Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Þingmaður Viðreisnar segir Bjarna ganga gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins

Í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­um voru ný­sam­þykkt­ar og um­deild­ar laga­breyt­ing­ar á bú­vöru­lög­um til um­ræðu. Sig­mar Guð­munds­son spurði ný­skip­að­an for­sæt­is­ráð­herra, Bjarna Bene­dikts­son, hvort til stæði að fella úr gildi laga­breyt­ing­arn­ar í ljósi þeirr­ar hörðu gagn­rýni sem hef­ur kom­ið fram á vinnu­brögð­um meiri­hlut­ans við af­greiðslu lag­anna.

Þingmaður Viðreisnar segir Bjarna ganga gegn grunngildum Sjálfstæðisflokksins
Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar , spurði Bjarna Benediktsson forsætisráðherra hvort til greina kæmi að afnema breytingar á búvörulögum sem veita stórum landbúnaðarfyrirtækjum undanþágu frá samkeppnislögum. Mynd: Bára Huld Beck

Í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í dag spurði Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, Bjarna Benediktsson forsætisráðherra út í lagabreytingar á búvörulögum sem samþykktar voru á þingi skömmu fyrir páska. 

Taldi Sigmar að með samþykkt laganna hefði helstu vörn neytenda og bænda í landinu gegn markaðsbresti af völdum einokunar og verðsamráðs verið kippt undan þeim. Samkeppnisreglur hafi verið settar til hliðar sem geri stórum fyrirtækjum í landbúnaði kleift að sameinast í eitt stórt einokunarfyrirtæki. 

„Þetta þýðir í reynd að Kaupfélag Skagfirðinga, Mata-fjölskyldan og fleiri mega framvegis eiga með sér samráð. Samskonar samráð og Samskip og Eimskip hafa fengið milljarða sektir fyrir vegna tjóns almennings er metið á rúma 60 milljarða,“ sagði Sigmar. 

Í erindi sínu spurði hann forsætisráðherra hvort hann myndi bregðast þeirri hörðu gagnrýni sem aðilar á borð við Alþýðusambandið, Neytendasamtökin og Samkeppniseftirlitið hefðu komið …

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Sigurðsson skrifaði
    Það verður spennandi að sjá alla nýsköpunina...
    0
  • TLS
    Tryggvi L. Skjaldarson skrifaði
    Kvótinn var settur til að vernda fiskinn í sjónum, en ekki einstakar fiskvinnslur í landi. Samt fer stærstur hluti afla framhjá fiskmörkuðum og margar útgerðir selja eigin fiskvinnslum á niðursettu verði. Þetta er annað dæmi um grunngildi Sjálfstæðisflokksins í dag. Einokun sem er kölluð virðiskeðja. Það ekki að sjá neinn áhuga á að rétta hlut eigandans, þjóðarinnar.
    2
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Hver eru grunngildi Sjálfstæðisflokksins ?

    Hvers vegna eru ,,grunngildi sjálfstæðisflokksins " að koma upp í hugan núna ?

    Hvers vegna er Bjarni Benediksson enn formaður sjálfstæðisflokksins ?
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár