Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Tæplega tveggja ára biðlisti fyrir afplánun í fangelsi

Dæmi eru um að dóm­ar fyrn­ist vegna langr­ar bið­ar eft­ir afplán­un. Dóm­ar hafa þyngst en skort­ur er á rým­um fyr­ir afplán­un. Nú eru sam­tals 262 á boð­un­arlista Fang­els­is­mála­stofn­un­ar. Rík­is­end­ur­skoð­un hef­ur kall­að eft­ir úr­bót­um.

Tæplega tveggja ára biðlisti fyrir afplánun í fangelsi
Fangelsi Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt Fangelsismálastofnun fyrir skort á afplánunarrýmum. Hefur það haft í för með sér að dómar fyrnist á meðan fólk bíður afplánunar. Mynd: Golli

Á þriðja hundrað manns eru nú á biðlista eftir því að hefja afplánun í fangelsum landsins, eða 238 karlar og 24 konur. Þetta kemur fram í svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar.

Í svarinu kemur fram að meðalbiðtími eftir því að hefja afplánun sé næstum tvö ár, eða rúmlega eitt ár og tíu mánuðir. Þó er tekið fram að tíminn sem líður frá því að einstaklingur er boðaður til afplánunar og þangað til hún hefst sé ekki alltaf eiginlegur biðtími. 

Ýmsar umsóknir og frestir tefja

Dómsmálaráðherra segir þennan langa tíma meðal annars skýrast af því að flestir dómþolar sendi umsóknir um samfélagsþjónustu en oft er hægt að hefja afplánun með þeim hætti. Enn fremur getur fólk sótt um að afplánun sé frestað og beðið um endurupptöku á ákvörðun um synjun á samfélagsþjónustu. 

Tafir hljótast einnig af því þegar dómþolar vefengja ákvarðanir fangelsismálastofnunar til dómsmálaráðuneytisins. Öll …

Kjósa
1
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu