Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómar vegna kynferðisbrota gegn börnum hafa fyrnst: „Þetta er í mínum huga algjörlega óboðlegt“

Síð­ast­lið­inn ára­tug hafa fjór­ir dóm­ar fyr­ir kyn­ferð­is­brot, með­al ann­ars gegn börn­um yngri en 15 ára, fyrnst. Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir þetta al­gjör­lega óboð­legt. 31 dóm­ar fyr­ir of­beld­is­brot hafa fyrnst á sama tíma­bili.

Dómar vegna kynferðisbrota gegn börnum hafa fyrnst: „Þetta er í mínum huga algjörlega óboðlegt“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir „Kvennapólitískt ætti þetta að vera eitthvað sem ætti að vekja miklu miklu meiri viðbrögð að þetta gæti orðið staðan við meðferð kynferðisbrotamála.“ Mynd: Eyþór Árnason

Á síðastliðnum áratug hafa fjórir fangelsisdómar vegna kynferðisbrota fyrnst. Voru dómarnir vegna blygðunarsemisbrota og kynferðisbrota gegn börnum yngri en 15 ára. Lengd þeirra var á bilinu níu mánuðir til tvö ár. 

Þetta kom fram í skriflegu svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á dögunum. 

Í svarinu kom enn fremur fram að auk kynferðisbrotanna hefði 31 ofbeldisbrot fyrnst á sama tímabili. Fangelsisdómarnir fyrir brotin voru á bilinu 4-24 mánuðir. Voru þeir vegna ofbeldis eða hótana í garð opinbers starfsmanns, líkamsárása og frelsissviptinga.  

Niðurskurður og sinnuleysi stjórnvalda

Í samtali við Heimildina segir Þorbjörg að vilji dómstóla um að brotum fylgi fangelsisdómar gangi einfaldlega ekki eftir. „Ég vissi að ástæðan væri margra ára vanfjármögnun Fangelsismálastofnunar. Ég held að Fangelsismálastofnun hafi sætt niðurskurði í 21 ár samfleytt,“ segir Þorbjörg. Nefnir hún nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um alvarlegt ástand í fangelsum …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár