Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Tæpur helmingur landsmanna andsnúinn þátttöku í Eurovision

Sam­kvæmt ný­legri könn­un sem mark­aðs­rann­sókn­ar­fyr­ir­tæk­ið Pró­sent fram­kvæmdi eru 46 pró­sent lands­manna and­víg­ir þátt­töku Ís­lands í Eurovisi­on í ár. 31 pró­sent svar­enda sögð­ust hlynnt þátt­töku Ís­lands með lagi Heru Bjark­ar. Nið­ur­stöð­ur könn­un­ar­inn­ar ríma ekki við úr­slit­in úr ein­vígi Söngv­akeppn­inn­ar.

Tæpur helmingur landsmanna andsnúinn þátttöku í Eurovision
Samkvæmt mælingum Prósent eru 46 prósent landsmanna andvígir því að senda Heru Björk út til þess að taka þátt í Eurovision í Malmö Mynd: RÚV

Samkvæmt nýlegri viðhorfskönnun sem markaðsrannsóknarfyrirtækið Prósent lét framkvæma nýlega eru 46 prósent landsmanna mótfallin því Ísland taki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. 

Afstaða til þátttöku Íslands í Eurovision í ár

Könnunin var framkvæmd dagana 8. til 14. mars og voru landsmenn  meðal annars spurðir út í viðhorf sín gagnvart sigurlagi Söngvakeppninnar, Scared of Heights í flutningi Heru Bjarkar og hvort þetta hefði verið lagið sem landsmenn hefðu viljað sjá sigra einvígið í úrslitum Söngvakeppninnar. Þá var einnig lagt mat á þátttöku í kosningum á úrslitakvöldinu. 

Niðurstöður könnunarinnar er um margt forvitnilegar og virðast ekki vera í takt við úrslit Söngvakeppninnar. 42 prósent svarenda hefðu viljað að Wild West með Bashar Murad hefði borið sigur úr býtum í keppninni, en 38 prósent studdu Heru Björk. Það vekur einnig athygli hve stór hluti svarenda sögðust vilja að hvorugt lagið hefði unnið, heil 21 prósent.  

Samkvæmt þessari könnun vildu fleiri að Bashar færi með sigur

Aldur, kyn og fjárhagsstaða lituðu kosningarnar

Í könnuninni var einnig skráður niður aldur, kyn og fjárhagsstaða svarenda. Þegar svör þátttakenda eru skoðuð út frá þessum þáttum má glöggt sjá skoðanamun milli kynslóða. Flestir á aldursbilinu 18 til 24 ára hefðu viljað að Bashar hefði unnið, eða um 73 prósent. Hins vegar vildu aðeins 15 prósent svarenda eldri en 65 ára að Bashar bæri sigur úr býtum.  

Viðhorf þátttakenda eftir aldri

Mikill meirihluti svarenda sögðust ekki hafa tekið þátt í kosningum í úrslitum Söngvakeppninnar, en samkvæmt könnuninni sögðust 23 prósent svarenda hafa kosið á úrslitakvöldinu. 

Þegar kosningaþátttaka er skoðuð út frá aldri og fjárhagsstöðu sést einnig skýr munur. Aðeins 11 prósent svarenda á aldursbilinu 18 til 24 ára tóku þátt í kosningunum. Til samanburðar tók fjórðungur þeirra sem eru 65 ára og eldri þátt í kosningunum. Hæsta kosningahlutfallið var meðal einstaklinga á milli 35 til 44 ára.

Þá var líka marktækur munur í kosningaþátttöku eftir tekjubili. 15 prósent þeirra sem voru með minna en 400 þúsund krónur í mánaðartekjur kusu á umræddu kvöldi. Það hlutfall var helmingi hærra á meðal einstaklinga sem eru með milljón krónur eða hærra í mánaðarlaun. 

Þeir sem eru á hærra tekjubili voru líklegri til þess að greiða atkvæði

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Þetta var eins og það væri verið að taka af mér barnið mitt“
1
Fréttir

„Þetta var eins og það væri ver­ið að taka af mér barn­ið mitt“

Ásta María H. Jen­sen seg­ir það hafa ver­ið mik­ið áfall þeg­ar hunda­rækt­andi mætti á heim­ili henn­ar og tók af henni hvolp sem hún hafði keypt. Ástæð­an var sú að rækt­and­inn hafði frétt að Ásta væri með geð­sjúk­dóm og treysti henni ekki leng­ur fyr­ir hund­in­um. Kær­u­nefnd vöru- og þjón­ustu­kaupa komst að þeirri nið­ur­stöðu að þessi fyr­ir­vara­lausa rift­un selj­and­ans hafi ver­ið ólög­mæt en Ásta fékk eng­ar bæt­ur, og held­ur ekki hvolp­inn sinn til baka
Endalokin eru ekki í ruslatunnunni
4
ViðtalLoftslagsvá

Enda­lok­in eru ekki í rusla­tunn­unni

Sjálf­bærni er meg­in­stef í lífi Hrefnu Bjarg­ar Gylfa­dótt­ur, teym­is­þjálfa hjá Mar­el. Sem barn fannst henni skrít­ið að henda hlut­um í rusl­ið, það áttu ekki að vera enda­lok­in. Sjálf­bærni­veg­ferð Hrefnu Bjarg­ar hófst með óbilandi áhuga á end­ur­vinnslu. Hún próf­aði að lifa um­búða­lausu lífi sem reynd­ist þraut­in þyngri en hjálp­aði henni að móta eig­in sjálf­bærni.
Yazan og fjölskylda ekki flutt úr landi
7
Fréttir

Yaz­an og fjöl­skylda ekki flutt úr landi

„Mið­að við þann tím­aramma sem al­mennt er gef­inn til und­ir­bún­ings er ljóst að ekki verð­ur af flutn­ingi fjöl­skyld­unn­ar að svo komnu þar sem frá og með næst­kom­andi laug­ar­degi, þann 21. sept­em­ber, mun fjöl­skyld­an geta ósk­að eft­ir efn­is­legri með­ferð um­sókn­ar sinn­ar um al­þjóð­lega vernd hér á landi,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá rík­is­lög­reglu­stjóra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár