Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Katrín segist ekki ómissandi og sér brotthvarf sitt sem tækifæri fyrir Vinstri græn

Frá­far­andi for­sæt­is­ráð­herra seg­ir að hún hafi fund­ið að henn­ar tími í stjórn­mál­um væri kom­inn og ætl­aði að hætta eft­ir kjör­tíma­bil­ið. For­setafram­boð hafi þó ekki ver­ið eitt­hvað sem hún sá fyr­ir sér fyrr en ný­lega. Um risa­stóra ákvörð­un sé að ræða.

Katrín segist ekki ómissandi og sér brotthvarf sitt sem tækifæri fyrir Vinstri græn
Í forsetaframboð Verst geymda leyndarmál íslenskra stjórnvalda var loks opinberað í dag. Katrín Jakobsdóttir ætlar að reyna að verða næsti forseti Íslands. Mynd: Golli

Katrín Jakobsdóttir mun óska lausnar sem forsætisráðherra, segja af sér þingmennsku og hætta sem formaður Vinstri grænna, nú þegar hún hefur tilkynnt forsetaframboð.

Í samtali við Heimildina segir Katrín að hún hafi verið búin að ákveða í vetur að hætta í stjórnmálum eftir þetta kjörtímabil og vera ekki í framboði í næstu þingkosningum, sem fara að óbreyttu fram á næsta ári.

Fann að tíminn væri kominn

„Það er auðvitað þannig að ég hef helgað líf mitt stjórnmálum. Ég hef verið í þeim öll mín fullorðinsár. Og stundum finnur maður að tíminn er kominn. Það var þannig hjá mér. En ég sá ekki fyrir mér forsetaframboð fyrr en töluvert var liðið fram á þetta ár og fór í raun ekki að hugsa um það alvarlega fyrr en um páskana,“ segir Katrín.

Hún segir að um risastóra ákvörðun sé að ræða. „Þótt maður hafi ákveðið að gefa ekki kost á sér í þingkosningum eftir ár þá er allt annað að segja skilið við stjórnmálin með frekar skyndilegum hætti. Þetta er risastór ákvörðun að fara í forsetaframboð. Mér finnst þetta mjög mikilvægt embætti fyrir þjóðina og ég er spennt fyrir því að eiga samtal við þjóðina um bæði embættið og lýðveldið.“

Yppti öxlum þegar hún var spurð um það hvort stjórnin héldi án hennar

Katrín segir að hún hafi upplýst formenn hinna stjórnarflokkanna, Sigurð Inga Jóhannsson og Bjarna Benediktsson, um að hún hafi verið að hugsa mjög alvarlega um forsetaframboð og sömu sögu sé að segja um varaformann Vinstri grænna, Guðmund Inga Guðbrandsson. Hún segir það annarra að svara því hvað verði um ríkisstjórnina sem hún hefur leitt síðustu rúmu sex árin.  Spurð hvort hún teldi að stjórnin héldi yppti Katrín einfaldlega öxlum og sagði ekkert.

Katrín vildi ekki tjá sig um það hver tæki við sem forsætisráðherra. „Nú er ég komin á annan stað og það er risastór ákvörðun að segja skilið við stjórnmálin. En það þýðir að ég hef sagt skilið við þau. Það er þriggja flokka meirihluti á þingi og stjórnarsáttmáli í gildi.“

„Ég held að hreyfingin lifi bara góðu lífi án mín“

Katrín sagðist ekkert geta sagt um það hvort hún telji að Vinstri græn geti áfram leitt stjórnarsamstarfið né hver muni taka við af henni sem formaður Vinstri grænna. „Guðmundur Ingi er auðvitað varaformaður en ég vænti þess að flokkurinn muni svo halda aukalandsfund til að kjósa nýjan formann. Ég veit satt best að segja ekki hvenær þau gera það en ég fer á stjórnarfund á eftir og þar verður farið yfir þetta.“

Hún sér brotthvarf sitt sem tækifæri fyrir Vinstri græn. „Það er þannig að enginn er ómissandi, hvorki í stjórnmálum né annars staðar. Ég hef verið formaður hreyfingarinnar síðan 2013, í ellefu ár, og þar áður varaformaður í tíu ár. Þannig að þetta er alllangur tími. Auðvitað munar um mann, ég segi það ekki, en ég held að hreyfingin lifi bara góðu lífi án mín.“

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Augljóst er að skipið er að sökkva. Og raunar hefur það verið yfirvofandi lengi!
    Eru rotturnar þá ekki fyrstar að forða sér?
    0
  • SS
    Sveinn Sveinbjörnsson skrifaði
    Ég varð fremur glaður þegar Katrín jakobsdóttir varð forsætisráðherra, en þessi ánægja hvarf fljótt er stefna stjórnvalda var svo fjarri því að vera eitthvað í samræmi við stefnumál VG. Nú er flokkurinn í rúst og skipstjórinn er fyrstur til að yfirgefa sökkvandi skipið. Mér sýnist að hugsjónir Katrínar séu einfaldlega Katrín Jakobsdóttir. Ekki þykir mér líklegt að hún muni standa með þjóðinni eins og ólíkindatólið Ó.R.Grímsson gerði þegar á reyndi.
    3
  • APA
    Axel Pétur Axelsson skrifaði
    hmm . . . ég get þá ekki rekið hana þegar ég verð forseti . . .
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár