Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

3 Body Problem á Netflix og vandi Fermis: Hvar eru allar geimverurnar?

Vin­sæl Net­flix sería eft­ir sögu kín­verska rit­höf­und­ar­ins Liu Cix­in tekst á við spurn­ingu sem kennd er við ít­alska eðl­is­fræð­ing­inn Enrico Fermi: Ef al­heim­ur­inn er ið­andi af lífi, hvar eru all­ir?

3 Body Problem á Netflix og vandi Fermis: Hvar eru allar geimverurnar?
Hlustað eftir lífsmarki: Þetta mun vera auglýsingamynd úr kvikmyndinni eftir sögu Liu Cixin, þeirri sem hætt var við að frumsýna.

Árið 1950 voru fjórir eðlisfræðingar á leið í hádegismat í mötuneytinu við kjarnorkurannsóknarstöð Bandaríkjanna í Los Alamos í New Mexico.

Meðal fjórmenninganna var Ítalinn Enrico Fermi sem hafði búið í Bandaríkjunum um árabil. Þeir voru að spjalla í léttum dúr um nýlegar fregnir sem borist höfðu um fljúgandi furðuhluti utan úr geimnum og þaðan leiddist talið — eins og gerist meðal eðlisfræðinga — um hvort yfirleitt væri gerlegt að ferðast um geiminn á hraða ljóssins.

Og þá er það að dettur upp úr Fermi: „En hvar eru allir?“

Fermi sjálfur dó aðeins fjórum árum síðar, langt fyrir aldur fram.

(Hann dó úr krabbameini og taldi sjálfur að vinna sín við kjarnorkuvopnarannsóknir ætti sök á meininu.)

Enrico FermiHann var einn af fremstu eðlisfræðingum heims og átti ríkan þátt í að þróa fyrstu kjarnorkusprengjurnar. Síðar varaði hann hins vegar eindregið við áframhaldandi þróun á því sviði.

Hinir þrír eðlisfræðingarnir reyndust ekki alveg sammála um nákvæmlega hvernig Fermi hefði orðað spurningu sína og samhengið var heldur ekki alveg á hreinu.

En þeir og aðrir eru þó á því að þarna hafi Fermi hreyft mjög mikilvægu máli sem allir þeir sem rannsaka geiminn verða að horfast í augu við, hvort sem þeim er það ljúft eða leitt.

Lengri útgáfan af spurningu Fermis er einhvern veginn svona:

1.

Miðað við að í alheiminum og jafnvel „bara“ í Vetrarbrautinni okkar eru milljónir og aftur milljónir og milljónir pláneta, þá er eiginlega tölfræðilega útilokað annað en líf hafi þróast á ótal mörgum þeirra og vitiborið líf á einhverjum X fjölda.

2.

Sólkerfið okkar er frekar ungt og svo og svo margar siðmenningar ættu því að hafa risið á undan okkur á öðrum hnöttum. Með tilliti til þess að við erum nú þegar farin að senda frá okkur alls konar merki út í geiminn, meðvitað og ómeðvitað, hljóta þá ekki aðrar siðmenningar að gera slíkt hið sama — og hafa byrjað löngu á undan okkur?

3.

Og jafnvel þótt útilokað kunni að vera að ferðast hraðar en ljósið og ferðalög milli stjarnanna taki því óratíma, þá hefur sá tími sannarlega gefist. Jafnvel þótt geimskip þurfi að „silast“ milli stjarnanna á „ekki nema“ einum tíunda af ljóshraða, þá ætti það ekki að taka skipið „nema“ rúm milljón ár að fara enda á milli í Vetrarbrautinni okkar. Og það tæki jafnvel „aðeins“ 25 milljónir ára að ferðast yfir til Andrómedu, næstu stóru stjörnuþoku.

Þegar allt þetta er lagt saman, þá er furða Fermis eðlileg. Næturhiminninn ætti að vera sneisafullur af einhvers konar loftskeytasendingum sem gefa til kynna viti bornar verur á öðrum hnöttum. Og þær ættu í rauninni að vera löngu komnar í heimsókn.

Eða við ættum að sjá einhver ummerki um heimsóknir þeirra gegnum hina (þrátt fyrir allt) löngu tíð sem Jörðin hefur sveimað um alheiminn.

Svo hvar eru allir?

Hlustað eftir merkjum

Þessi spurning ítalska eðlisfræðingsins hefur verið kölluð Þversögn Fermis og þversögnin hefur í raun vaxið með árunum.

Enterprise á ferðinni:Ferðalög um óravíðáttur geimsins eru einföld í þáttum eins og Star Trek. Það er bara sett í sérstakan fluggír og svo ætt af stað. Í reynd myndu ferðalög milli sólkerfa taka mjög langan tíma. En miðað við aldur alheimsins ættu nú samt einhverjar tæknivæddar geimverur að hafa komist geimshornanna á milli. Eða hvað?

Bæði hefur alheimurinn reynst vera jafnvel enn stærri en við ætluðum (og var hann þó talinn óendanlegur fyrir!) og svo höfum við á síðustu áratugum farið að hlusta markvisst eftir skeytasendingum utan úr geimnum í leit að öðru lífi.

En höfum ekkert heyrt.

Nú víkur sögunni til okkar daga.

Árið 2006 hóf kínverska tímaritið  科幻世界 (Sci-fi World á ensku) að birta framhaldssögu sem vakti strax mikla athygli. Hún kom svo út á bók tveim árum seinna og var þýdd á ensku 2014 og var tekið með kostum og kynjum af aðdáendum vísindaskáldsagna. Bókin heitir á kínversku 三体 en hlaut á ensku nafnið The Three-Body Problem, sem þýða má á íslensku sem Þriggja hnatta vandann.

Bíómynd gerð en aldrei frumsýnd

Á eftir fylgdu tvær framhaldsbækur sem gætu heitið Skógurinn dimmi og Endir dauðans á íslensku. Saman eru bækurnar kallaðar Minningar frá fortíð Jarðar. Höfundur þeirra er Liu Cixin, nú rúmlega sextugur og tölvunarfræðingur að mennt.

Vinsældir bóka Lius um þriggja hnatta vandann og fleira eru slíkar að fljótlega var farið að huga að kvikmyndun þeirra. Árið 2015 var kínversk mynd gerð eftir fyrstu bók þríleiksins en af einhverjum ástæðum hefur hún aldrei verið frumsýnd. Var þó miklu til kostað. Sagnir herma að hún hafi einfaldlega ekki verið talin nógu góð þegar til kom.

Kínverjar hafa hins vegar samið útvarpsleikrit upp úr sögunum þremur sem flutt var við mjög góðar undirtektir. Því miður er þess vart að vænta að útvarpsleikhúsið hjá RÚV snari því á íslensku og flytji á næstunni, því það eru heilir 100 þættir.

30 þátta röð — og átta þættir Netflix

Í fyrra var svo frumsýnd í kínversku sjónvarpi 30 þátta sería eftir fyrstu bókinni og mæltist hún afar vel fyrir hjá aðdáendum bókanna. Vestrænum streymisveitum þóttu hins vegar 30 þættir aðeins of mikið af því góða og því lét Netflix gera sína eigin útgáfu sem frumsýnd var á dögunum. Þar er söguþráður Þriggja hnatta vandans soðinn niður í átta þætti og færður að stórum hluta til Vesturlanda frá Kína.

Liu CixinHann hefur skrifað allmargar skáldsögur þótt bækurnar um þriggja hnatta vandann séu stórvirkið hans. Hann skrifaði t.d. þá sögu sem bíómyndin The Wandering Earth (eins og hún heitir á Netflix) er gerð eftir.

Og raunar heilmiklu öðru breytt í leiðinni.

Óhætt er að segja að þessi nýja útgáfa Netflix mælist misjafnlega fyrir. Hún heitir 3 Body Problem og er gerð á vegum Bandaríkjamannanna Davids Benioffs og Daniels Weiss sem frægir urðu fyrir sjónvarpsseríur Krúnuleikanna (Game of Thrones) fyrir áratug eða svo.

Sumum finnst 3 Body Problem frábær, öðrum finnst súrt í broti hve lítið hafi lagst fyrir flókna og djúpskreiða sögu eins og 三体. En á því geta áskrifendur Netflix nú myndað sér eigin skoðun. Sjálfur er ég búinn að horfa á tvo þætti og veit ekki hvort ég horfi á fleiri.

Hver er lausnin á þversögninni?

Hins vegar ætla ég að leita uppi kínversku seríuna.

En hvað koma bækur Liu Cixins og sjónvarpsseríur eftir henni Enrico Fermi og þversögn hans við?

Jú — allur bálkurinn Minningar frá fortíð Jarðar fjallar beinlínis um þversögn Fermis og það kemur í ljós svo snemma að ég er ekki að skemma neitt fyrir væntanlegum áhorfendum Netflix-seríunnar með því að upplýsa það.

Jess Hong og John Bradley í hlutverkum sínum í 3 Body ProblemPersónan sem Bradley leikur með heilmiklum tilþrifum er meðal þess sem „sannir“ aðdáendur kínversku sci-fi bókanna láta helst fara í taugarnar á sér þar eð hann á bersýnilega að vera einskonar „comic relief“ eða „hláturgjafi“ í þáttunum en slíkt telja aðdáendurnir fullkominn óþarfa og raunar lýti á frásögninni.

Hvernig Liu Cixin reyndi að leysa þversögnina, það ætla ég hins vegar ekki að upplýsa. En gæti átt það til, og það jafnvel fyrr en síðar, að skoða hver eru helstu svörin sem vísindamenn hafa komið með við þessari aðkallandi spurningu:

Hvar eru allir?

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár