúsátök
FréttirLaxeldi

Bú­ið að ráða nýj­an mann í starf­ið hjá MAST eft­ir inn­an­húsátök

Mat­væla­stofn­un hef­ur ákveð­ið að Eg­ill Stein­gríms­son dýra­lækn­ir verði nýr sviðs­stjóri yf­ir með­al ann­ars lax­eldi hjá stofn­un­inni. Átök urðu inn­an­húss hjá stofn­un­inni eft­ir að Þor­leif­ur Ág­ústs­son var ráð­inn í starf­ið en hann hafði með­al ann­ars skrif­að grein­ar þar sem hann lýsti yf­ir stuðn­ingi við sjókvía­eldi sem at­vinnu­grein.
SFS gagnrýnir breytingu á gjafakvóta í laxeldi og talar um hann eins og eign
FréttirLaxeldi

SFS gagn­rýn­ir breyt­ingu á gjafa­kvóta í lax­eldi og tal­ar um hann eins og eign

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa skil­að gagn­rýnni um­sögn um laga­frum­varp mat­væla­ráð­herra um lagar­eldi. Einn af rauðu þráð­un­um hjá SFS er að rekstr­ar­leyf­in í grein­inni séu eign lax­eld­is­fyr­ir­tækj­anna og að ef breyta eigi hug­mynd­inni um ótíma­bund­in leyfi í frum­varp­inu þurfi að draga úr og milda margt ann­að í því.

Mest lesið

Íslendingar þurfi að ákveða hvar þeir staðsetja sig: „Þetta eru mjög válegir tímar“
1
ViðtalBandaríki Trumps

Ís­lend­ing­ar þurfi að ákveða hvar þeir stað­setja sig: „Þetta eru mjög vá­leg­ir tím­ar“

Pól­skipti hafa átt sér stað í vest­rænu varn­ar­sam­starfi með skyndi­legri stefnu­breyt­ingu Banda­ríkj­anna í ut­an­rík­is­mál­um, seg­ir Erl­ing­ur Erl­ings­son hern­að­ar­sagn­fræð­ing­ur. Hætta geti steðj­að að Ís­landi en Banda­rík­in hafi sýnt að þau séu óút­reikn­an­leg og beri ekki virð­ingu fyr­ir leik­regl­um al­þjóða­kerf­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár