Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppnis-tríóið í Pressu

Um­deild laga­setn­ing sem heim­il­ar af­urða­stöðv­um í kjöt­iðn­aði að hafa með sér mikla sam­vinnu og um­fangs­mik­ið sam­starf verð­ur til um­ræðu í Pressu í há­deg­inu á föstu­dag.

Gestir næsta þáttar Pressu, sem sýndur er í hádeginu á vef Heimildarinnar alla föstudaga, verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Eflaust undruðust margir það þegar tríó myndaðist, samsett fulltrúum neytenda, launafólks og svo verslunareigenda og heildsala. Þetta ólíklega þríeyki hefur þó staðið saman í málum sem varða samkeppnismál, eða öllu heldur samkeppnisbrot, og nú síðast friðhelgi fyrir samkeppnislagabrotum, sem þeir telja að Alþingi hafi veitt nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins.

Umdeild lagasetning sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér mikla samvinnu og umfangsmikið samstarf, hefur verið til umfjöllunar í Heimildinni undanfarna viku. Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna gagnrýndi málið harðlega í viðtali á dögunum, það hafði Samkeppniseftirlitið áður gert, ásamt stéttarfélögum, neytendasamtökum og Félagi atvinnnurekenda.

Í vikunni bættist svo matvælaráðuneytið við og gagnrýndi nefnd þingsins fyrir vinnubrögð og lögin, sem veittu allt of víðtækar heimildir, sem jafnvel næðu til fyrirtækja sem ekkert hefðu með landbúnað að gera.

Þessu hefur hið svokallaða Samkeppnis-tríó tekið virkan þátt í að mótmæla og erindi þeirra til matvælaráðuneytisins hratt í raun af stað atburðarás sem gerir það að verkum að nýr matvælaráðherra situr uppi með skammir frá ráðuneytinu sem hún stýrir núna sjálf.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár