„Fyrirtækið er að 100 prósent leyti í minni eigu og stýrt af mér,“ sagði í tölvupósti frá fjárfestinum Örvari Kærnested, eins stofnenda breska veðlánafyrirtækisins Ortus Secured Finance, til tveggja stjórnenda lítils fjármálafyrirtækis sem hét Alfa-verðbréf í maí árið 2011, skömmu áður en það sameinaðist MP banka.
Í tölvupóstinum var Örvar að biðja Alfa-verðbréf að hafa aðkomu að því að stofna bankareikning fyrir félagið Fortown Corp í skattaskjólinu Tortólu sem hann sagði vera alfarið í sinni eigu. Tölvupóstinn sendi hann úr netfangi sínu hjá Ortus Capital, orvar@ortuscapital.co.uk. Þeir starfsmenn Alfa-verðbréfa sem fengu tölvupóstinn voru forstjórinn Sigurður Atli Jónsson og Brynjólfur Baldursson.
Með tölvupóstinum fylgdu skráningarskjöl um félagið á Tortólu, afrit af vegabréfi Örvars og einnig af vegabréfum þriggja stjórnarmanna í félaginu sem allir komu frá Panama. Félagið á Tortólu varð svo einn af hluthöfum Ortus Secured Finance ásamt meðal annars nokkrum öðrum félögum á lágskattasvæðum. Örvar hafði stofnað félagið á …
🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶🥶