Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
Vel borgað Þrátt fyrir að flest félög í Kauphöllinni hafi lækkað í virði í fyrra þá hækkaði kostnaður vegna forstjóra þeirra umtalsvert. Mynd: Heimildin / JIS

Heildarkostnaður þeirra 26 félaga sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands vegna forstjóra þeirra á árinu 2023 var 2.683 milljónir króna. Sá kostnaður nær utan um laun, hlunnindi, greiðslur í lífeyrissjóð, ráðningarkaupauka, starfslokasamninga, árangurstengdar greiðslur, kaupauka og keypt starfsréttindi. Hann nær ekki til kostnaðar sem fellur til vegna hagstæðra kauprétta helstu forstjóra í íslensku viðskiptalífi á hlutabréfum í félögunum sem þeir stýra. 

Þetta þýðir að meðaltalskostnaður hluthafa í skráðum íslenskum félögum, sem eru að stóru leyti íslenskir lífeyrissjóðir sem falið er að ávaxta peninga landsmanna sem ætlaðir eru til efri áranna, vegna forstjóra þeirra, var tæplega 224 milljónir króna á mánuði á árinu 2023. Það gera um tólf milljónir króna hvern einasta virka vinnudag ársins, að teknu tilliti til orlofs og rauðra daga. 

Alls jókst kostnaður 16 félaga í Kauphöllinni vegna forstjóra þeirra á milli ára, stóð í stað hjá tveimur en lækkaði hjá átta. Þetta var staðan þrátt fyrir …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Í þjóðfélagi með ríkistrúarbrögð á 21. öld er barnalegt að búast við siðferðisvitund, enda búa líka bara sumir hér við ættarnafnabann, en hvorki t.d. forsetinn G. THORLACÍUS né Katrín Jak. THORODSEN.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hversvegna heldur fólk að þeir ríku verði ríkari og fátækir fátækari. Hversvegna haldið þið að það molni úr velferðarkerfinu okkar? Hversvegna eru mygluskemmdir að sliga almenning? Hversvegna er stór hluti drengja ekki læsir um fermingu? Hversvegna haldið þið að stjórnvöld séu að sameina skóla og stytta nám, loka eftirlitsstofnunum, selja orku umfram það sem til er og upplýsa almenning ekki um hverjir séu að kaupa. Hver skyldi hafa hagnast verulega á öllum pokunum sem verið er að nota undir matarafganga?

    Hver skyldi nú hagnast á því að selja Íslandsbanka og svo Landsbankann?

    Getur verið að stjórnvöld styðji hagvöxt umfram hagsæld? Getur verið að fólk sem sækir í pólitík séu almennt óheiðarlegir gagnvart þjóðinni? Getur verið að ríkisstjórnin sjá hag sinn í að hafa ákveðna prósentu þjóðarinnar undir fátækramörkum, sjá til þess að börn þeirra sem fátæk eru, hafi minni og nánast engan aðgang að menntun?

    Er það kannski ég sem er undir meðalgreind? Verið væn og hugleiðið þessar spurningar mínar. Ég vildi óska þess að áhyggjur mínar væru óþarfar. Kvíðinn fyrir framtíð komandi kynslóða væri bara mitt hugarfóstur vegna raskana í mínu sálarlífi.
    5
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er það viljandi að hálfu Heimildarinnar að þvottavéla auglýsing er í miðju nokkurra greina miðilsins þar sem einstaklingum og / eða fyrirtækjum veitti ekki af hreinsun??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár