Lilja Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, segir forsendur áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfs vera byggðar á „þessum stjórnarsáttmála sem var samþykktur á sínum tíma,“ í samtali við Heimildina. Hún segir að einhugur hafi verið um áframhaldandi samstarf.
„Forsætisráðherra er að hverfa inn í kosningabaráttu og þá er auðvitað bara mikilvægt og eðlilegt að þeir flokkar sem hafa unnið saman síðustu ár ræði og fari yfir málin og það kemur auðvitað í ljós að við erum sannfærð um að við getum náð meiri árangri og nú bara reynir á,“ sagði hún að lokum þingflokksfundi Framsóknarflokksins í hádeginu.
Lilja segir að það hafi átt sér stað mjög efnismikil samtöl um forgangsröðun verkefna. „Í huga okkar Framsóknarmanna er hún mjög skýr, það er auðvitað að ná niður þessari verðbólgu til þess að vextir í landinu lækki.“
Athugasemdir