Þessi grein birtist fyrir rúmlega 12 mánuðum.

„Mér finnst að allir eigi að grínast rosalega með krossfestinguna þessa páska“

Kamilla Ein­ars­dótt­ir ætl­ar að grín­ast með kross­fest­ing­una þessa páska til að vernda mál­frels­ið og kveðst þannig styðja Berg­lindi Festi­val sem hafi mætt að­kasti fyr­ir að draga kross um Smáralind. Kamilla er ekki bara rit­höf­und­ur og bóka­vörð­ur held­ur líka sjálf­stætt for­eldri. Heim­ild­in leit­aði ráða hjá henni hvernig væri snið­ugt fyr­ir ein­hleypt fólk að hafa það huggu­legt en líka hösla um pásk­ana – ef þannig ligg­ur á því.

„Mér finnst að allir eigi að grínast rosalega með krossfestinguna þessa páska“
Kross „Mér finnst að allir eigi að grínast rosalega með krossfestinguna þessa páska því við verðum að standa með málfrelsinu. Berglind Festival var með eitthvað grín þar sem hún dró kross um Smáralind. Hún má alveg grínast með þetta eins og hún vill,” segir Kamilla Einarsdóttir í samtali um páskana; hefðir og hugaróra. Mynd: Golli

Þegar Kamilla var krakki tímdu foreldrar hennar aldrei að kaupa Stöð 2 – eða kannski höfðu þau bara ekki trú á því fyrir börn,“ dæsir Kamilla.

Þannig að páskarnir voru einu dagarnir sem við RÚV-krakkar gátum horft á sjónvarpið allan daginn. Við systurnar horfðum á allar biblíumyndirnar því RÚV sýndi þá langar, mjöööög langar myndir um þjáningu og upprisu Krists þessa daga. Við systur skildum aldrei alveg boðskapinn svo við fögnuðum mjög þegar Barrabas slapp. Lýðurinn valdi hann og við líka.

Og þá berst talið að málfrelsinu: Mér finnst að allir eigi að grínast rosalega með krossfestinguna þessa páska því við verðum að standa með málfrelsinu. Berglind Festival var með eitthvert grín þar sem hún dró kross um Smáralind. Hún má alveg grínast með þetta eins og hún vill. Prestshjón skrifuðu rosa grein og mættu í útvarpið til að gagnrýna þetta – og hvað …

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (10)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • ÁGS
    Ásgeir Grétar Sigurðsson skrifaði
    Hef ekki fengið kvartanir frá mínum uppkomnu börnum þó ég hafi hætt með stöð 2 fyrir 35 árum, enda kostaði hún 7.000 á mánuði, svipað og rafmagnið eða vatnið af raðhúsinu þá, + að ég hafði fréttir Stöðvar 2 áfram óruglaðar fyrir mig!
    Ekkert smá sem ég varð svo feginn þegar Þórhallur ruglaði fréttirnar á Stöð 2 líka 25 árum síðar, enda hvað í ósköpunum hafði ég að gera við 2 sett af sömu fréttum, bæði á RUV 1 og Stöð 2 ??
    0
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Það hefur verið óskráð reglal rithöfunda síðustu árþusundin að skopast ekki að þjáningunni, vegna þess að þá ertu komin vanda. Þú ert nauðbeygð til að útskýra þjáninguna áður en þú hefur verkið. Ef þér finnst endilega að þú þurfir að skopast að pyntingum, ættirðu að leggja pennann til hliðar.
    1
  • ADA
    Anna Dóra Antonsdóttir skrifaði
    Tvennt sem fólk ætti absolut að fá að hafa í friði: kynhneigð og trú.
    1
  • Steinar Harðarson skrifaði
    Er hægt annað en gera grín að hallærilegri þjóðsögu frá botni Miðjarðarhafs?
    0
    • HRS
      Heiðrún Rósa Sverrisdóttir skrifaði
      Það er reyndar ekki hallærisleg þjóðsaga að krossfesting var algeng aftökuaðferð. Afskaplega lítið fyndið hvað sem fólki finnst um kristni.
      0
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Brennir Kóraninn væntanlega? Eða ertu svona Gúmmí Tarsan
    -1
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Helgislepja og væmni er til að gera grín að.
    Einu skiptin sem ég verð fyrir áhrifum frá slíku er þegar Rás 1 hljóðnar 24.desember og svo annað kikk, þegar útvarpsþulur segir: Útvarp Reykjavík,Útvarp Reykjavík. Gleðileg jól!

    Hlustaði á Rás 2 á meðan Guðni Henningsson var með jólahugvekju, en skipti yfir á eittuna hálf sex til að missa ekki af þögninni.

    Ég ætla að skrifa það hjá mér að muna eftir að smíða kross fyrir næstu páska og gera meira grín en áður. Gæti gert þrjá og boðið fólki að hanga á þeim til skiptis😇
    0
    • ÆS
      Ævar Sigdórsson skrifaði
      Þú myndir væntanlega vera svona cool Í íran og brenna Kóraninn? Lifandi og skelfing ertu þunnur pappír :-(
      -2
  • Anna Óskarsdóttir skrifaði
    Áfram Kamilla
    1
  • JV
    Júlíus Valsson skrifaði
    Kamilla. Hefurðu gert grín að Islam?
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Helmingi dýrari matarkarfa eina ráðið við sjúkdómnum
2
Skýring

Helm­ingi dýr­ari mat­arkarfa eina ráð­ið við sjúk­dómn­um

„Við höf­um oft íhug­að mjög al­var­lega að flytja bara út af þessu,“ seg­ir Anna Gunn­dís Guð­munds­dótt­ir um þær hindr­an­ir sem fólk með selí­ak mæt­ir hér á landi. Dótt­ir henn­ar, Mía, er með sjúk­dóm­inn sem er ein­ung­is hægt að með­höndla með glút­en­lausu fæði. Mat­arkarfa fjöl­skyld­unn­ar hækk­aði veru­lega í verði eft­ir að Mía greind­ist. Þá er það þraut­in þyngri fyr­ir fólk með selí­ak að kom­ast út að borða, panta mat og mæta í mann­fögn­uði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Læknir á Landspítalanum lenti aldrei í sama vanda í Noregi
5
Á vettvangi

Lækn­ir á Land­spít­al­an­um lenti aldrei í sama vanda í Nor­egi

Frá­flæðis­vandi Land­spít­al­ans náði nýj­um hæð­um á síð­asta ári, segja flæð­is­stjór­ar. Elf­ar Andri Heim­is­son er lækn­ir á Land­spít­al­an­um sem hef­ur unn­ið bæði hér og í Nor­egi. Þar þyk­ir al­var­legt ef sjúk­ling­ur er leng­ur en fjóra tíma á bráða­mót­töku: „Ég lenti aldrei í því að við gæt­um ekki út­skrif­að sjúk­ling.“

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár