Eldgosið gæti haldið lengi áfram

Að mati jarð­eðl­is­fræð­ings bend­ir margt til þess að jarð­hrær­ing­arn­ar norð­an Grinda­vík­ur séu mjög áþekk­ar þeim at­burð­um sem urðu á sama stað fyr­ir 2.400 ár­um og mynd­uðu Sund­hnjúka­hraun. Þá rann hraun til sjáv­ar.

Eldgosið gæti haldið lengi áfram
Gos í Sunhnjúkagígum Hraun rann að Grindavík í eldgosinu sem nú stendur yfir en varnargarðar vörnuðu því að það færi yfir bæinn. Ef gosið heldur áfram um hríð gæti það náð til sjávar. Mynd: Björn Oddsson/almannavarnir

Það er margt sem bendir til þess að jarðhræringarnar sem nú eiga sér stað norðan Grindavíkur séu mjög áþekkar þeim atburðum sem urðu á sama stað fyrir um 2400 árum, að mati Ólafs Flóvenz, jarðeðlisfræðings og fyrrverandi forstjóra ÍSOR. „Þá myndaðist sigdalur í gegnum Grindavík og allstór eldgos urðu sem mynduðu Sundhnúksgígaröðina og víðáttumikla hraunbreiðu. Hraunið rann m.a. eftir sigdalnum til sjávar í Grindavík og langt norður fyrir Stóra-Skógfell,“ skrifar Ólafur í færslu á Facebook-síðu sinni.

Í færslunni, sem má sjá hér að neðan, birtir Ólafur mynd sem hann tók ofan af Þorbirni sumarið 2020, yfir svæðið sem nú er að gjósa á. Á myndinni sést hluti af Sundhnúksgígaröðinni austur af Sýlingafelli „en einmitt þar er eldgosið núna og virðist vera að mynda aðra eins gígaröð á þessum slóðum,“ skrifar Ólafur. Í baksýn sést Fagradalsfjall og norður af því hin mikla dyngja, Þráinsskjöldur. Hún myndaðist í lok ísaldar fyrir um …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Reykjaneseldar

„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár