Skiptar skoðanir voru meðal viðmælenda Heimildarinnar um framboð Katrínar Jakobsdóttur, sitjandi forsætisráðherra, til embættis forseta Íslands. Blaðamaður fór á stúfana og spurði gangandi vegfarendur og bókasafnsgesti í Reykjavík út í álit þeirra á framboði Katrínar.
Þremur viðmælendum leist vel á framboð Katrínar og þótti ekkert óeðlilegt við að sitjandi forsætisráðherra væri í framboði. Tveir viðmælendanna, Arnar Smári Karelsson og Ari Fannar Tómasson, sögðust ánægðir með að Katrín væri á förum úr forsætisráðherrastóli en töldu þó að hún myndi sóma sér vel í embætti forseta Íslands.
Aðrir sögðu framboð Katrínar vera vanráðið. Kristjana Guðbjartsdóttir sagðist ekki vera hrifin af framboðinu út frá stjórnskipulegum sjónarmiðum. Þá sagði annar að honum þætti framboð Katrínar vera á gráu svæði, en fyrst og fremst skildi hann ekki hvernig sitjandi forsætisráðherra nennti að bjóða sig fram.
Athugasemdir (1)