Innflæði úr dýpri kvikugeymslunni, sem er á 10 til 15 kílómetra dýpi, inn í grynnri kvikugeymsluna, sem er á 4 til 5 kílómetra dýpi hefur helmingast. „Fræðin segja okkur að kvika getur ekki lengur viðhaldið risi um sprungu í skorpunni ef flæðið fellur niður fyrir 2-3 rúmmetra á sekúndu,“ þetta kemur fram á Facebook-síðu Rannsóknargreiningu í eldfjallafræði og náttúruvá við Háskóla Íslands.
Umbrotin á Sundhnúkagígaröðinni gætu tekið enda innan eins til tveggja mánaða ef það heldur áfram að draga úr innflæði inn í grynnri kvikugeymsluna með þessum hraða. Ef að hraðinn helst sá sami og hann er núna mun flæðið falla „niður fyrir þrjá rúmmetra á sekúndu eftir um það bil mánuð (þ.e., ~27 daga) og niður fyrir 2 rúmmetra á sekúndu innan tveggja mánaða (þ.e., ~52 daga).“
Athugasemdir