Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram“

Þing­menn stjórn­ar­and­stöð­unn­ar voru harð­orð­ir í garð rík­is­stjórn­ar­inn­ar og um­sjón henn­ar með fjár­mála­fyr­ir­tækj­um í eigu rík­is­ins á Al­þingi í dag. Vöktu þing­menn máls á ný­leg­um frétt­um af kaup­um Lands­bank­ans á Trygg­inga­mið­stöð­inni og við­brögð­um fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra í kjöl­far­ið. En ráð­herra sagð­ist vera mót­fall­in við­skipt­un­um og sagði þau ekki í takti við eig­enda­stefnu rík­is­ins.

„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram“
Þingmenn stjórnarandstöðunnar , Jóhann Páll Jóhannsson og Inga Sæland voru harðorð í garð ríkistjórnarinnar og sögðu stjórnleysi einkenna umsýslu ríkisins á eignarhlutum sínum í fjármálageiranum

Bankasýsla ríkisins og umsjón stjórnvalda með eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum landsins voru áberandi umræðuefni í ræðum þingmanna í dag.

Í störfum þingsins vöktu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar máls á nýlegum fréttum um kaup Landsbankans á tryggingafélaginu TM frá Kviku banka og sömuleiðis viðbrögð ráðherra við þeim viðskiptum. En viðskiptin virðast hafa komið ráðherrum ríkisstjórnarinnar á óvart.

Þá sérstaklega Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, fjármála- og efnahagsráðherra, sem lýsti sig mótfallna viðskiptunum skömmu eftir að tilkynnt var um þau á sunnudaginn.  

Í ræðu sinni gagnrýndi Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vinnubrögð fjármála- og efnahagsráðherra í aðdraganda viðskiptanna.

„Bankafarsi ríkisstjórnarinnar heldur áfram og enn þarf fólkið í landinu að horfa upp á stjórnleysi og samskiptaleysi þegar kemur að umsýslu eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum.“

Taldi Jóhann Páll að ráðherra hefði átt að upplýsa hluteigandi aðila um afstöðu sína til kaupanna með skýrum …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár