Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
Vel borgað Þrátt fyrir að flest félög í Kauphöllinni hafi lækkað í virði í fyrra þá hækkaði kostnaður vegna forstjóra þeirra umtalsvert. Mynd: Heimildin / JIS

Heildarkostnaður þeirra 26 félaga sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands vegna forstjóra þeirra á árinu 2023 var 2.683 milljónir króna. Sá kostnaður nær utan um laun, hlunnindi, greiðslur í lífeyrissjóð, ráðningarkaupauka, starfslokasamninga, árangurstengdar greiðslur, kaupauka og keypt starfsréttindi. Hann nær ekki til kostnaðar sem fellur til vegna hagstæðra kauprétta helstu forstjóra í íslensku viðskiptalífi á hlutabréfum í félögunum sem þeir stýra. 

Þetta þýðir að meðaltalskostnaður hluthafa í skráðum íslenskum félögum, sem eru að stóru leyti íslenskir lífeyrissjóðir sem falið er að ávaxta peninga landsmanna sem ætlaðir eru til efri áranna, vegna forstjóra þeirra, var tæplega 224 milljónir króna á mánuði á árinu 2023. Það gera um tólf milljónir króna hvern einasta virka vinnudag ársins, að teknu tilliti til orlofs og rauðra daga. 

Alls jókst kostnaður 16 félaga í Kauphöllinni vegna forstjóra þeirra á milli ára, stóð í stað hjá tveimur en lækkaði hjá átta. Þetta var staðan þrátt fyrir …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Í þjóðfélagi með ríkistrúarbrögð á 21. öld er barnalegt að búast við siðferðisvitund, enda búa líka bara sumir hér við ættarnafnabann, en hvorki t.d. forsetinn G. THORLACÍUS né Katrín Jak. THORODSEN.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hversvegna heldur fólk að þeir ríku verði ríkari og fátækir fátækari. Hversvegna haldið þið að það molni úr velferðarkerfinu okkar? Hversvegna eru mygluskemmdir að sliga almenning? Hversvegna er stór hluti drengja ekki læsir um fermingu? Hversvegna haldið þið að stjórnvöld séu að sameina skóla og stytta nám, loka eftirlitsstofnunum, selja orku umfram það sem til er og upplýsa almenning ekki um hverjir séu að kaupa. Hver skyldi hafa hagnast verulega á öllum pokunum sem verið er að nota undir matarafganga?

    Hver skyldi nú hagnast á því að selja Íslandsbanka og svo Landsbankann?

    Getur verið að stjórnvöld styðji hagvöxt umfram hagsæld? Getur verið að fólk sem sækir í pólitík séu almennt óheiðarlegir gagnvart þjóðinni? Getur verið að ríkisstjórnin sjá hag sinn í að hafa ákveðna prósentu þjóðarinnar undir fátækramörkum, sjá til þess að börn þeirra sem fátæk eru, hafi minni og nánast engan aðgang að menntun?

    Er það kannski ég sem er undir meðalgreind? Verið væn og hugleiðið þessar spurningar mínar. Ég vildi óska þess að áhyggjur mínar væru óþarfar. Kvíðinn fyrir framtíð komandi kynslóða væri bara mitt hugarfóstur vegna raskana í mínu sálarlífi.
    5
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er það viljandi að hálfu Heimildarinnar að þvottavéla auglýsing er í miðju nokkurra greina miðilsins þar sem einstaklingum og / eða fyrirtækjum veitti ekki af hreinsun??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
1
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Vilja einfalda lífið
3
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
4
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“
Unglingastarfið tvöfaldast í Hvítasunnukirkjunni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“
5
Viðtal

Ung­linga­starf­ið tvö­fald­ast í Hvíta­sunnu­kirkj­unni: „Þetta er ekki fólk sem er í krísu“

Aukn­ing í kirkju­sókn ungs fólks hef­ur gert vart við sig í Hvíta­sunnu­kirkj­unni Fíla­delfíu líkt og inn­an þjóð­kirkj­unn­ar. For­stöðu­mað­ur safn­að­ar­ins seg­ir að það sem ein­kenni ung­menn­in sé sjálfsprott­in trú án þess að þau standi frammi fyr­ir erf­ið­leik­um í líf­inu. „Þau eign­uð­ust trú á Guð, fóru að biðja og stunda sitt trú­ar­líf í ein­rúmi. Svo finna þau hjá sér sterka þörf til að tengj­ast öðr­um.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár