Ég heiti Sæmundur Andrésson og við erum í Garðastræti. Ég er að vinna við hús hérna, gera við þakið. Ég hef gert við þök í 35 ár eða svo. Mér efst í huga síðustu daga hefur verið bara lífið og tilveran, hálfvitar í heiminum og vitleysingar sem stjórna. Einhverjir sérstakir vitleysingar eða hálfvitar? Eigum við nokkuð að nefna þá þar sem við stöndum hérna í Garðastrætinu.
Það er ekkert eitt sem mótaði mig. Mótumst við ekki öll af því sem kemur fyrir? Það er margt sem kemur upp og fer í hringi. Er það ekki alltaf það sem er næst manni sem kemur fyrst? Hvernig var ég sem barn? Ég hef örugglega verið hundleiðinlegur, eigum við ekki að ganga út frá því? Þá getum við verið skemmtileg allt upp frá því.
Hvað langaði mig að verða þegar ég yrði stór? Ég hef verið að spyrja mig að þessu núna í …
Athugasemdir