Tæplega fjögur af hverjum fimm segjast óánægð með það að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sé forsætisráðherra - eða 78% aðspurðra í nýrri könnun Prósents. 13% sögðust ánægð með Bjarna í embættinu.
Yngra fólk er líklegra til að vera mjög óánægt með Bjarna í forsætisráðuneytinu en það sem eldra er. Konur eru auk þess óánægðari en karlar.
Eftir að tilkynnt var að Bjarni tæki við af Katrínu Jakobsdóttur spruttu upp hávær mótmæli. Bar þar hæst undirskriftalisti þar sem lýst var andstöðu við að Bjarni taki við embætti forsætisráðherra. Þegar þessi frétt er rituð hafa rúm 41 þúsund skrifað undir listann.
Könnunin var framkvæmd dagana 9.-14. apríl en tilkynnt var að Bjarni tæki við af Katrínu á blaðamannafundi þann 9. apríl. Svarendur voru 2300 talsins.
Í könnun Prósents sögðu 73% aðspurðra að þeim litist illa á breytingarnar sem hefðu …
Athugasemdir