Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Baldur með langmesta stuðninginn

Pró­fess­or­inn Bald­ur Þór­halls­son nýt­ur lang­mest stuðn­ings þeirra for­setafram­bjóð­enda sem til­kynnt hafa að þeir gefi kost á sér. Um helm­ing­ur svar­enda í nýrri könn­un styðja hann.

Baldur með langmesta stuðninginn
Með forustu Baldur virðist hafa nokkuð afgerandi forustu í baráttunni um Bessastaði. Mynd: Golli

Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, nýtur stuðnings 56 prósent þeirra sem taka afstöðu í nýrri könnun Prósents þar sem spurt er um þá sem gefið hafa kost á sér í embætti forseta Íslands. Séu þeir taldir með sem ekki vita hvern þeir vilja styðja, mælist Baldur með stuðning 37 prósent allra.

Svarendur sem tóku afstöðuAf þeim sem tóku afstöðu í könnunni nýtur Baldur Þórhallsson fær Baldur Þórhallsson mestan stuðning.

Halla Tómasdóttir, sem einnig bauð sig fram árið 2016, er næst vinsælasti frambjóðandinn samkvæmt könnuninni. Alls segjast 23 prósent þeirra sem taka afstöðu með einhverjum frambjóðanda styðja Höllu í embættið. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi dómari og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur stuðnings 8 prósent. Athygli vekur að Ásdís Rán Gunnarsdóttir, sem ekki hefur gefið endanlega út um framboð þó hún safni meðmælum fólks, nýtur 5 prósenta stuðnings þeirra sem velja sér frambjóðanda. 

HeildarniðurstöðurEf þeir eru taldir með sem ekki vita hvern þeir vilja styðja mælist Baldur með stuðning 37 prósent allra. Halla kemur þar á eftir með 15 prósent.

Ástþór Magnússon, sem hefur reglulega reynt fyrir sér í forsetaframboði og er þjóðinni vel kunnur, nýtir stuðnings 3 prósenta aðspurðra. Þær Agniezka Solowska og Sigríður Hrund Pétursdóttir njóta hvor stuðnings 1 prósents aðspurðra. 

Aðrir ná ekki upp fyrir eina prósentið. 

Könnun Prósents var framkvæmd frá 20. til 27. mars og er byggð á svörum 1.950 einstaklinga, 18 ára og eldri. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Forsetakosningar 2024

Katrín niðurstaða flestra í Kosningaprófi Heimildarinnar
FréttirForsetakosningar 2024

Katrín nið­ur­staða flestra í Kosn­inga­prófi Heim­ild­ar­inn­ar

Katrín Jak­obs­dótt­ir lenti oft­ast í fyrsta sæti hjá þeim sem þreyttu Kosn­inga­próf Heim­ild­ar­inn­ar fyr­ir for­seta­kosn­ing­arn­ar 2024. Um fjórð­ung­ur þátt­tak­enda var oft­ast sam­mála fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráð­herr­an­um. Yf­ir 8.000 tóku próf­ið en svör bár­ust ekki frá Vikt­ori Trausta­syni eða Ást­þóri Magnús­syni.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár