Við erum stödd í Norðurljósasal Hörpu á úrslitakvöldi Músiktilrauna 2024 sem hefst að þessu sinni klukkan 17.00. Það er eins og þessi hljómsveitakeppni sé búin að vera að sækja í sig veðrið síðustu ár. Ólafur Páll kynnir hefur réttilega bent á að í ár keppi 43 hljómsveitir um að komast í úrslit en á meðan heimsfaraldur geisaði og árin á eftir hafi aðeins dregið úr umsóknum, sem fóru þó aldrei niður fyrir rúmlega þrjátíu.
Keppnin var fyrst haldin árið 1982 í félagsmiðstöðinni Tónabær að áeggjan Jóhanns G. Jóhannssonar tónlistarmanns og hefur hann því árlega bein áhrif á íslenskt grasrótartónlistarlíf. Hún hefur tvisvar fallið niður: Einu sinni í kennaraverkfalli og svo Covid-árið 2020. Keppnin er því 42 ára gömul en þetta eru samt fertugustu Músiktilraunirnar. Sumir mæta alltaf en fleiri og fleiri eru að átta sig á því hversu góð skemmtun þetta er því það er uppselt. Meira að segja þau …
Athugasemdir