Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar voru harð­orð­ir í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og um­sjón henn­ar með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins á Al­þingi í dag. Vöktu þing­menn máls á ný­leg­um frétt­um af kaup­um Lands­bank­ans á Trygg­inga­mið­stöð­inni og við­brögð­um fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í kjöl­far­ið. En ráð­herra sagð­ist vera mót­fall­in við­skipt­un­um og sagði þau ekki í takti við eig­enda­stefnu rík­is­ins.

„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar , Jóhann Páll Jóhannsson og Inga Sæland voru harðorð í garð ríkistjórnarinnar og sögðu stjórnleysi einkenna umsýslu ríkisins á eignarhlutum sínum í fjármálageiranum

Bankasýsla ríkisins og umsjón stjórnvalda með eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum landsins voru áberandi umræðuefni í ræðum þingmanna í dag.

Í störfum þingsins vöktu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar máls á nýlegum fréttum um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM frá Kviku banka og sömuleiðis viðbrögð ráðherra við þeim viðskiptum. En viðskiptin virðast hafa komið ráðherrum ríkisstjórnarinnar á óvart.

Þá sérstaklega Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, sem lýsti sig mótfallna viðskiptunum skömmu eftir að tilkynnt var um þau á sunnudaginn.  

Í ræðu sinni gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðherra í aðdraganda viðskiptanna.

„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram og enn þarf fólkið í landinu að horfa upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“

Taldi Jóhann Páll að ráðherra hefði átt að upplýsa hluteigandi aðila um afstöðu sína til kaupanna með skýrum …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár