Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Íslendingar yfir 15 þúsund færri en áður var talið

Fjöldi Ís­lend­inga var of­met­inn um ríf­lega 15 þús­und manns. Þetta er nið­ur­staða Hag­stofu Ís­lands sem hef­ur end­ur­bætt að­ferð sína við út­reikn­inga á mann­fjölda. Of­mat­ið má að mestu rekja til inn­flytj­enda inn­an Evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins.

Íslendingar yfir 15 þúsund færri en áður var talið
Fleiri karlar Samkvæmt Hagstofunni voru 196.552 karlar, 187.015 konur og 159 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins Mynd: Getty images

Samkvæmt nýju mati Hagstofu Íslands var mannfjöldi á Íslandi 383.726 þann 1. janúar 2024 og hafði íbúum fjölgað um 8.508 frá 1. janúar í fyrra, eða um 2,3%. Íslendingar eru því ekki orðir yfir 400 þúsund eins og Þjóðskrá greindi frá í febrúar en þar var miðað við fjölda einstaklinga með skráð lögheimili hér á landi.

Samkvæmt Hagstofunni voru 196.552 karlar, 187.015 konur og 159 kynsegin/annað búsett á landinu í upphafi ársins og fjölgaði körlum um 2,5% frá fyrra ári, konum um 2,0% og kynsegin/annað um 22,3%. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hagstofunni.

Ný aðferð við útreikninga

Hagstofa Íslands hefur endurbætt aðferð sína við útreikninga á mannfjölda. Hingað til hefur íbúafjöldi eingöngu byggt á skráningu lögheimilis í þjóðskrá. Ný aðferð byggir á breiðari grunni opinberra gagna; skattagögnum og nemendagögnum auk þjóðskrár.

Niðurstaðan er sú að 1. janúar 2024 hafi íbúar verið um 15.245 þúsund færri en eldri aðferð gaf til kynna og má það ofmat að mestu rekja til innflytjenda frá ríkjum innan evrópska efnahagssvæðisins. Þetta kemur fram í nýrri tilkynningu frá Hagstofunni. 

Meginástæða misræmis á milli fjölda einstaklinga með skráð lögheimili á Íslandi og metins íbúafjölda í landinu er sú að á sama tíma og ríkur hvati er til þess að skrá lögheimili hjá Þjóðskrá þegar flutt er hingað til lands er lítill sem enginn hvati til þess að tilkynna búferlaflutninga frá landinu.

Afleiðingin er sú að fjöldi fólks hefur flutt af landi brott án þess að tilkynna flutninginn til Þjóðskrár. Hvatinn til að skrá lögheimili hjá Þjóðskrá felst til að mynda í því að fá kennitölu, hafa aðgang að vinnumarkaði, stofna bankareikning og fá aðgang að heilbrigðis‐, mennta‐ og félagskerfum.

Fjöldi einstaklinga sem eru hluti ofmats var nokkuð jafn frá árinu 2011 til ársins 2018, fór hæst í 6.611 árið 2011 en var lægstur 5.849 árið 2017. Ofmetinn fjöldi íbúa jókst síðan stöðugt frá og með árinu 2019 og var kominn í 15.245 þúsund árið 2024. Hlutfall ofmats miðað við eldri aðferð er milli 1,7% og 2,1% íbúa frá 2011 til 2018 en stóð í 3,8% árið 2024.

Grafið hér að ofan  sýnir einstaklinga á vinnualdri, 20 til 64 ára. Þar sést að karlmenn með erlent ríkisfang eru stærstur hluti þeirra sem flokkaðir voru úr landi þrátt fyrir að hafa lögheimili á Íslandi.

Mikil fjölgun var í þessum hópi eftir árið 2018. Á sama tíma hófst samfelld aukning hjá konum með erlent ríkisfang á sama aldri, þó í minna mæli en hjá körlunum. Karlmenn með íslenskt ríkisfang á vinnualdri hafa sterkari tilhneigingu til þess að vera ranglega skráðir með lögheimili á Íslandi en konur með íslenskt ríkisfang á sama aldri en ofmat hefur nokkurn vegin staðið í stað á meðal einstaklinga með íslenskt ríkisfang á vinnualdri af báðum kynjum.

Lögheimilisskráning ekki lengur viðmiðið

Árið 2021 framkvæmdi Hagstofan manntal á Íslandi í samræmi við reglugerðir Evrópusambandsins eins og gert var í öðrum Evrópuríkjum og flestum löndum heims. Íslenska manntalið byggir á margs konar heimildum úr skráargögnum eins og annars staðar á Norðurlöndum en nánar er sagt frá aðferðum þess í greinargerð um manntal og húsnæðistal 1. janúar 2021. Þegar metinn fjöldi íbúa á Íslandi í manntalinu var borinn saman við fjölda þeirra sem voru með lögheimili á Íslandi kom í ljós að metinn fjöldi manntalsins var um það bil 10 þúsund færri en skráðir íbúar í landinu.

Lögheimilisskráning Þjóðskrár Íslands hefur hingað til legið til grundvallar mannfjöldatölum Hagstofunnar en niðurstöður manntalsins 2021 gáfu tilefni til að endurskoða þá aðferð. Með því að nýta skattagögn, nemendagögn af öllum skólastigum, auk upplýsinga úr þjóðskrá fengust góðar vísbendingar um það hverjir væru líklega búsettir erlendis þrátt fyrir að vera með skráð lögheimili á Íslandi.

Í ljós kom að munurinn hefur farið vaxandi frá því síðasta manntal var gert, og í raun frá árinu 2018, og var þann 1. janúar 2024 kominn upp í 15.245.

Hér má nálgast greinargerð um nýja aðferð Hagstofunnar við útreikningana. 

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • EBS
    Elías Bragi Sólmundarson skrifaði
    Árni og Páll gátu þetta árið 1703. Þá vorum við 50358.
    0
  • JA
    Jón Arnarson skrifaði
    Er þetta hluti af frjálshyggju Sjálfstæðisflokksins??
    Ótrúlega stór skekkja - í ekki stærra samfélagi en við erum talin vera!!
    -1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
2
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
5
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár