Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Kynbundinn launamismunur hjá læknum Barnaspítalans

Laun þriggja kven­lækna á Barna­spítal­an­um reynd­ust lægri en laun fimm karl­kyns lækna sem voru ráðn­ir á eft­ir þeim. Kon­urn­ar unnu sam­an að því að leið­rétta laun­in og hafa laun þeirra ver­ið leið­rétt. Þá fengu lækn­arn­ir einnig aft­ur­virk­ar bæt­ur á launam­is­mun­in­um.

Kynbundinn launamismunur hjá læknum Barnaspítalans
Landspítalinn segir að markmiðið sé að leiðrétta kynbundinn launamun á vinnustaðnum.

Jóhanna Guðrún Pálmadóttir, Helga Elídóttir og Berglind Jónsdóttir barnalæknar réðu sig til Landspítalans árið 2019 eftir sérnám og vinnu erlendis. Hafði Jóhönnu verið sagt í hvaða launaflokki hún ætti að vera í. Þegar hún óskaði hún eftir því að ræða launakjörin var henni tjáð að það væri almennt ekki gert. Fimm karlkyns barnalæknar voru ráðnir til Barnaspítalans á eftir þeim þremur og allir fengur þeir hærri laun en þær. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Læknablaðsins

Launin þeirra hafa nú verið leiðrétt og þeim bættur skaðinn afturvirkt en þær stóðu í þeirri trú að allir sætu við sama borð, „sem var alls ekki“ sagði Helga. „Svikin svíða og ég var mjög reið. Á sama tíma vorum við staðráðnar í að fá þetta leiðrétt.“ Vert er að taka fram að Landspítalinn er jafnlaunavottaður vinnustaður.

Jóhanna Guðrún, Helga og Berglind unnu saman að því að fá laun sín leiðrétt. Þegar þær sóttu um og fengu uppgefin laun allra sérfræðilækna deildarinnar uppgvötvuðu þær að menntun og staða karlkyns lækna var metin hærra en þeirra. Í kjölfar kjarabaráttu þeirra þriggja hafa fleiri kvenlæknar farið að kannað sína stöðu og hefur Læknablaðið heimildir fyrir því að fleiri konur að störfum í heilbrigðiskerfinu hafi fengið laun sín leiðrétt. 

Minnisblað ekki nýtt við ráðningar

Í kjarasamningum lækna eru laun metin eftir námsferli og starfsaldri. Sérfræðilæknar hækka um einn launaflokk og tvo fyrir doktorspróf. Eftir það er hægt að hækka um fimm launaflokka sem er metið huglægt hverju sinni. Árið 2016 gaf Landspítalinn út minnisblað þar sem viðbótarþættirnir voru kynntir til sögunnar. 

Konurnar þrjár komust að því eftir að hafa rannsakað málið að minnisblaðið hefði ekki verið nýtt þegar þær voru ráðnar til starfa árið 2019. Hins vegar hafi verið farið eftir matsatriðum minnisblaðsins þegar karlkyns læknarnir voru ráðnir í sín störf. 

„Þær benda á að þrátt fyrir minnis-blaðið virðist þó sem stífar sé horft á rammann í tilfelli kvenna. Útreikningar þeirra þriggja hafi sýnt að konur á Barnaspítalanum höfðu að meðaltali 3,15 viðbótarþætti þegar karlar voru með 3,8. „Munurinn er 20% körlum í vil,““ sagði Helga í grein Læknablaðsins. 

Fengu launin leiðrétt afturvirkt

Laun kvennanna voru leiðrétt afturvirkt af Landspítalanum en þær benda á að yfirmaður hafi átt að geta séð þennan launamismun, sérstaklega í ljósi þess að þeim tókst að koma auga á mismuninn á nokkrum klukkustundum.

Í greininni segir launin hafi verið leiðrétt afturvirkt „eftir að þær höfðu undirbúið ítarlega kæru til Kærunefndar jafnréttismála og sent afrit hennar til forstjóra, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs og framkvæmdastjóra mannauðssviðs.“

Launamunurinn kom konunum ekki á óvart. „Við kvenkyns læknar þekkjum mjög vel að þurfa að berjast fyrir því að fá ákveðna hluti, gera ákveðna hluti og vera metnar að verðleikum,“ segir Jóhanna við Læknablaðið.

Helga sagði að hún væri sátt við málalokin. Þetta hafi brotið traust hennar til vinnuveitandans og mun hún því bera árlega saman laun sín við hina læknana á vinnustaðnum og fylgjast grannt með málunum. 

Landspítalinn réðst í ítarlega skoðun

Eftir ábendingu kvennanna fór Landspítalinn í ítarlega skoðun á launasetningu sérfræðilækna þvert á svið spítalans. „Þetta segir í svari við fyrirspurnum Læknablaðsins til spítalans. Spítalinn haldi ekki miðlægt utan um mál er varða launaleiðréttingar. Hann viti af launahækkunum 11 kvenlækna og 7 karllækna en ekki ástæðuna. Launamunur kynjanna sé nú mældur 1,4% körlum í vil.“

Í svörum Landspítalans til Læknablaðsins sagði að jafnlaunavottun sé á vinnustaðnum frá árinu 2020. Markmiðið sé að leiðrétta kynbundinn launamun. Þau vilja að launamunur á föstum mánaðargreiðslum mælist ekki meira en 2,5%. 

„Kynbundinn leiðréttur launamunur á Landspítala mældist 1,7% (karlar hærri) á árinu 2023 og á árinu 2024 mælist hann 1,4% (karlar hærri).“ Enginn sérfræðilæknir komi upp í útlagagreiningu jafnlaunagreiningarinnar undir vikmörkum, en Landspítali notar 20% vikmörk í útlagagreiningu. „Markmiðið er að lækka þessi vikmörk niður í 15% við næstu úttekt,“ kemur fram í grein Læknablaðsins.

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Bandaríski fasisminn hefur áhrif á Ísland
5
Út fyrir boxið#1

Banda­ríski fasism­inn hef­ur áhrif á Ís­land

Á sama tíma og ein­ræð­is­ríki rísa upp eiga Ís­lend­ing­ar varn­ir sín­ar und­ir Banda­ríkj­un­um, þar sem stór hluti þjóð­ar­inn­ar styð­ur stefnu sem lík­ist sí­fellt meir fas­isma. Silja Bára Óm­ars­dótt­ir al­þjóða­stjórn­mála­fræð­ing­ur ræð­ir um fall­valt­leika lýð­ræð­is­ins í Banda­ríkj­un­um og hvernig Ís­lend­ing­ar geta brugð­ist við hættu­legri heimi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Pólverjar æfir vegna ólígarkans okkar
3
FréttirÓlígarkinn okkar

Pól­verj­ar æf­ir vegna ólíg­ark­ans okk­ar

Áhrifa­mikl­ir pólsk­ir stjórn­mála­menn brugð­ust í vik­unni harka­lega við frétt­um af því að ólíg­arki frá Bela­rús, sem ít­rek­að hef­ur ver­ið reynt að beita við­skipta­þving­un­um, vegna tengsla hans við ein­ræð­is­stjórn­ina í Minsk, hefði kom­ið sér fyr­ir í Var­sjá. Um er að ræða ís­lenska kjör­ræð­is­mann­inn í Bela­rús, sem fer allra sinna ferða í skjóli vernd­ar sem sendi­full­trúi Bela­rús. Óá­sætt­an­legt er að hann sé full­trúi Ís­lands, seg­ir sér­fræð­ing­ur.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár