Steingrímur J. Sigfússon, fyrsti formaður Vinstri grænna og náinn samstarfsmaður Katrínar til margra ára, segir skynsamlegast að bíða þar til Katrín tilkynni hvað hún hyggst gera. Verði framboð niðurstaðan mun hann styðja hana. „Ætli það sé ekki alveg á hreinu að ég hef stutt Katrínu og mun gera það áfram og styðja hennar ákvörðun.“ Aðspurður hvort Katrín hafi komið að máli við hann á meðan hún íhugar framboð segir Steingrímur að hann standi málinu allt of nærri til að tjá sig um það.
Af hverju telur hún þetta góða hugmynd?
„Mér finnst það eiginlega alveg ótrúlegt að hún skuli fá þessa hugmynd og telja hana góða,“ segir Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata. Ef Katrín býður sig fram verður ákveðin stjórnarkreppa að hennar mati. Arndís Anna tekur undir með flokkssystur sinni, Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur, sem …
Athugasemdir