Nanna Rögnvaldardóttir er svo ástsæll höfundur matreiðslubóka að hana þarf vart að kynna, auk þess að hafa slegið í gegn um síðustu jól með skáldsögunni Valskan. En spurð um starfstitil fyrir þetta viðtal um páskamatinn kveðst hún vera eldabuska. Skemmtilegt er þó að segja frá því að í kynningartexta Forlagsins fyrir verk Nönnu kemur fram að hún hafi þótt skelfilega vondur kokkur fram undir þrítugt. Svo allir hljóta að eiga sér von!
Spjallið hefst á að spyrja Nönnu hvað væri sniðugt fyrir einhleypa og jafnvel blanka foreldra að elda í páskamatinn. Hún nefnir þá kjúkling og kveðst sjálf gjarnan elda eitthvert fuglakjöt um páskana. „Önd eða kalkún, eitthvað slíkt. Eða bara kjúkling. Það er hægt að gera kjúkling hátíðlegan og það getur verið ágætt fyrir fólk sem hefur ekki of mikið á milli handanna því hann er ekki dýr.“
Athugasemdir