Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Þrír af hverjum fjórum vantreysta Bjarna sem utanríkisráðherra

Formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins nýt­ur mun minna trausts til ráð­herr­astarfa en vara­formað­ur hans. Þeg­ar þau skiptu á ráð­herra­stól­um í síð­asta mán­uði tók hann óvin­sæld­ir sín­ar með sér.

Þrír af hverjum fjórum vantreysta Bjarna sem utanríkisráðherra
Lyklaskipti Bjarni Benediktsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skiptust á lyklum og ráðuneytum um miðjan síðasta mánuð. Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Bjarni Benediktsson sagði af sér embætti fjármála- og efnahagsráðherra í byrjun október. Ástæðan var niðurstaða umboðsmanns Alþingis um að Bjarni hefði verið vanhæfur til að taka ákvörðun um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka til félags í eigu föður hans í mars 2022. 

Bjarni hafði þá setið sem fjármála- og efnahagsráðherra meira og minna í áratug, með stuttu stoppi í forsætisráðuneytinu árið 2017. 

Þegar tölur Maskínu um traust á þeim einstaklingi sem gegnir því embætti eru skoðaðar vekur athygli að Bjarni hefur aldrei verið í þeirri stöðu að fleiri treystu honum vel til verka en vantreystu honum. Líkt og Katrínu tókst Bjarna þó um tíma að vinna verulega á hjá þjóðinni. Í desember 2021, skömmu eftir síðustu kosningar, voru 38 prósent aðspurðra farnir að treysta honum vel á meðan að 44 prósent sögðust bera lítið traust til hans. Sá árangur entist þó ekki lengi. Mest mældist vantraustið 71 prósent í apríl í fyrra, skömmu eftir að áðurnefnd sala á hlut ríkisins í Íslandsbanka, sem hefur hlotið margháttað áfelli eftirlitsstofnana, fór fram. Þá sögðust einungis 18 prósent aðspurðra treysta Bjarna vel. Á fimm mánuðum gjörbreyttist staðan. 

Bjarni á þó aðeins í land með að ná því vantrausti sem Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra í hrunstjórninni, mældist með í byrjun desember 2008. Þá sögðust einungis 5,5 prósent aðspurðra treysta honum vel en 79 prósent báru lítið traust til hans. 

Í nóvember í fyrra hafði staða Bjarna lagast lítillega og vantraustið var komið niður í 62 prósent. Það þýddi samt sem áður að næstum tveir af hverjum þremur báru lítið traust til hans.

Skiptust á stólum en vantraustið elti 

Eftir afsögn Bjarna var ákveðið að hann, formaður Sjálfstæðisflokksins, myndi hafa sætaskipti við varaformann sinn, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, sem gegnt hafði embætti utanríkisráðherra. Þórdís Kolbrún byrjar setu sína í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í traustbrekku. Alls segjast 31 prósent treysta henni mikið en 41 prósent að þeir beri lítið traust til hennar. Staðan er þó mun skaplegri en í síðustu mælingu á trausti til Bjarna til að gegna sama embætti. 

Þórdís Kolbrún sigldi líka nokkuð lygnan sjó í utanríkisráðuneytinu og fékk sína bestu traustmælingu þar í fyrra þegar 35 prósent sögðust treysta henni vel á meðan að 34 prósent sögðust bera lítið traust til hennar. Það var mesta traust sem mælst hefur til sitjandi utanríkisráðherra síðan fyrir árið 2008.

Bjarni tók óvinsældir sínar með sér úr fjármála- og efnahagsráðuneytinu og yfir í utanríkisráðuneytið, þar sem gustað hefur um hann vegna ummæla um stríðið milli Ísraesl og Hamas á Gaza. Í nýjustu könnun Maskínu sögðust þrír af hverjum fjórum aðspurðum, 75 prósent, að þeir vantreystu Bjarna sem utanríkisráðherra. Einungis 17 prósent sögðust bera mikið traust til hans. 

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Eiríkur Jónsson skrifaði
    Trausti rúin talsvert lúin
    titra fúin sprekin smá
    þjóðin snúin þögnin búin
    þrotin trúin formenn á.
    1
  • Gulli Hermannsson skrifaði
    Þórdís Kolbrún aðstoðamaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og utanríkisráðherra?
    1
  • Axel Axelsson skrifaði
    best að bjarni barnamorðingavinur segi af sér og skammist sín það sem eftir er . . .
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sér erfiðleika foreldra og hugsar: „Þetta vil ég ekki“
5
Úttekt

Sér erf­ið­leika for­eldra og hugs­ar: „Þetta vil ég ekki“

Ing­unn Lára Kristjáns­dótt­ir er rúm­lega þrí­tug og hef­ur aldrei fund­ið löng­un til barneigna. Hún tel­ur að inn í það spili ónóg­ur stuðn­ing­ur við barna­fjöl­skyld­ur í ís­lensku sam­fé­lagi. Aðjunkt í fé­lags­fræði seg­ir ástæð­urn­ar fyr­ir fallandi fæð­ing­ar­tíðni gríð­ar­lega flókn­ar en að kerf­ið hafi að hluta brugð­ist fjöl­skyld­um, ekki síst mæðr­um.
Verðbólga hækkar meira en væntingar gerðu ráð fyrir
9
FréttirEfnahagsmál

Verð­bólga hækk­ar meira en vænt­ing­ar gerðu ráð fyr­ir

Vísi­tala neyslu­verðs hækk­aði um 0,46% frá því í júní. Ár­s­verð­bólga mæl­ist nú 6,3 pró­sent en var kom­in nið­ur í 5,8 pró­sent síð­asta mán­uði. Það er meiri hækk­un en spár við­skipta­bank­anna gerðu ráð fyr­ir. Auk­in verð­bólga þýð­ir að minni lík­ur eru á því að stýri­vaxta­hækk­an­ir muni eiga sér stað á þessu ári eins og von­ast var til.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
2
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Enginn sem tekur við af mér“
5
Viðtal

„Eng­inn sem tek­ur við af mér“

Það er barn­ing­ur fyr­ir marga að vera sjálf­stætt for­eldri á ein­um tekj­um. En hver er stað­an ef for­eldr­ið er al­far­ið eitt með barn­ið? Hvað ef barn­ið glím­ir við sér­tæk­ar grein­ing­ar? Alma Hrönn Hrann­ar­dótt­ir og Diljá Ámunda­dótt­ir Zoëga eru báð­ar ein­ar á vakt­inni, alltaf. Mæð­urn­ar hafa glímt við heilsu­brest vegna álags, með­vit­að­ar um að ef eitt­hvað kem­ur fyr­ir þær er eng­inn sem tek­ur við af þeim.

Mest lesið í mánuðinum

Uppskera íslenskra kartaflna skemmdist á 48 tímum: „Aldrei séð annað eins“
1
FréttirNeytendamál

Upp­skera ís­lenskra kart­aflna skemmd­ist á 48 tím­um: „Aldrei séð ann­að eins“

Heit­ar um­ræð­ur sköp­uð­ust á Face­book í gær eft­ir að Ingi­björg Sól­rún Gísla­dótt­ir greindi frá því að heill poki af nýj­um kart­öfl­um hefði reynst skemmd­ur. Gunn­laug­ur Karls­son, for­stjóri Sölu­fé­lags garð­yrkju­manna, seg­ist aldrei hafa séð ann­að eins. Upp­sker­an hafi skemmst á tveim­ur sól­ar­hring­um.
Þau sem hafa hagnast ævintýralega á Þorpinu
2
FréttirHúsnæðismál

Þau sem hafa hagn­ast æv­in­týra­lega á Þorp­inu

Ár­ið 2021 keypti hóp­ur fjár­festa í gegn­um eign­ar­halds­fé­lag­ið Þorp­ið 6 ehf. lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á Ár­túns­höfða í Reykja­vík fyr­ir 7,4 millj­arða króna. Fyrr á þessu ári voru lóða­rétt­ind­in seld fyr­ir ell­efu millj­arða króna án þess að nokk­uð hafi ver­ið byggt á svæð­inu. Við­skipt­in sýna vel hvernig fjár­fest­ar geta hagn­ast æv­in­týra­lega með því að kaupa og selja lóð­ir og bygg­ing­ar­rétt­indi á til­tölu­lega skömm­um tíma.
Greiddu 17 milljónir fyrir skýrslu um stöðu drengja
4
Fréttir

Greiddu 17 millj­ón­ir fyr­ir skýrslu um stöðu drengja

Skýrsla um stöðu drengja í skóla­kerf­inu sem unn­in var að beiðni mennta- og barna­mála­ráð­herra og há­skóla-, iðn­að­ar- og ný­sköp­un­ar­ráð­herra kostaði sam­an­lagt um 13,7 millj­ón­ir króna auk virð­is­auka­skatts og hljóð­ar heild­ar­upp­hæð­in því upp á rúm­ar 17 millj­ón­ir. Tryggvi Hjalta­son, grein­andi hjá CCP, er eini höf­und­ur skýrsl­unn­ar. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ist hann hafa unn­ið að skýrsl­unni sam­hliða öðr­um störf­um en vinn­an tók um eitt og hálft ár.
Hulduheildsali flytur inn hundruð tonna af kjöti
5
RannsóknSamkeppnisundanþága í Landbúnaði

Huldu­heild­sali flyt­ur inn hundruð tonna af kjöti

Ris­ar á ís­lensk­um kjöt­mark­aði, sem fengu í vor um­deild­ar und­an­þág­ur frá sam­keppn­is­lög­um til þess að verj­ast sam­keppni að ut­an, verða á þessu ári um­fangs­mest­ir í kjöt­inn­flutn­ingi og því keppi­naut­ar sjálfs sín. „Von­brigði,“ seg­ir formað­ur at­vinnu­vega­nefnd­ar. Um­fangs­mik­il heild­sala á hundruð­um tonna af inn­fluttu kjöti virð­ist fyrst og síð­ast leiktjald fyr­ir öfl­ug­asta hags­muna­afl­ið gegn inn­flutn­ingi land­bún­að­ar­vara.
Öskraði í sturtu því hún mátti ekki hitta dóttur sína
6
Viðtal

Öskr­aði í sturtu því hún mátti ekki hitta dótt­ur sína

Guð­laug Elísa­bet Ólafs­dótt­ir, kúa­bóndi og leik­kona, er orð­in goði. Nýi goð­inn hef­ur upp­lif­að gleði og sorg­ir og varð líf­ið hel­víti lík­ast þeg­ar hún fékk ekki að um­gang­ast barn­unga dótt­ur sína, sem frændi henn­ar og mað­ur hans höfðu ætt­leitt. Stúlk­an vildi fyr­ir nokkr­um ár­um hitta móð­ur sína og eru sam­skipt­in við feð­urna góð í dag en lær­dóm­ur­inn var mik­ill: „Ég hef trú á að það hjálpi mér við að um­gang­ast fólk í djúpu og miklu sorg­ar­ferli.“
„Ég var bara niðurlægð“
9
Viðtal

„Ég var bara nið­ur­lægð“

Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir, bisk­up Ís­lands, vill skila skömm­inni til kirkju­þings þar sem hún upp­lifði nið­ur­læg­ingu eft­ir að óvissa varð uppi um lög­mæti embætt­is­gjörða henn­ar. Hún seg­ir að kirkju­þing hafi átt að greiða úr mál­inu og eyða óvissu um stöðu henn­ar. Agnes tel­ur að karl­kyns bisk­up hefði aldrei þurft að þola slíka fram­komu af hálfu kirkju­þings en hún er fyrsta kon­an sem er kjör­in bisk­up.
Þurftu að kalla fólk niður af fjalli til að færa bílana
10
Fréttir

Þurftu að kalla fólk nið­ur af fjalli til að færa bíl­ana

Daní­el Freyr Jóns­son, svæð­is­sér­fræð­ing­ur í nátt­úru­vernd­art­eymi, seg­ir stans­laus­ar tepp­ur hafa ver­ið á bíla­stæð­um við Land­manna­laug­ar áð­ur en far­ið var að inn­heimta bíla­stæða­gjöld á álags­tím­um í sum­ar. Kalla hafi þurft bíl­stjóra nið­ur af fjöll­um til að færa bíl­ana til að greiða leið fyr­ir rút­um. Nýja fyr­ir­komu­lag­ið hafi hlot­ið góð við­brögð hjá gest­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár