Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Skiptar skoðanir um framboð Katrínar Jakobsdóttur

Blaða­mað­ur Heim­ild­ar­inn­ar fór á stúf­ana og spurði fólk í mið­bæ Reykja­vík­ur út í for­seta­kosn­ing­arn­ar framund­an. Skipt­ar skoð­an­ir voru um fram­boð Katrín­ar Jak­obs­dótt­ur. Þá var einnig mis­jafnt hve vel við­mæl­end­ur þekktu til þess ört vax­andi hóps ein­stak­linga sem hafa til­kynnt fram­boð til embætt­is for­seta Ís­lands.

Framboð Katrínar Jakobsdóttur lagðist misvel í fólkið sem blaðamaður náði tali af.

Skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda Heimildarinnar um framboð Katrínar Jakobsdóttur, sitjandi forsætisráðherra, til embættis forseta Íslands. Blaðamaður fór á stúfana og spurði gangandi vegfarendur og bókasafnsgesti í Reykjavík út í álit þeirra á framboði Katrínar.

Þremur viðmælendum leist vel á framboð Katrínar og þótti ekkert óeðlilegt við að sitjandi forsætisráðherra væri í framboði. Tveir viðmælendanna, Arnar Smári Karelsson og Ari Fannar Tómasson, sögðust ánægðir með að Katrín væri á förum úr forsætisráðherrastóli en töldu þó að hún myndi sóma sér vel í embætti forseta Íslands. 

Aðrir sögðu framboð Katrínar vera vanráðið. Kristjana Guðbjartsdóttir sagðist ekki vera hrifin af framboðinu út frá stjórnskipulegum sjónarmiðum. Þá sagði annar að honum þætti framboð Katrínar vera á gráu svæði, en fyrst og fremst skildi hann ekki hvernig sitjandi forsætisráðherra nennti að bjóða sig fram. 

Þekkir þú frambjóðendurna? 

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár