Þegar þetta er skrifað, nákvæmlega þessi setning, hafa 38.074 manns skrifað undir undirskriftalistann Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra. Svona til að setja þá tölu í eitthvað samhengi þá búa rétt tæplega 38 þúsund manns í Kópavogi. Heimildin hafði samband við fólk sem hafði skrifað undir, með nafni, en töluverður fjöldi þeirra sem hafa skrifað undir gerðu það nafnlaust, einfaldlega til að spyrja hvers vegna viðkomandi gerði það.
„Sko. Bjarni Benediktsson er gjörspilltur stjórnmálamaður og á ekki að stjórna þessu landi. Þetta er móðgun við okkur,“ sagði Guðrún Theodórsdóttir dósent í Háskóla Íslands en hún var sú fyrsta sem svaraði af þeim átta sem Heimildin náði tali af. Hún segist ekki hafa verið lengi að hugsa sig um að skrifa undir en þegar hún svaraði símanum voru 33.538 undirskriftir komnar á listann.
„Hann er glæpamaður,“ nefndi Hálfdán Árnason, sem er 37 ára gamall, þegar hann var spurður af …
Athugasemdir (2)