Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Dómar vegna kynferðisbrota gegn börnum hafa fyrnst: „Þetta er í mínum huga algjörlega óboðlegt“

Síð­ast­lið­inn ára­tug hafa fjór­ir dóm­ar fyr­ir kyn­ferð­is­brot, með­al ann­ars gegn börn­um yngri en 15 ára, fyrnst. Þor­björg Sig­ríð­ur Gunn­laugs­dótt­ir, þing­mað­ur Við­reisn­ar, seg­ir þetta al­gjör­lega óboð­legt. 31 dóm­ar fyr­ir of­beld­is­brot hafa fyrnst á sama tíma­bili.

Dómar vegna kynferðisbrota gegn börnum hafa fyrnst: „Þetta er í mínum huga algjörlega óboðlegt“
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir „Kvennapólitískt ætti þetta að vera eitthvað sem ætti að vekja miklu miklu meiri viðbrögð að þetta gæti orðið staðan við meðferð kynferðisbrotamála.“ Mynd: Eyþór Árnason

Á síðastliðnum áratug hafa fjórir fangelsisdómar vegna kynferðisbrota fyrnst. Voru dómarnir vegna blygðunarsemisbrota og kynferðisbrota gegn börnum yngri en 15 ára. Lengd þeirra var á bilinu níu mánuðir til tvö ár. 

Þetta kom fram í skriflegu svari Guðrúnar Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra við fyrirspurn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanns Viðreisnar, á dögunum. 

Í svarinu kom enn fremur fram að auk kynferðisbrotanna hefði 31 ofbeldisbrot fyrnst á sama tímabili. Fangelsisdómarnir fyrir brotin voru á bilinu 4-24 mánuðir. Voru þeir vegna ofbeldis eða hótana í garð opinbers starfsmanns, líkamsárása og frelsissviptinga.  

Niðurskurður og sinnuleysi stjórnvalda

Í samtali við Heimildina segir Þorbjörg að vilji dómstóla um að brotum fylgi fangelsisdómar gangi einfaldlega ekki eftir. „Ég vissi að ástæðan væri margra ára vanfjármögnun Fangelsismálastofnunar. Ég held að Fangelsismálastofnun hafi sætt niðurskurði í 21 ár samfleytt,“ segir Þorbjörg. Nefnir hún nýlega skýrslu Ríkisendurskoðunar um alvarlegt ástand í fangelsum …

Kjósa
5
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár