Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Samkeppnis-tríóið í Pressu

Um­deild laga­setn­ing sem heim­il­ar af­urða­stöðv­um í kjöt­iðn­aði að hafa með sér mikla sam­vinnu og um­fangs­mik­ið sam­starf verð­ur til um­ræðu í Pressu í há­deg­inu á föstu­dag.

Gestir næsta þáttar Pressu, sem sýndur er í hádeginu á vef Heimildarinnar alla föstudaga, verða þeir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, og Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.

Eflaust undruðust margir það þegar tríó myndaðist, samsett fulltrúum neytenda, launafólks og svo verslunareigenda og heildsala. Þetta ólíklega þríeyki hefur þó staðið saman í málum sem varða samkeppnismál, eða öllu heldur samkeppnisbrot, og nú síðast friðhelgi fyrir samkeppnislagabrotum, sem þeir telja að Alþingi hafi veitt nokkrum af stærstu fyrirtækjum landsins.

Umdeild lagasetning sem heimilar afurðastöðvum í kjötiðnaði að hafa með sér mikla samvinnu og umfangsmikið samstarf, hefur verið til umfjöllunar í Heimildinni undanfarna viku. Fyrrverandi formaður Bændasamtakanna gagnrýndi málið harðlega í viðtali á dögunum, það hafði Samkeppniseftirlitið áður gert, ásamt stéttarfélögum, neytendasamtökum og Félagi atvinnnurekenda.

Í vikunni bættist svo matvælaráðuneytið við og gagnrýndi nefnd þingsins fyrir vinnubrögð og lögin, sem veittu allt of víðtækar heimildir, sem jafnvel næðu til fyrirtækja sem ekkert hefðu með landbúnað að gera.

Þessu hefur hið svokallaða Samkeppnis-tríó tekið virkan þátt í að mótmæla og erindi þeirra til matvælaráðuneytisins hratt í raun af stað atburðarás sem gerir það að verkum að nýr matvælaráðherra situr uppi með skammir frá ráðuneytinu sem hún stýrir núna sjálf.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Pressa

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár