Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Kynþáttahatur og afmennskun í Söngvakeppni

Þátt­taka Bashars Murad í Söngv­akeppni sjón­varps­ins hratt af stað mik­illi um­ræðu í sam­fé­lag­inu sem spegl­aði að mörgu leyti þá miklu skaut­un í við­horf­um gagn­vart inn­flytj­end­um og flótta­fólki á Ís­landi í dag. Krist­ín Lofts­dótt­ir, pró­fess­or í mann­fræði við Há­skóla Ís­lands, seg­ir að þær fjöl­mörgu for­dóma­fullu at­huga­semd­ir sem birt­ust víða á sam­fé­lags­miðl­um sýni að kyn­þátta­for­dóm­ar þríf­ist enn á Ís­landi.

Kynþáttahatur og afmennskun í Söngvakeppni
Þátttaka Bashars vakti hörð viðbrögð meðal margra en gagnrýnin byggði gjarnan á þjóðerni og menningarlegum bakgrunn hans Mynd: Golli

Geitariðill að góla, handklæðahaus, rusl fyrirbæri, útlendingur, þetta. Allt eru þetta orð sem voru notuð til þess að lýsa þátttakanda í Söngvakeppninni af palestínskum uppruna, Bashar Murad. Í umræðum sem sköpuðust vegna þátttöku hans var mikil áhersla lögð á að hann væri útlendingur, arabi og múslimi: „Mússalingur,“ eins og sumir kölluðu það. „Það hefði verið niðurlægjandi fyrir þjóðina ef sérstaklega innfluttur feðramaður hefði unnið af pólitískum ástæðum sem snerta Ísland ekki á nokkurn hátt. Ferðamaður sem hefur ekki einu sinni atvinnuleyfi á landinu,“ skrifaði einn sem sagðist hafa kjánahroll yfir samlöndum sínum sem studdu Bashar og lauk athugasemdinni með þeim orðum að það væri gott að „ruglaða fólkið hafði ekki betur“.

Ákveðinn hópur talaði fyrir því að Íslendingar ættu að velja íslenskt. „Ég vona að Íslendingar kjósi íslenskt.“

Einhver metnaðarfullur birti mynd af hvítklæddri íslenskri valkyrju með víkingahjálm og skjöld með mynd af íslenska fánanum sparka svíni með höfuðklæði og …

Kjósa
28
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Kalla Karlsdóttir skrifaði
    Það er óhætt að segja að ykkur þarna á þessu blaði leiðist ekki að endurbirta þessi ummæli sem koma á fésbókina svo allir lesendur blaðsins missi nú örugglega ekki af þeim.. Sveiattan....
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
4
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár