Þessi grein birtist fyrir rúmlega 8 mánuðum.

Safna páskaeggjum fyrir fátækar fjölskyldur

Formað­ur og vara­formað­ur Hjálp­ar­kokka þekkja það sjálf­ar af eig­in raun að lifa við fá­tækt og hvað það get­ur ver­ið erfitt að biðja um að­stoð. Fé­lag­ið stend­ur nú fyr­ir söfn­un páska­eggja fyr­ir fá­tæk­ar fjöl­skyld­ur. „Við þekkj­um það að for­eldr­ar sem að búa í fá­tækt hafa ekki alltaf efni á því að gefa börn­un­um sín­um páska­egg.“

Safna páskaeggjum fyrir fátækar fjölskyldur
Hildur Oddsdóttir og Birna Kristín Sigurjónsdóttir þekkja af eigin raun fáttækt og hversu erfitt það getur verið að leita aðstoðar. Mynd: Golli

„Ég var bara rosa brotin,“ sagði Birna Kristín Sigurjónsdóttir, varaformaður Hjálparkokka, um eitt af fyrstu skiptunum sem hún leitaði til Hjálparkokka eftir aðstoð. Hún fór ásamt dóttur sinni að sækja páskaegg. „Þegar þær komu var dóttir hennar rosalega feimin,“ sagði Hildur Oddsdóttir, formaður Hjálparkokka. Hildur fór með dóttur Birnu að borði hlaðið páskaeggjum. „Ég spurði hana „hvernig egg vilt þú?“ Það tók smá tíma þangað til að hún valdi sér egg með bleikum unga.“

Hjálparkokkar var stofnað 2016 af Hildi. Hún rakst á umræðu á Facebook um skógjafir. „Ég hugsaði sjálf, þar sem ég hef verið í þessari stöðu í mörg ár og veit hvað það er erfitt að kaupa bara fyrir eitt barn, hvað þá fjögur börn.“ Skógjafir eru 13 talsins á hvert barn og því getur reynst erfitt fyrir foreldra í fátækt að hafa efni á 13 skógjöfum fyrir hvert barn í stórum fjölskyldum. Hildur er einstæð móðir og öryrki.

Verkefnið hefur stækkað og árið 2020 urðu Hjálparkokkar að formlegu félagi. Eitt árið fékk Hildur gefinn kassa af páskaeggjum þannig þá fékk hún þá hugmynd að safna einnig páskaeggjum. „Við þekkjum það að foreldrar sem að búa í fátækt hafa ekki alltaf efni á því að gefa börnunum sínum páskaegg.“

Sögðu þær Hildur og Birna að það að vinna í félaginu væri þeirra leið til að gefa til baka.

Taka á móti fólki í heimahúsiÍ hlýlegri íbúð í Breiðholtinu skapa þær í Hjálparkokkum góðan anda. Lýsa þær því hvernig það léttir á taugum þeirra sem leita til þeirra að mæta og finna fyrir hlýju viðmóti.

Þekkja þetta af eigin raun

Birna er einstæð móðir og öryrki „þannig ég hef þurft að leita aðstoðar hjá Mæðrastyrksnefnd og Kirkjunni og svoleiðis. Ég hafði heyrt af Hjálparkokkum en einmitt var ekki búin að kynna mér það almennilega fyrr en sameiginleg vinkona okkar benti mér á, spurði bara „þarftu ekki páskaegg fyrir stelpurnar?““

„Það er svo oft þannig að við þorum ekki að biðja um einhvern óþarfa. Ég til dæmis hef alltaf verið mjög treg við að leita aðstoðar Mæðrastyrksnefndar nema fyrir jólin.“ Birna upplifði að hún vildi ekki vera að taka af öðrum. „Þetta er svo einkennandi fyrir þá sem eru í fátækt.“

Birna sagði það gerast oft að þær þurfi að bjóða fólki aðstoðina „því þau eiga erfitt með að biðja um hana sjálf.“ Hjálparkokkar leggja ríka áherslu á að mæta fólki eins og það er og bera virðingu fyrir fólki. „Maður veit það sjálfur, því núna er ég búin að glíma við fátækt mjög lengi og ólst upp við þetta,“ sagði Hildur. „Við erum að mæta á hjálparstofnanir og það var þetta kalda viðkoma.“

Stoltar af þeim sem leita til Hjálparkokka

„Oft sér maður að þegar fólk er að koma til okkar að þá á það auðvelt með að koma aftur. Við erum rosalega stoltar af þeim sem koma til okkar og biðja um hjálp. Við vitum að það er ótrúlega erfitt,“ sagði Birna.

„Maður sér svo vel þegar fólk er að koma í fyrsta skiptið. Þau eru alveg geðveikt stíf. Margir hafa verið út í bíl grátandi áður en þau gátu peppað sig í að koma inn og fá aðstoðina. Svo bara að sjá hvernig það slaknar á þeim þegar þau koma inn, bara svona „já okey þetta er ekki eins slæmt og ég bjóst við.“ Við höfum fengið rosalega erfiðar sögur frá fólki sem hefur þurft að leita sér einhvers staðar annars staðar aðstoðar og hefur fengið skítkast og leiðindi á mörgum stöðum. Þannig þetta er rosalega erfitt fyrir fólk að biðja um þessa hjálp.“

Söfnunin þeirra fer fram í heimahúsi. Þannig tekst þeim að skapa hlýtt viðmót og góðan anda fyrir þá sem leita til Hjálparkokka. „Þú getur lesið einhverjar tölfræðitölur um fátækt og reynt að kynna þér málið og svoleiðis en ef maður hefur ekki verið í stöðunni sjálfur þá þekkir maður tilfinninguna ekki alveg á bak við það. Ég held að það sé alveg eitthvað sem þiggjendur finna alveg.“

Söfnunin

„Starfsfólk Landspítalans hefur verið duglegt að gefa páskaeggin sín,“ sagði Hildur. Óskalistinn lengist á hverjum degi.

Páskaeggjasöfnunin nær yfir allt land. „Þörfin er út um allt land, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu.“ Inn á Facebook hóp Hjálparkokka má finna lista yfir þau páskaegg sem þeim vantar í söfnunina en hann lengist á hverjum degi. Hjálparkokkar taka einnig við hvaða eggjum sem er og frjálsum framlögum.

Kjósa
12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
4
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Hann sagðist ekki geta meir“
1
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Síðasta tilraun Ingu Sæland
3
ViðtalFormannaviðtöl

Síð­asta til­raun Ingu Sæ­land

Flokk­ur fólks­ins var stofn­að­ur til að út­rýma fá­tækt á Ís­landi, sem Inga Sæ­land, formað­ur flokks­ins, þekk­ir af eig­in raun. Hún boð­ar nýtt hús­næð­is­kerfi með fyr­ir­sjá­an­leika og nið­ur­skurð í öllu því sem heita að­gerð­ir gegn lofts­lags­breyt­ing­um. Græn­asta land í heimi eigi að nota pen­ing­ana í heil­brigðis­kerfi og aðra inn­viði sem standi á brauð­fót­um.
Svanhildur Hólm með áberandi minnsta reynslu af utanríkismálum
6
Fréttir

Svan­hild­ur Hólm með áber­andi minnsta reynslu af ut­an­rík­is­mál­um

Ljóst er að Svan­hild­ur Hólm, sendi­herra í Banda­ríkj­un­um, sker sig úr hópi koll­ega sinna frá Norð­ur­lönd­un­um hvað varð­ar tak­mark­aða reynslu á vett­vangi ut­an­rík­is­mála. Stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd bíð­ur enn svara frá ut­an­rík­is­ráðu­neyt­inu um vinnu­brögð ráð­herra við skip­un á sendi­herr­um í Banda­ríkj­un­um og Ítal­íu.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
3
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
4
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár