Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Einn af frumkristnu söfnuðunum: Ofsótt fyrir að vera kynóðir nautnabelgir

Kirkju­feð­ur á borð við Klem­ens og Íreneus börð­ust af krafti gegn fylg­is­fólki Carpocra­tes­ar frá Al­ex­andríu sem bæði var tal­ið komm­ún­ist­ar og kynsvall­ar­ar.

Einn af frumkristnu söfnuðunum: Ofsótt fyrir að vera kynóðir nautnabelgir
Fornar nautnir: Carpocratar voru kommúnistar í þeim skilningi að þeir virðast hafa talið að allt ætti að vera sameign safnaðarins. Og þeir virðast líka hafa metið líkamlegar nautnir ekki síður en andlegar, þótt erfitt sé að segja til um slíkt stóðlíf hafi verið stundað á þeirra vegum og andstæðingarnir héldu fram.

Í dag, föstudaginn langa, er minnst krossfestingar Jesúa frá Nasaret. Því næst verður minnst upprisu hans frá dauðum en sá atburður varð hornsteinn kirkjunnar sem lærisveinar Jesúa reistu, og stendur enn.

Á hitt er þó að líta að sú kirkja sem við þekkjum nú hefði vel getað orðið töluvert öðruvísi. Fyrstu aldirnar voru til mun fjölbreytilegri kristnir hópar en nú er haldið á lofti og einn þeirra óvenjulegustu — í okkar augum — voru hinir svonefndu Carpocratar sem spruttu upp í Egiftalandi og náðu töluverðri fótfestu bæði í Grikklandi og Miðausturlöndum.

Að minnsta kosti töldu kirkjufeður hinnar útbreiddustu kirkjudeildar fulla ástæðu til að berjast harkalega gegn þessum hópi.

Carpocratar eru nefndir eftir upphafsmanni sínum, Carpocratesi í Alexandríu. Sonur hans Epifanes er gjarnan sagður hafa skrifað helsta helgirit Carpocrata en um soninn er raunar flest á huldu. Og helgiritið er glatað og hið eina, sem vitað er um Carpocrata, kemur úr ritum andstæðinga þeirra, kirkjufeðranna Klemens og Íreneusar. Því ber að taka öllu sem þar kemur fram með hæfilegum fyrirvara.

Þó er ljóst að kirkja Carpacrata var í grunninn gnostísk en gnostar kallast þau sem trúðu því að guðlegt hjálpræði væri fólgið í dulspekilegum leyndardómum sem ekki væru opinberaðir hverjum sem var. Fólk þurfti að hafa fyrir því að öðlast hinn eina sanna skilning og þekkingu á hinum æðra guðdómi.

Til þess voru brúkaðar ýmsar hinar dýpstu launhelgar sem tók tíma að ná valdi á þurftu yfirleitt að fara mjög leynt.

„Frjálsleg“ og jafnvel „ósiðleg“ trú

Gnostískir þættir höfðu alllengi verið á kreiki í trúarlífi Miðausturlanda. Sumir gnostar löguðu kristindóminn að sínum hugmyndum og töldu jafnvel að kristnin væri í eðli sínu gnostísk trú – því aðeins með launhelgum gnosta mætti öðlast hið sanna andlega líf með Jesúa frá Nasaret.

Ráðandi öfl í hinni ört vaxandi kristnu kirkju börðust frá upphafi gegn gnostískum áhrifum á kenningu sína. En gegn fáum var barist af sömu hörku og Carpocrötum. Trú þeirra þótti yfirmáta „frjálsleg“ og „ósiðleg“, eins og það var orðað í SKAKKA TURNINUM sínum tíma.

Þótt vitaskuld beri að taka með hæfilegri varúð því sem andstæðingar þeirra halda fram, má þó auðveldlega lesa úr skrifum kirkjufeðranna nokkur lítt umdeilanleg atriði um kenningar og skoðanir Carpcrata.

Þeir voru til dæmis þeirrar skoðunar að Jesúa hefði ekki verið guðlegs eðlis, en vegna hreinleika síns og fagurs hjartalags hefði hann verið í beinu og nánu sambandi við Guð. Slíkar hugmyndir voru raunar alþekktar í grískri heimspeki.

Enn fremur töldu Carpocratar að þeir gætu sjálfir komist í að minnsta kosti næstum eins náið samband við Guð og Jesúa sjálfur og því væru þeir ekki endilega bundnir af lögmáli Gyðinga til lengdar.

Það töldu Klemens, Íreneus og félagar vísasta veginn til glötunar – lögmálinu yrði að fylgja í stórum dráttum, jafnvel þótt ýmislegt úr lögmáli Móse væri lagað að nýjum söfnuðum þegar kristindómurinn fór að breiðast út til annarra en Gyðinga.

Kommúnistar — líka í rúminu?

Sömuleiðis virðast Carpocratar hafa verið kommúnistar í þeim skilningi að þeir töldu að allir hlutir ættu að vera sameign allra í söfnuðinum. Kristnir söfnuðir sem hafa gegnum tíðina haldið fram slíkum kenningum hafa á öllum tímum fengið gegn sér sömu mótbáruna.

„Nú, konurnar líka, ha?“ þruma kirkjufeðurnir og hefjast svo handa um að skamma viðkomandi söfnuð fyrir nautnahyggju, klám, stóðlíf og almennan dónaskap.

Og Carpocratar fengu nóg af slíkum gusum frá kirkjufeðrunum.

Hugmyndir um að allt væri sameign safnaðarins voru algengar meðal ýmissa gnostískra safnaða í fornöld. Fæstir þeirra munu þó hafa litið á þær hugmyndir fyrst og fremst sem afsökun fyrir því að allir mættu hnykkja á öllum, heldur var um að ræða jafnaðarmennsku sem snerist mest um friðarþel og samvinnu innan safnaðarins en síður um kynlíf.

Gagnrýni kirkjufeðranna virðist þó hafa átt sér þá stoð að Carpocratar hafa að líkindum verið mun frjálslyndari í kynferðismálum en títt var um meginstraumskirkjuna. Þeir virðast hafa lagt áherslu á lífsgleði og fjör fremur en að lífið væri eintómur táradalur. Þeir voru til dæmis frægir fyrir mjög litríkar og glaðlegar helgimyndir.

Ekki var öll sagan sögð. Carpocratar munu líka hafa trúað á einhvers konar endurholdgun.

Nauðsynlegt að öðlast ALLA reynslu

Sú trú fól í sér að maðurinn losnaði ekki úr jarðlífinu fyrr en hver einstaklingur hefði reynt bókstaflega allt sem hægt væri, bæði gott og slæmt. Því lögðu Karpókratar sig fram um að öðlast alla reynslu sem hægt var að næla í, góða sem slæma, æskilega sem óæskilega.

Eins og fyrri daginn höfðu hinir siðprúðu kirkjufeður mestar áhyggjur af því að þar á meðal væru allar nautnir og einkum þó öll kynlífsreynsla sem hugmyndaflugið náði til. Þeir lægju altso með hverjum sem er, af hvaða kyni sem væri, hnussuðu Klemens og Íreneus.

Þarna fengu þeir því annað vopn upp í hendurnar til að berja á Carpocrötum fyrir ósiðsemi.

Barátta kirkjufeðrunum gegn Carpocrötum varð árangursrík. Þessi litríki frumkristni söfnuður varð undir í lífsbaráttunni og hin siðprúða kirkja varð ofan á. Talið er að síðustu Carpocratar hafði horfið úr sögunni á sjöttu öld.

Kjósa
22
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Úr öskunni við Vesúvíus: Höfundur Atlantis skammar þrælastúlku á banabeðinu!´
Flækjusagan

Úr ösk­unni við Vesúvíus: Höf­und­ur Atlant­is skamm­ar þræla­stúlku á bana­beð­inu!´

Fyr­ir tæp­um fimm ár­um birt­ist á vef­síðu Stund­ar­inn­ar, sem þá hét, stutt flækj­u­sögu­grein um nýja tækni sem þá átti að fara að beita á fjöld­ann all­an af papýrus­roll­um sem fund­ist höfðu í stóru bóka­safni í bæn­um Hercul­an­um í ná­grenni Napólí. Þannig papýrus­roll­ur voru bæk­ur þess tíma. Þeg­ar Vesúvíus gaus ár­ið 79 ET (eft­ir upp­haf tíma­tals okk­ar) grófst Hercul­an­um á kaf...
Fyrstu forsetakosningar á Íslandi: Hver verður „hótelstjóri á Bessastöðum“?
Flækjusagan

Fyrstu for­seta­kosn­ing­ar á Ís­landi: Hver verð­ur „hót­el­stjóri á Bessa­stöð­um“?

Það fór klið­ur um mann­fjöld­ann á Þing­völl­um þeg­ar úr­slit í fyrstu for­seta­kosn­ing­um á Ís­landi voru kynnt í heyr­anda hljóði þann 17. júní 1944. Undr­un­ar- og óánægjuklið­ur. Úr­slit­in komu reynd­ar ekk­ert á óvart. Ákveð­ið hafði ver­ið að Al­þingi kysi fyrsta for­seta Ís­lands á þing­fundi á þess­um degi og þar með yrði Ís­land lýð­veldi og kóng­ur­inn í Dan­mörku end­an­lega afskaff­að­ur. Þessi fyrsti...

Mest lesið

Telja frumvarpið gert fyrir fjármálafyrirtæki sem fá auknar þóknanir verði það að lögum
2
Skýring

Telja frum­varp­ið gert fyr­ir fjár­mála­fyr­ir­tæki sem fá aukn­ar þókn­an­ir verði það að lög­um

Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) og Sam­tök at­vinnu­lífs­ins eru sam­mála um að frum­varp sem á að heim­ila að­komu eign­a­stýr­inga fjár­mála­fyr­ir­tækja að því að fjár­festa við­bót­ar­líf­eyr­is­sparn­að fólks sé í besta falli ekki tíma­bær. ASÍ seg­ir að eng­in al­menn krafa sé uppi í sam­fé­lag­inu um þetta. Ver­ið sé að byggja á hug­mynd­um fyr­ir­tækja sem sjá fyr­ir sér að græða á um­sýslu verði frum­varp­ið að lög­um.
Skærustu stjörnur rappsins heyja vægðarlaust upplýsingastríð
4
Greining

Skær­ustu stjörn­ur rapps­ins heyja vægð­ar­laust upp­lýs­inga­stríð

Rapp­ar­arn­ir Kendrick Lam­ar og Dra­ke kepp­ast nú við að gefa út hvert lag­ið á fæt­ur öðru þar sem þeir bera hvorn ann­an þung­um sök­um. Kendrick Lam­ar sak­ar Dra­ke um barn­aníð og Dra­ke seg­ir Kendrick hafa beitt sína nán­ustu of­beldi fyr­ir lukt­um dyr­um. Á und­an­förn­um mán­uð­um hafa menn­irn­ir gef­ið út níu lög um hvorn ann­an og virð­ast átök­un­um hvergi nærri lok­ið. Rapp­spek­úl­ant­inn Berg­þór Más­son seg­ir stríð­ið af­ar at­hygl­is­vert.
Þetta er hálfgerður öskurgrátur
5
Viðtal

Þetta er hálf­gerð­ur ösk­ur­grát­ur

Reyn­ir Hauks­son gít­ar­leik­ari, sem þekkt­ur er sem Reyn­ir del norte, eða Reyn­ir norð­urs­ins, hef­ur elt æv­in­týr­in um heim­inn og hik­ar ekki við að hefja nýj­an fer­il á full­orð­ins­ár­um. Hann flutti til Spán­ar til að læra flamenco-gít­ar­leik, end­aði á ís­lensk­um jökli og er nú að hefja mynd­list­ar­nám á Spáni. Hann hef­ur þurft að tak­ast á við sjálf­an sig, ást­ir og ástarsorg og lent oft­ar en einu sinni í lífs­háska.
Hvað gera Ásgeir og félagar á morgun?
6
Greining

Hvað gera Ás­geir og fé­lag­ar á morg­un?

Tveir valda­mestu ráð­herr­ar lands­ins telja Seðla­bank­ann geta lækk­að stýri­vexti á morg­un en grein­ing­ar­að­il­ar eru nokk­uð viss­ir um að þeir hald­ist óbreytt­ir. Ef það ger­ist munu stýri­vext­ir ná því að vera 9,25 pró­sent í heilt ár. Af­leið­ing vaxta­hækk­un­ar­ferl­is­ins er með­al ann­ars sú að vaxta­gjöld heim­ila hafa auk­ist um 80 pró­sent á tveim­ur ár­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
1
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Örlæti Haraldar kostar ríkissjóð yfir hálfan milljarð
4
Afhjúpun

Ör­læti Har­ald­ar kost­ar rík­is­sjóð yf­ir hálf­an millj­arð

Rík­is­sjóð­ur sit­ur uppi með yf­ir 500 millj­óna króna reikn­ing eft­ir að Har­ald­ur Johann­essen, fyrr­ver­andi rík­is­lög­reglu­stjóri, hækk­aði líf­eyr­is­rétt­indi út­val­inna und­ir­manna sinna um helm­ing, án þess að hafa til þess heim­ild. Þetta er nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar sem kall­ar verk Har­ald­ar „ör­læt­is­gjörn­ing“. Stór hluti þess­ara und­ir­manna Har­ald­ar skrif­aði und­ir op­in­bera stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingu við hann stuttu síð­ar. Samn­ing­arn­ir standa samt því und­ir­menn­irn­ir vissu ekki bet­ur en að Har­ald­ur mætti gera þá. Um­mæli tveggja ráð­herra hafi styrkt þá trú þeirra.
Katrín telur sig ekki þurfa að svara spurningum um laxeldisfrumvarp
5
FréttirLaxeldi

Katrín tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um lax­eld­is­frum­varp

Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­setafram­bjóð­andi og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra þar til fyr­ir tæp­um mán­uði síð­an, tel­ur sig ekki þurfa að svara spurn­ing­um um mál sem hún kom að á Al­þingi sem enn eru í vinnslu þar. Í fyrsta skipti er for­setafram­bjóð­andi í þeirri stöðu að þurfa mögu­lega að sam­þykkja eða synja lög­um sem við­kom­andi kom að á þingi sem ráð­herra.
Þórður Snær Júlíusson
8
Leiðari

Þórður Snær Júlíusson

Dýr­asta kosn­ingalof­orð Ís­lands­sög­unn­ar

Ár­ið 2003 lof­aði Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn 90 pró­sent lán­um til hús­næð­is­kaupa svo börn gætu flutt úr for­eldra­hús­um. Rík­is­ábyrgð var á fjár­mögn­un lán­anna. Nú, tveim­ur ára­tug­um síð­ar, stend­ur rík­is­sjóð­ur frammi fyr­ir því að vera að tapa að nokkr­um millj­örð­um króna á mán­uði vegna þess­ara lof­orða og það hef­ur aldrei ver­ið erf­ið­ara fyr­ir ungt fólk að kom­ast í eig­ið hús­næði.
Davíð kallar borgarstjórn bjálfa fyrir að taka niður styttuna af Séra Friðriki
10
FréttirSr. Friðrik og drengirnir

Dav­íð kall­ar borg­ar­stjórn bjálfa fyr­ir að taka nið­ur stytt­una af Séra Frið­riki

Rit­stjóri Morg­un­blaðs­ins seg­ir upp­lýs­ing­ar um að Séra Frið­rik Frið­riks­son, stofn­andi KFUM, hafi beitt fjöl­marga drengi kyn­ferð­is­legu áreiti og of­beldi vera „get­gát­ur eins manns“ eft­ir að „ímynd­un­ar­afl hans fór loks í gang eft­ir tæp 75 ár.“ Það að stytta af hon­um hafi ver­ið fjar­lægð sé merki um of­stæki þeirra sem noti hvert tæki­færi til að þykj­ast betra og pen­inga­laus­ara en ann­að fólk.

Mest lesið í mánuðinum

Skólastjórinn hættir eftir áralanga óánægju foreldra
2
Fréttir

Skóla­stjór­inn hætt­ir eft­ir ára­langa óánægju for­eldra

Móð­ir á Kirkju­bæj­arklaustri ætl­ar að flytja með börn­in sín úr bæn­um þar sem hún tel­ur ástand­ið í Kirkju­bæj­ar­skóla óvið­un­andi. Son­ur henn­ar hef­ur lít­ið mætt í skól­ann í á ann­að ár eft­ir at­vik í skól­an­um sem for­eldr­arn­ir kærðu til lög­reglu. Mál­ið var lát­ið nið­ur falla. Skóla­stjór­inn er nú á för­um en sveit­ar­stjór­inn seg­ir það „eng­um ein­um að kenna þeg­ar tveir deila“.
Rúlletta Róberts og vitnisburðir starfsfólks: „Þetta er bara rosalega mikið álag“
3
ÚttektRóbert Wessman, Alvogen og Alvotech

Rúll­etta Ró­berts og vitn­is­burð­ir starfs­fólks: „Þetta er bara rosa­lega mik­ið álag“

Starfs­menn Al­votech lýsa vinnu­álag­inu sem ómann­eskju­legu og hafa leit­að til stétt­ar­fé­laga út af ógreiddri yf­ir­vinnu og fleiri mál­um. Vinnu­að­stæð­urn­ar hafa ver­ið svona út af því að Al­votech hef­ur unn­ið að því að fá mark­aðs­leyfi fyr­ir sam­heita­lyf Humira í Banda­ríkj­un­um. Fyr­ir­tæk­ið hef­ur veðj­að öllu á þetta lyf en sala á því hef­ur dreg­ist sam­an og sam­heita­lyfj­um þess hef­ur alls ekki geng­ið eins vel í Banda­ríkj­un­um og reikn­að var með.
Ákveðið að saksækja þrjá í Lindsor-málinu rúmum 15 árum síðar
7
Skýring

Ákveð­ið að sak­sækja þrjá í Lindsor-mál­inu rúm­um 15 ár­um síð­ar

Sama dag og Geir H. Haar­de flutti ræðu til þjóð­ar­inn­ar þar sem hann bað guð um að blessa Ís­land veitti Kaupþing af­l­ands­fé­lagi lán sem not­að var til að kaupa verð­lít­il skulda­bréf af starfs­mönn­um og vild­ar­við­skipta­vini bank­ans. Nú, 15 og hálfu ári eft­ir að lán­ið var veitt, stend­ur til að sak­sækja þrjá ein­stak­linga í Lúx­em­borg vegna þess.
Hjúkrunarheimilið Sóltún fékk 20 milljarða frá íslenska ríkinu
8
Fréttir

Hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún fékk 20 millj­arða frá ís­lenska rík­inu

Frá ár­inu 2009 hef­ur hjúkr­un­ar­heim­il­ið Sól­tún feng­ið tæp­lega 20 millj­arða króna frá ís­lenskra rík­inu. Um 90 pró­sent af tekj­um Sól­túns koma frá rík­inu. Eig­end­urn­ir hafa tek­ið á þriðja millj­arð króna út úr rekstr­in­um með því að selja fast­eign­ir og lóð­ir og lækka hluta­fé fyr­ir­tæk­is­ins. All­ur rekst­ur­inn bygg­ir hins veg­ar á um­deild­um samn­ingi við ís­lenska rík­ið sem gerð­ur var ár­ið 2000.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár