Bankasýsla ríkisins og umsjón stjórnvalda með eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum landsins voru áberandi umræðuefni í ræðum þingmanna í dag.
Í störfum þingsins vöktu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar máls á nýlegum fréttum um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM frá Kviku banka og sömuleiðis viðbrögð ráðherra við þeim viðskiptum. En viðskiptin virðast hafa komið ráðherrum ríkisstjórnarinnar á óvart.
Þá sérstaklega Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, sem lýsti sig mótfallna viðskiptunum skömmu eftir að tilkynnt var um þau á sunnudaginn.
Í ræðu sinni gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðherra í aðdraganda viðskiptanna.
„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram og enn þarf fólkið í landinu að horfa upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“
Taldi Jóhann Páll að ráðherra hefði átt að upplýsa hluteigandi aðila um afstöðu sína til kaupanna með skýrum …
Athugasemdir