Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Engin dagskrármál tekin fyrir á þingfundi

All­ir dag­skrárlið­ir voru felld­ir nið­ur á fyrsta þing­fundi eft­ir páska­hlé. Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar hafa mót­mælt því að hefð­bund­in dag­skrá sé á með­an starfs­stjórn rík­ir í land­inu.

Engin dagskrármál tekin fyrir á þingfundi
Lítið varð úr fyrsta þingfundi eftir páskahlé í dag. Mynd: Golli

Þingfundur var mjög stuttur í dag, aðeins fimm mínútur. En allir sextán dagskrárliðir sem taka átti fyrir voru felldir niður eftir að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, hafði lesið upp tilkynningar. „Öll dagskrármál eru nú tekin af dagskrá. Fleira liggur ekki fyrir á þessum fundi. Fundi er slitið,“ sagði hann.

Meðal þess sem tilkynnt var var bréf frá Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra þar sem hún sagði sig frá þingmennsku frá og með deginum í dag. Enn fremur var vantrauststillögu á hendur matvælaráðherra dreift til þingmanna.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu kallað eftir því að dagskráin yrði felld niður vegna þeirra sviptinga sem átt hafa sér stað í ríkisstjórninni síðustu daga. En nú starfar starfsstjórn sem þingmenn hafa haldið fram að geti ekki staðið í stefnumarkandi ákvörðunum, líkt og taka átti fyrir á fundinum í dag.

Kjósa
2
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár