Ég var að leita að ljósi og fann það í henni. Hún var afl hins góða.“ Þannig lýsir Jonathan Glazer, leikstjóri kvikmyndarinnar The Zone of Interest, því í The Guardian þegar hann hitti Aleksöndru Bystron í fyrsta skipti. Það var árið 2016. Aleksandra var orðin 89 ára gömul en hún dó nokkrum vikum síðar. Þá var Jonathan búinn að sitja hjá henni og hlusta á söguna hennar.
Sögu af pólskri stúlku sem bjó í nágrenni Auschwitz-útrýmingarbúðanna í seinni heimsstyrjöldinni. Stúlku sem læddist út úr húsinu sínu á nóttunni með poka fullan af eplum. Settist upp á reiðhjólið sitt og lagði líf sitt í hættu þegar hún hjólaði að svæði þar sem föngum nasistanna var þrælað út allar vökustundir. Skóflur sem þeir notuðu stóðu upp úr moldarbingjum og Aleksandra lagði epli hér og þar í moldina. Til að seðja sárasta hungur fólksins. Þetta …
Athugasemdir