Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

Einn af frumkristnu söfnuðunum: Ofsótt fyrir að vera kynóðir nautnabelgir

Kirkju­feð­ur á borð við Klem­ens og Íreneus börð­ust af krafti gegn fylg­is­fólki Carpocra­tes­ar frá Al­ex­andríu sem bæði var tal­ið komm­ún­ist­ar og kynsvall­ar­ar.

Einn af frumkristnu söfnuðunum: Ofsótt fyrir að vera kynóðir nautnabelgir
Fornar nautnir: Carpocratar voru kommúnistar í þeim skilningi að þeir virðast hafa talið að allt ætti að vera sameign safnaðarins. Og þeir virðast líka hafa metið líkamlegar nautnir ekki síður en andlegar, þótt erfitt sé að segja til um slíkt stóðlíf hafi verið stundað á þeirra vegum og andstæðingarnir héldu fram.

Í dag, föstudaginn langa, er minnst krossfestingar Jesúa frá Nasaret. Því næst verður minnst upprisu hans frá dauðum en sá atburður varð hornsteinn kirkjunnar sem lærisveinar Jesúa reistu, og stendur enn.

Á hitt er þó að líta að sú kirkja sem við þekkjum nú hefði vel getað orðið töluvert öðruvísi. Fyrstu aldirnar voru til mun fjölbreytilegri kristnir hópar en nú er haldið á lofti og einn þeirra óvenjulegustu — í okkar augum — voru hinir svonefndu Carpocratar sem spruttu upp í Egiftalandi og náðu töluverðri fótfestu bæði í Grikklandi og Miðausturlöndum.

Að minnsta kosti töldu kirkjufeður hinnar útbreiddustu kirkjudeildar fulla ástæðu til að berjast harkalega gegn þessum hópi.

Carpocratar eru nefndir eftir upphafsmanni sínum, Carpocratesi í Alexandríu. Sonur hans Epifanes er gjarnan sagður hafa skrifað helsta helgirit Carpocrata en um soninn er raunar flest á huldu. Og helgiritið er glatað og hið eina, sem vitað er um Carpocrata, kemur úr ritum andstæðinga þeirra, kirkjufeðranna Klemens og Íreneusar. Því ber að taka öllu sem þar kemur fram með hæfilegum fyrirvara.

Þó er ljóst að kirkja Carpacrata var í grunninn gnostísk en gnostar kallast þau sem trúðu því að guðlegt hjálpræði væri fólgið í dulspekilegum leyndardómum sem ekki væru opinberaðir hverjum sem var. Fólk þurfti að hafa fyrir því að öðlast hinn eina sanna skilning og þekkingu á hinum æðra guðdómi.

Til þess voru brúkaðar ýmsar hinar dýpstu launhelgar sem tók tíma að ná valdi á þurftu yfirleitt að fara mjög leynt.

„Frjálsleg“ og jafnvel „ósiðleg“ trú

Gnostískir þættir höfðu alllengi verið á kreiki í trúarlífi Miðausturlanda. Sumir gnostar löguðu kristindóminn að sínum hugmyndum og töldu jafnvel að kristnin væri í eðli sínu gnostísk trú – því aðeins með launhelgum gnosta mætti öðlast hið sanna andlega líf með Jesúa frá Nasaret.

Ráðandi öfl í hinni ört vaxandi kristnu kirkju börðust frá upphafi gegn gnostískum áhrifum á kenningu sína. En gegn fáum var barist af sömu hörku og Carpocrötum. Trú þeirra þótti yfirmáta „frjálsleg“ og „ósiðleg“, eins og það var orðað í SKAKKA TURNINUM sínum tíma.

Þótt vitaskuld beri að taka með hæfilegri varúð því sem andstæðingar þeirra halda fram, má þó auðveldlega lesa úr skrifum kirkjufeðranna nokkur lítt umdeilanleg atriði um kenningar og skoðanir Carpcrata.

Þeir voru til dæmis þeirrar skoðunar að Jesúa hefði ekki verið guðlegs eðlis, en vegna hreinleika síns og fagurs hjartalags hefði hann verið í beinu og nánu sambandi við Guð. Slíkar hugmyndir voru raunar alþekktar í grískri heimspeki.

Enn fremur töldu Carpocratar að þeir gætu sjálfir komist í að minnsta kosti næstum eins náið samband við Guð og Jesúa sjálfur og því væru þeir ekki endilega bundnir af lögmáli Gyðinga til lengdar.

Það töldu Klemens, Íreneus og félagar vísasta veginn til glötunar – lögmálinu yrði að fylgja í stórum dráttum, jafnvel þótt ýmislegt úr lögmáli Móse væri lagað að nýjum söfnuðum þegar kristindómurinn fór að breiðast út til annarra en Gyðinga.

Kommúnistar — líka í rúminu?

Sömuleiðis virðast Carpocratar hafa verið kommúnistar í þeim skilningi að þeir töldu að allir hlutir ættu að vera sameign allra í söfnuðinum. Kristnir söfnuðir sem hafa gegnum tíðina haldið fram slíkum kenningum hafa á öllum tímum fengið gegn sér sömu mótbáruna.

„Nú, konurnar líka, ha?“ þruma kirkjufeðurnir og hefjast svo handa um að skamma viðkomandi söfnuð fyrir nautnahyggju, klám, stóðlíf og almennan dónaskap.

Og Carpocratar fengu nóg af slíkum gusum frá kirkjufeðrunum.

Hugmyndir um að allt væri sameign safnaðarins voru algengar meðal ýmissa gnostískra safnaða í fornöld. Fæstir þeirra munu þó hafa litið á þær hugmyndir fyrst og fremst sem afsökun fyrir því að allir mættu hnykkja á öllum, heldur var um að ræða jafnaðarmennsku sem snerist mest um friðarþel og samvinnu innan safnaðarins en síður um kynlíf.

Gagnrýni kirkjufeðranna virðist þó hafa átt sér þá stoð að Carpocratar hafa að líkindum verið mun frjálslyndari í kynferðismálum en títt var um meginstraumskirkjuna. Þeir virðast hafa lagt áherslu á lífsgleði og fjör fremur en að lífið væri eintómur táradalur. Þeir voru til dæmis frægir fyrir mjög litríkar og glaðlegar helgimyndir.

Ekki var öll sagan sögð. Carpocratar munu líka hafa trúað á einhvers konar endurholdgun.

Nauðsynlegt að öðlast ALLA reynslu

Sú trú fól í sér að maðurinn losnaði ekki úr jarðlífinu fyrr en hver einstaklingur hefði reynt bókstaflega allt sem hægt væri, bæði gott og slæmt. Því lögðu Karpókratar sig fram um að öðlast alla reynslu sem hægt var að næla í, góða sem slæma, æskilega sem óæskilega.

Eins og fyrri daginn höfðu hinir siðprúðu kirkjufeður mestar áhyggjur af því að þar á meðal væru allar nautnir og einkum þó öll kynlífsreynsla sem hugmyndaflugið náði til. Þeir lægju altso með hverjum sem er, af hvaða kyni sem væri, hnussuðu Klemens og Íreneus.

Þarna fengu þeir því annað vopn upp í hendurnar til að berja á Carpocrötum fyrir ósiðsemi.

Barátta kirkjufeðrunum gegn Carpocrötum varð árangursrík. Þessi litríki frumkristni söfnuður varð undir í lífsbaráttunni og hin siðprúða kirkja varð ofan á. Talið er að síðustu Carpocratar hafði horfið úr sögunni á sjöttu öld.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Mest lesið

Ekki bara beinbrot og skurðir heldur líka bráð andleg veikindi
4
Á vettvangi

Ekki bara bein­brot og skurð­ir held­ur líka bráð and­leg veik­indi

Aukn­ing í kom­um fólks með and­lega van­líð­an veld­ur áskor­un­um á bráða­mót­töku. Skort­ur á rými og óhent­ugt um­hverfi fyr­ir við­kvæma sjúk­linga skapa erf­ið­leika fyr­ir heil­brigð­is­starfs­fólk. „Okk­ur geng­ur svo sem ágæt­lega en svo er það bara hvað tek­ur við. Það er flók­ið,“ seg­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur á bráða­mót­tök­unni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
3
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár