Á síðastliðnum áratug hafa fjórir fangelsisdómar vegna kynferðisbrota fyrnst. Voru dómarnir vegna blygðunarsemisbrota og kynferðisbrota gegn börnum yngri en 15 ára. Lengd þeirra var á bilinu níu mánuðir til tvö ár.
Þetta kom fram í skriflegu svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á dögunum.
Í svarinu kom enn fremur fram að auk kynferðisbrotanna hefði 31 ofbeldisbrot fyrnst á sama tímabili. Fangelsisdómarnir fyrir brotin voru á bilinu 4-24 mánuðir. Voru þeir vegna ofbeldis eða hótana í garð opinbers starfsmanns, líkamsárása og frelsissviptinga.
Niðurskurður og sinnuleysi stjórnvalda
Í samtali við Heimildina segir Þorbjörg að vilji dómstóla um að brotum fylgi fangelsisdómar gangi einfaldlega ekki eftir. „Ég vissi að ástæðan væri margra ára vanfjármögnun Fangelsismálastofnunar. Ég held að Fangelsismálastofnun hafi sætt niðurskurði í 21 ár samfleytt,“ segir Þorbjörg. Nefnir hún nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um alvarlegt ástand í fangelsum …
Athugasemdir