Bankaráð Landsbankans sendi fyrir skömmu frá sér svar við gagnrýni Bankasýslu ríkisins sem gerð var opinber í síðustu viku. Bankráðið hafnar gagnrýni Bankasýslunar og segir aðdróttanir stofnunarinnar um leið sem bankinn valdi við kaup á TM vera fjarri sanni. Þá segir bankaráð viðskiptin hvorki skerða arðgreiðslugetu bankans né lækka eiginfjárkröfur hans. Þá séu kaupin í fullu samræmi við eigendstefnu ríkisins.
„Ýjað hefur verið að því að sú leið sem var valin við fjármögnun bankans á kaupum á TM hafi verið valin til að komast hjá því að leita samþykkis hluthafafundar,“ segir í tilkynningu frá bankaráði. Segir þar að þetta séu aðdróttanir í garð bankans sem séu fjarri sanni.
Bankaráð segir Landsbankann greiða fyrir TM með haldbæru fé. Sem mótvægisaðgerð hyggst bankinn gefa út víkjandi skuldabréf að fjárhæð 13,5 milljarðar króna sem greiðist upp eftir fimm ár, en …
Athugasemdir