Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra

For­stjór­ar skráðra fé­laga á Ís­landi lifa í öðr­um launa­veru­leika en flest­ir lands­menn. Þeir fá alls kyns við­bót­ar­greiðsl­ur sem standa þorra launa­fólks ekki til boða. Sam­an­tekt Heim­ild­ar­inn­ar sýn­ir að kostn­að­ur við for­stjóra 26 skráðra fé­laga hafi ver­ið um tólf millj­ón­ir króna á hverj­um virk­um vinnu­degi á síð­asta ári.

Forstjórarnir í Kauphöllinni kostuðu 2,7 milljarða í fyrra
Vel borgað Þrátt fyrir að flest félög í Kauphöllinni hafi lækkað í virði í fyrra þá hækkaði kostnaður vegna forstjóra þeirra umtalsvert. Mynd: Heimildin / JIS

Heildarkostnaður þeirra 26 félaga sem skráð eru á aðalmarkað Kauphallar Íslands vegna forstjóra þeirra á árinu 2023 var 2.683 milljónir króna. Sá kostnaður nær utan um laun, hlunnindi, greiðslur í lífeyrissjóð, ráðningarkaupauka, starfslokasamninga, árangurstengdar greiðslur, kaupauka og keypt starfsréttindi. Hann nær ekki til kostnaðar sem fellur til vegna hagstæðra kauprétta helstu forstjóra í íslensku viðskiptalífi á hlutabréfum í félögunum sem þeir stýra. 

Þetta þýðir að meðaltalskostnaður hluthafa í skráðum íslenskum félögum, sem eru að stóru leyti íslenskir lífeyrissjóðir sem falið er að ávaxta peninga landsmanna sem ætlaðir eru til efri áranna, vegna forstjóra þeirra, var tæplega 224 milljónir króna á mánuði á árinu 2023. Það gera um tólf milljónir króna hvern einasta virka vinnudag ársins, að teknu tilliti til orlofs og rauðra daga. 

Alls jókst kostnaður 16 félaga í Kauphöllinni vegna forstjóra þeirra á milli ára, stóð í stað hjá tveimur en lækkaði hjá átta. Þetta var staðan þrátt fyrir …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Magnus Magnusson skrifaði
    Í þjóðfélagi með ríkistrúarbrögð á 21. öld er barnalegt að búast við siðferðisvitund, enda búa líka bara sumir hér við ættarnafnabann, en hvorki t.d. forsetinn G. THORLACÍUS né Katrín Jak. THORODSEN.
    0
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Hversvegna heldur fólk að þeir ríku verði ríkari og fátækir fátækari. Hversvegna haldið þið að það molni úr velferðarkerfinu okkar? Hversvegna eru mygluskemmdir að sliga almenning? Hversvegna er stór hluti drengja ekki læsir um fermingu? Hversvegna haldið þið að stjórnvöld séu að sameina skóla og stytta nám, loka eftirlitsstofnunum, selja orku umfram það sem til er og upplýsa almenning ekki um hverjir séu að kaupa. Hver skyldi hafa hagnast verulega á öllum pokunum sem verið er að nota undir matarafganga?

    Hver skyldi nú hagnast á því að selja Íslandsbanka og svo Landsbankann?

    Getur verið að stjórnvöld styðji hagvöxt umfram hagsæld? Getur verið að fólk sem sækir í pólitík séu almennt óheiðarlegir gagnvart þjóðinni? Getur verið að ríkisstjórnin sjá hag sinn í að hafa ákveðna prósentu þjóðarinnar undir fátækramörkum, sjá til þess að börn þeirra sem fátæk eru, hafi minni og nánast engan aðgang að menntun?

    Er það kannski ég sem er undir meðalgreind? Verið væn og hugleiðið þessar spurningar mínar. Ég vildi óska þess að áhyggjur mínar væru óþarfar. Kvíðinn fyrir framtíð komandi kynslóða væri bara mitt hugarfóstur vegna raskana í mínu sálarlífi.
    5
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Er það viljandi að hálfu Heimildarinnar að þvottavéla auglýsing er í miðju nokkurra greina miðilsins þar sem einstaklingum og / eða fyrirtækjum veitti ekki af hreinsun??
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
1
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Júlía Margrét Alexandersdóttir
5
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár