„Það má alveg gera ráð fyrir því að í sumum tilfellum verði langtíma afleiðingar sem eigi eftir að koma í ljós og við þurfum að vera viðbúin því,“ segir Elfa Dögg S. Leifsdóttir, sálfræðingur og teymisstjóri hjá Rauða krossinum, sem hefur rætt við hundruð Grindvíkinga síðustu mánuði. „Við sjáum það að fólk sem hefur orðið fyrir áföllum fyrr á lífsleiðinni og jafnvel í tengslum við eitthvað svipað, þetta triggerar fyrri áföll. Þannig að við þurfum að vera tilbúin að mæta því þannig að fólk geti leitað stuðnings vegna þess.“
Yfir 3.400
Þegar risastórir atburðir verða, líkt og rýming í Grindavík í kjölfar mikilla hamfara sem ekki sér enn fyrir endann á, verður fólk fyrir áfalli sem getur þegar í stað haft bæði hugræn og líkamleg áhrif. Oft nær fólk að koma sér sjálft á …
Athugasemdir