Í nítjánda þætti Pressu voru nýsamþykktar breytingar á búvörulögum og staða samkeppnismála á Íslandi teknar til umræðu. Til leiks mættu Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Þrátt fyrir að vera gjarnan á öndverðu meiði gagnvart ýmsum málaflokkum voru viðmælendurnir þrír allir sammála um að víða væri pottur brotinn í samkeppnismálum hér á landi og sjónarmið um eðlilega samkeppni víða á undanhaldi á íslenskum mörkuðum.
Nýlega samþykktar breytingar á búvörulögum væru til marks um það. Þar væri verið að færa verið að færa örfáum stórum fyrirtækjum víðtækar heimildir til þess að skipta markaðnum upp á milli sín og koma sér saman um kaup- og söluverð á afurðum.
Í þættinum vitnaði Breki Karlsson í ummæli sem Joe Biden Bandaríkjaforseta sem sagði að „kapítalismi án samkeppni væri arðrán.“
Undirbúa málsóknir á hendur skipafélaganna
Viðmælendurnir voru …
Athugasemdir