Breska veðlánafyrirtækið sem Ármann Þorvaldsson, núverandi forstjóri almenningshlutafélagsins Kviku, stofnaði, átti og stýrði um nokkurra ára skeið, kom að lánum til breska kráarfyrirtækisins Red Oak Taverns sem eiginkona hans, Þórdís Edwald grunnskólakennari, er hluthafi í. Hluthafaupplýsingarnar koma fram í skjali um Red Oak Taverns, sem rekur á þriðja hundrað krár í Bretlandi, í bresku hlutafélagaskránni frá því í febrúar í fyrra.
Um þetta segir Ármann í svari til Heimildarinnar: „Ortus hefur aldrei lánað peninga beint til Red Oak Tavern. Hins vegar hafði félagið milligöngu um fjármögnun til Red Oak árið 2011 í tengslum við kaup þeirra á fasteignasafni. Það lán var greitt upp árið 2013.“ Aðspurður um hvort einhver lán séu útistandandi frá Ortus Secured til Red Oak Taverns eða nokkurra annarra félaga sem tengjast Ármanni eða ættingjum hans persónulega segir hann „nei“.
„Við vorum ráðgjafar fyrirtækis sem heitir Red Oak Taverns þegar það var að kaupa 32 krár“ …
Athugasemdir (1)