Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjöldinn sem styður ekki Bjarna sem forsætisráðherra nálgast 30 þúsund

Fjöldi þeirra sem skráð hafa nafn sitt á und­ir­skriftal­ista sem mót­mæl­ir veru Bjarna Bene­dikts­son­ar í stóli for­sæt­is­ráð­herra hef­ur næst­um þre­fald­ast frá því í gær­morg­un.

Fjöldinn sem styður ekki Bjarna sem forsætisráðherra nálgast 30 þúsund
Byrjar í brekku Bjarni Benediktsson hefur forsætisráðherratíð sína í mótvindi. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá því að þeir hófu samstarf 2017, hann mælist óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar og tugþúsundir hafa skrifað undir mótmæli gegn því að hann sé forsætisráðherra. Mynd: Golli

Alls hafa 27.707 skrifað undir undirskriftalista sem hefur yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ frá því að hann var settur í loftið á þriðjudag. Í gærmorgun, þegar Bjarni tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu, var fjöldinn sem skrifað hafði undir um tíu þúsund. Hann hefur því hátt í þrefaldast á tæpum sólarhring. 

Bjarni er að taka við forsætisráðuneytinu í annað sinn á sínum ferli, en hann gegndi embættinu um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Hann hefur þó verið ráðherra samfleytt frá árinu 2013, lengst af fjármála- og efnahagsráðherra. 

Undirskriftasöfnunin er rökstudd með því að vísa í að Bjarni njóti lítils trausts hjá almenningi á Íslandi, og er þar vísað í könnun sem Maskína gerði og birti niðurstöður úr í desember í fyrra. Þar kom fram að þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 75 prósent, að þeir vantreystu Bjarna. Einungis 17 prósent sögðust bera mikið traust til hans. Hann var sá ráðherra sem mældist með mest vantraust og minnst traust. 

Alltaf mælst með meira vantraust en traust

Maskína, og fyrirrennarar þess fyrirtækis, hafa mælt traust gagnvart ráðherrum  um margra ára skeið. Þegar þær kannanir eru skoðaðar aftur í tímann  vekur athygli að Bjarni hefur aldrei verið í þeirri stöðu að fleiri treystu honum vel til verka en vantreystu honum. 

Honum hefur þó, tímabundið, einu sinni tekist að vinna verulega á hjá þjóðinni. Í desember 2021, skömmu eftir síðustu kosningar og á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn, voru 38 prósent aðspurðra farnir að treysta honum vel á meðan að 44 prósent sögðust bera lítið traust til hans. Sá árangur entist þó ekki lengi.

Mæling í desemberMyndin sýnir hvernig traust á Bjarna mældist skömmu eftir að hann settist í utanríkisráðuneytið í október í fyrra og hvernig sú mæling var í samanburði við fyrri utanríkisráðherra.

Vantraustið fór upp í 71 prósent í apríl 2022 , skömmu eftir að sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hefur hlotið margháttað áfelli eftirlitsstofnana, fór fram. Þá sögðust einungis 18 prósent aðspurðra treysta Bjarna vel. Á fimm mánuðum gjörbreyttist því staðan til hins verra fyrir Bjarna. Vantraustið hefur, líkt og áður sagði, aukist síðan þá.

Gefur lítið fyrir mælingar fortíðar

Heimildin spurði Bjarna út í þessar traustmælingar eftir blaðamannafund á miðvikudag þar sem áherslur ríkisstjórnar hans voru kynntar. Þá sagðist hann ætla að nýta tíma sinn í embætti forsætisráðherra til að afla trausts á ríkisstjórninni og nefndi að skoðanamælingar breytist frá einum tíma til annars. „Þessar mælingar sem þú vísar til núna voru í kjölfar þess að ég var kannski mitt í talsverðum átakamálum,“ 

Hann sagðist vonast til að menn dæmi hann á verkum hans í nýju embætti. „Skoðanakannanir í gegnum tíðina hafa verið svo fjölbreyttar og mismunandi að þær eru ekki það sem að mér er efst í huga á þessum tímamótum.“ Honum þyki allt önnur staða uppi heldur en var fyrir nokkrum mánuðum.

„Eins og ég segi, ég hyggst haga verkum mínum í forsætisráðuneytinu þannig að það megi verða til þess að efla og viðhalda trausti á ríkisstjórninni heilt yfir,“ sagði Bjarni. Það sé honum ofar í huga en hvað mælingar fortíðarinnar hafa sagt.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Olof Sverrisdottir skrifaði
    Nú er fjöldinn 35000 sem ekki styður Bjarna og á eftir að aukast..
    0
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    mun forseti "hlusta" á þjóðina og reka forsætisráðherra ? . .
    1
    • BGH
      Bardur G Halldorsson skrifaði
      Ekki Katrin Jakobsdóttir. Þess vegna þarf að halda henni frá Bessastöðum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár