Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Bjarna Benediktsson forsætisráðherra út í lagabreytingar á búvörulögum sem samþykktar voru á þingi skömmu fyrir páska.
Taldi Sigmar að með samþykkt laganna hefði helstu vörn neytenda og bænda í landinu gegn markaðsbresti af völdum einokunar og verðsamráðs verið kippt undan þeim. Samkeppnisreglur hafi verið settar til hliðar sem geri stórum fyrirtækjum í landbúnaði kleift að sameinast í eitt stórt einokunarfyrirtæki.
„Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, Mata-fjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samráð. Samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings er metið á rúma 60 milljarða,“ sagði Sigmar.
Í erindi sínu spurði hann forsætisráðherra hvort hann myndi bregðast þeirri hörðu gagnrýni sem aðilar á borð við Alþýðusambandið, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið hefðu komið …
Hvers vegna eru ,,grunngildi sjálfstæðisflokksins " að koma upp í hugan núna ?
Hvers vegna er Bjarni Benediksson enn formaður sjálfstæðisflokksins ?