Drónamyndband sem tekið var af ljósmyndara Heimildarinnar í vikunni sýnir hvernig eldgos vofir enn yfir Grindavík og nágrenni. Gosið, sem hófst þann 16. mars síðastliðinn, er enn virkt og er Grindavík og Svartsengi enn talin stafa ógn af hraunrennsli og gasmengun.
Þrátt fyrir áframhaldandi gosvirkni ákvað Bláa lónið, í samstarfi við lögreglustjórann á Suðurnesjum, að hefja starfsemi að nýju á hádegi í dag. Umtalsvert magn er af gasmælum á starfssvæði lónsins og er veðurstöð í einni byggingu þess, að því er segir í tilkynningu frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum.
Lóninu lokað fimm sinnum síðan í nóvember
Lóninu hefur verið lokað fimm sinnum síðan í nóvember og spannar lokunin samtals 106 daga. Lóninu var fyrst lokað þann 9. nóvember í fyrra og stóð lokunin til 17. desember. Það var þó ekki lengi opið en strax daginn eftir, þann 18. desember, fór að gjósa við Sundhnúkagíga og var lóninu lokað til 6. janúar. …
Athugasemdir