Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Hætta á áfallastreituröskun hjá Grindvíkingum

Sál­fræð­ing­ur hjá Rauða kross­in­um seg­ir að eft­ir mjög al­var­lega og langvar­andi at­burði eins og jarð­hrær­ing­ar og rým­ingu í Grinda­vík sé hætta á áfall­a­streiturösk­un hjá fólki.

Hætta á áfallastreituröskun hjá Grindvíkingum
Stuðningur Elfa Dögg, sálfræðingur hjá Rauða krossinum, hefur verið að störfum í þjónustumiðstöðinni í Tollhúsinu frá því hún var opnuð, skömmu eftir atburðina í Grindavík í byrjun nóvember í fyrra. Mynd: Golli

„Það má alveg gera ráð fyrir því að í sumum tilfellum verði langtíma afleiðingar sem eigi eftir að koma í ljós og við þurfum að vera viðbúin því,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri hjá Rauða krossinum, sem hefur rætt við hundruð Grindvíkinga síðustu mánuði. „Við sjáum það að fólk sem hefur orðið fyrir áföllum fyrr á lífsleiðinni og jafnvel í tengslum við eitthvað svipað, þetta triggerar fyrri áföll. Þannig að við þurfum að vera tilbúin að mæta því þannig að fólk geti leitað stuðnings vegna þess.“

Yfir 3.400
símtöl hafa borist í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, frá því í fyrra vegna Grindavíkur.

Þegar risastórir atburðir verða, líkt og rýming í Grindavík í kjölfar mikilla hamfara sem ekki sér enn fyrir endann á, verður fólk fyrir áfalli sem getur þegar í stað haft bæði hugræn og líkamleg áhrif. Oft nær fólk að koma sér sjálft á …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Sjá meira

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Raunir Grindvíkinga

Enn inni í myndinni að kaupa einingahús fyrir Grindvíkinga
FréttirRaunir Grindvíkinga

Enn inni í mynd­inni að kaupa ein­inga­hús fyr­ir Grind­vík­inga

Nokk­ur fjöldi íbúða er enn í boði fyr­ir Grind­vík­inga hjá óhagn­að­ar­drifn­um leigu­fé­lög­um og tölu­verð­ur fjöldi til við­bót­ar í boði fyr­ir þá á Leigu­torgi. Ágætt fram­boð er auk þess á til­bún­um bygg­ing­ar­lóð­um. Inn­viða­ráðu­neyt­ið seg­ir að m.a. í ljósi þessa þurfi að meta sér­stak­lega hvort þörf sé á frek­ari kaup­um á hús­næði fyr­ir Grind­vík­inga.
Erum eiginlega að byrja upp á nýtt
FréttirRaunir Grindvíkinga

Er­um eig­in­lega að byrja upp á nýtt

Enda­laus­ar áhyggj­ur af fötl­uð­um syni og aldr­aðri móð­ur hafa ein­kennt mán­uð­ina fjóra sem liðn­ir eru síð­an hár­greiðslu­meist­ar­inn Guð­rún Kristjana Jóns­dótt­ir, Lillý, flúði Grinda­vík. Fjöl­skyld­an ætl­ar ekki að flytja þang­að aft­ur. „Það gerð­ist eitt­hvað innra með mér þeg­ar mað­ur­inn féll of­an í sprung­una,“ seg­ir hún. Sprung­an sem klauf svo íþrótta­hús­ið, ann­að heim­ili sona henn­ar, gerði að end­ingu út­slag­ið.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár