Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, segist ætla að nýta tíma sinn í embætti forsætisráðherra til að afla trausts á ríkisstjórninni. Hann nefnir að skoðanamælingar breytist frá einum tíma til annars, spurður hvort honum þyki hann hafa nægilegan stuðning hjá þjóðinni til að taka við þessu æðsta embætti stjórnkerfisins. En Bjarni mældist sá ráðherra sem flestir, eða þrír af hverjum fjórum, vantreystu samkvæmt könnun Maskínu í desember.
„Þessar mælingar sem þú vísar til núna voru í kjölfar þess að ég var kannski mitt í talsverðum átakamálum,“ segir Bjarni í samtali við Heimildina á blaðamannafundi í dag. Hann segist vonast til að menn dæmi hann á verkum hans í nýju embætti.
„Skoðanakannanir í gegnum tíðina hafa verið svo fjölbreyttar og mismunandi að þær eru ekki það sem að mér er efst í huga á þessum tímamótum.“ Honum þyki allt önnur staða uppi heldur …
Athugasemdir