Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Undirskriftirnar gegn Bjarna hrannast inn

Mik­ill gang­ur er á und­ir­skrifta­söfn­un sem lýs­ir yf­ir stuðn­ings­leysi við Bjarna Bene­dikts­son í embætti for­sæt­is­ráð­herra. Yf­ir ell­efu þús­und hafa skrif­að und­ir á tæp­um sól­ar­hring og þeim fjölg­ar hratt.

Undirskriftirnar gegn Bjarna hrannast inn
Lyklaskipti Bjarni Benediktsson tók við lyklunum að forsætisráðuneytinu af Katrínu Jakobsdóttur í morgun. Mynd: Golli

Nú hafa á tólfta þúsund skrifað undir undirskriftalista á island.is þar sem því er lýst yfir að undirritaðir styðji ekki Bjarna Benediktsson sem forsætisráðherra. Tæpur sólarhringur er síðan undirskriftasöfnunin hófst og tala undirskrifta fer hratt hækkandi.

Tilkynnt var í gær að Bjarni yrði arftaki Katrínar Jakobsdóttur í forsætisráðuneytinu og yfirgæfi því utanríkisráðuneytið eftir rétt um hálft ár í embætti. Þar á undan hafði Bjarni verið fjármála- og efnahagsráðherra. 

Í undirskriftasöfnuninni er vísað í skoðanakönnun Maskínu frá því í desember. Niðurstöður hennar voru að þrír af hverjum fjórum sögðust vantreysta Bjarna, sem þá var utanríkisráðherra. Var hann sá ráðherra sem þjóðin sagðist treysta minnst.

Heimildin spurði nýja forsætisráðherrann út í skoðanakönnunina eftir að tilkynnt hafði verið um ráðherrakapalinn í gær. Þá sagði Bjarni að skoðanakannanir væru honum ekki í huga á þessum tímamótum, enda hefðu þær verið mismunandi í gegnum tíðina. …

Kjósa
43
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EGT
    Einar G Torfason skrifaði
    Búinn að kvitta. Einar G. Torfason
    3
  • Kristín Guðnadóttir skrifaði
    Skrifið endilega undir ✍️

    https://island.is/undirskriftalistar/1296970d-9dc4-4daf-938f-37c06b48bcd1?fbclid=IwAR2d3Ov6xYnq7HoVWixAEZu_5vk_Z53rmVlQJ50T4jWSvGPfiCF6Kiq5ivQ
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár