Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Fjöldinn sem styður ekki Bjarna sem forsætisráðherra nálgast 30 þúsund

Fjöldi þeirra sem skráð hafa nafn sitt á und­ir­skriftal­ista sem mót­mæl­ir veru Bjarna Bene­dikts­son­ar í stóli for­sæt­is­ráð­herra hef­ur næst­um þre­fald­ast frá því í gær­morg­un.

Fjöldinn sem styður ekki Bjarna sem forsætisráðherra nálgast 30 þúsund
Byrjar í brekku Bjarni Benediktsson hefur forsætisráðherratíð sína í mótvindi. Sameiginlegt fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur ekki mælst minna frá því að þeir hófu samstarf 2017, hann mælist óvinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar og tugþúsundir hafa skrifað undir mótmæli gegn því að hann sé forsætisráðherra. Mynd: Golli

Alls hafa 27.707 skrifað undir undirskriftalista sem hefur yfirskriftina „Bjarni Benediktsson hefur ekki minn stuðning sem forsætisráðherra“ frá því að hann var settur í loftið á þriðjudag. Í gærmorgun, þegar Bjarni tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu, var fjöldinn sem skrifað hafði undir um tíu þúsund. Hann hefur því hátt í þrefaldast á tæpum sólarhring. 

Bjarni er að taka við forsætisráðuneytinu í annað sinn á sínum ferli, en hann gegndi embættinu um nokkurra mánaða skeið árið 2017. Hann hefur þó verið ráðherra samfleytt frá árinu 2013, lengst af fjármála- og efnahagsráðherra. 

Undirskriftasöfnunin er rökstudd með því að vísa í að Bjarni njóti lítils trausts hjá almenningi á Íslandi, og er þar vísað í könnun sem Maskína gerði og birti niðurstöður úr í desember í fyrra. Þar kom fram að þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 75 prósent, að þeir vantreystu Bjarna. Einungis 17 prósent sögðust bera mikið traust til hans. Hann var sá ráðherra sem mældist með mest vantraust og minnst traust. 

Alltaf mælst með meira vantraust en traust

Maskína, og fyrirrennarar þess fyrirtækis, hafa mælt traust gagnvart ráðherrum  um margra ára skeið. Þegar þær kannanir eru skoðaðar aftur í tímann  vekur athygli að Bjarni hefur aldrei verið í þeirri stöðu að fleiri treystu honum vel til verka en vantreystu honum. 

Honum hefur þó, tímabundið, einu sinni tekist að vinna verulega á hjá þjóðinni. Í desember 2021, skömmu eftir síðustu kosningar og á meðan að kórónuveirufaraldurinn geisaði enn, voru 38 prósent aðspurðra farnir að treysta honum vel á meðan að 44 prósent sögðust bera lítið traust til hans. Sá árangur entist þó ekki lengi.

Mæling í desemberMyndin sýnir hvernig traust á Bjarna mældist skömmu eftir að hann settist í utanríkisráðuneytið í október í fyrra og hvernig sú mæling var í samanburði við fyrri utanríkisráðherra.

Vantraustið fór upp í 71 prósent í apríl 2022 , skömmu eftir að sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hefur hlotið margháttað áfelli eftirlitsstofnana, fór fram. Þá sögðust einungis 18 prósent aðspurðra treysta Bjarna vel. Á fimm mánuðum gjörbreyttist því staðan til hins verra fyrir Bjarna. Vantraustið hefur, líkt og áður sagði, aukist síðan þá.

Gefur lítið fyrir mælingar fortíðar

Heimildin spurði Bjarna út í þessar traustmælingar eftir blaðamannafund á miðvikudag þar sem áherslur ríkisstjórnar hans voru kynntar. Þá sagðist hann ætla að nýta tíma sinn í embætti forsætisráðherra til að afla trausts á ríkisstjórninni og nefndi að skoðanamælingar breytist frá einum tíma til annars. „Þessar mælingar sem þú vísar til núna voru í kjölfar þess að ég var kannski mitt í talsverðum átakamálum,“ 

Hann sagðist vonast til að menn dæmi hann á verkum hans í nýju embætti. „Skoðanakannanir í gegnum tíðina hafa verið svo fjölbreyttar og mismunandi að þær eru ekki það sem að mér er efst í huga á þessum tímamótum.“ Honum þyki allt önnur staða uppi heldur en var fyrir nokkrum mánuðum.

„Eins og ég segi, ég hyggst haga verkum mínum í forsætisráðuneytinu þannig að það megi verða til þess að efla og viðhalda trausti á ríkisstjórninni heilt yfir,“ sagði Bjarni. Það sé honum ofar í huga en hvað mælingar fortíðarinnar hafa sagt.

Kjósa
36
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Olof Sverrisdottir skrifaði
    Nú er fjöldinn 35000 sem ekki styður Bjarna og á eftir að aukast..
    0
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    mun forseti "hlusta" á þjóðina og reka forsætisráðherra ? . .
    1
    • BGH
      Bardur G Halldorsson skrifaði
      Ekki Katrin Jakobsdóttir. Þess vegna þarf að halda henni frá Bessastöðum.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
5
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
6
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár