Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
Vel borgað Þrátt fyrir að flest félög í Kauphöllinni hafi lækkað í virði í fyrra þá hækkaði kostnaður vegna forstjóra þeirra umtalsvert. Mynd: Heimildin / JIS

Heildarkostnaður þeirra 26 félaga sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands vegna forstjóra þeirra á árinu 2023 var 2.683 milljónir króna. Sá kostnaður nær utan um laun, hlunnindi, greiðslur í lífeyrissjóð, ráðningarkaupauka, starfslokasamninga, árangurstengdar greiðslur, kaupauka og keypt starfsréttindi. Hann nær ekki til kostnaðar sem fellur til vegna hagstæðra kauprétta helstu forstjóra í íslensku viðskiptalífi á hlutabréfum í félögunum sem þeir stýra. 

Þetta þýðir að meðaltalskostnaður hluthafa í skráðum íslenskum félögum, sem eru að stóru leyti íslenskir lífeyrissjóðir sem falið er að ávaxta peninga landsmanna sem ætlaðir eru til efri áranna, vegna forstjóra þeirra, var tæplega 224 milljónir króna á mánuði á árinu 2023. Það gera um tólf milljónir króna hvern einasta virka vinnudag ársins, að teknu tilliti til orlofs og rauðra daga. 

Alls jókst kostnaður 16 félaga í Kauphöllinni vegna forstjóra þeirra á milli ára, stóð í stað hjá tveimur en lækkaði hjá átta. Þetta var staðan þrátt fyrir …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Í þjóðfélagi með ríkistrúarbrögð á 21. öld er barnalegt að búast við siðferðisvitund, enda búa líka bara sumir hér við ættarnafnabann, en hvorki t.d. forsetinn G. THORLACÍUS né Katrín Jak. THORODSEN.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hversvegna heldur fólk að þeir ríku verði ríkari og fátækir fátækari. Hversvegna haldið þið að það molni úr velferðarkerfinu okkar? Hversvegna eru mygluskemmdir að sliga almenning? Hversvegna er stór hluti drengja ekki læsir um fermingu? Hversvegna haldið þið að stjórnvöld séu að sameina skóla og stytta nám, loka eftirlitsstofnunum, selja orku umfram það sem til er og upplýsa almenning ekki um hverjir séu að kaupa. Hver skyldi hafa hagnast verulega á öllum pokunum sem verið er að nota undir matarafganga?

    Hver skyldi nú hagnast á því að selja Íslandsbanka og svo Landsbankann?

    Getur verið að stjórnvöld styðji hagvöxt umfram hagsæld? Getur verið að fólk sem sækir í pólitík séu almennt óheiðarlegir gagnvart þjóðinni? Getur verið að ríkisstjórnin sjá hag sinn í að hafa ákveðna prósentu þjóðarinnar undir fátækramörkum, sjá til þess að börn þeirra sem fátæk eru, hafi minni og nánast engan aðgang að menntun?

    Er það kannski ég sem er undir meðalgreind? Verið væn og hugleiðið þessar spurningar mínar. Ég vildi óska þess að áhyggjur mínar væru óþarfar. Kvíðinn fyrir framtíð komandi kynslóða væri bara mitt hugarfóstur vegna raskana í mínu sálarlífi.
    5
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er það viljandi að hálfu Heimildarinnar að þvottavéla auglýsing er í miðju nokkurra greina miðilsins þar sem einstaklingum og / eða fyrirtækjum veitti ekki af hreinsun??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
2
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár