Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Gætu nýtt rússneskar eignir til að fjármagna stríðsrekstur Úkraínu

Evr­ópu­sam­band­ið skoð­ar nú að gera hagn­að af fryst­um rúss­nesk­um eign­um í Evr­ópu upp­tæk­an og nota hann til að fjár­magna stríð­ið í Úkraínu. Upp­hæð­in gæti ver­ið um 534 millj­arð­ar króna í ár.

Gætu nýtt rússneskar eignir til að fjármagna stríðsrekstur Úkraínu

Evrópusambandið gæti gert 27 milljarða evra, eða því sem nemur fjórum billjónum íslenskra króna, af frystum eignum rússneska ríkisins og notað peningana til að fjármagna stríðið í Úkraínu. 

Að sögn The Guardian er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tilbúin að leggja fram frumvarp þess efnis fyrir aðildarríki sambandsins bráðlega, jafnvel fyrir fund forsætisráðherra þeirra í Brussel næstkomandi fimmtudag.

Um 300 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 41 billjón króna, í eigu rússneska seðlabankans hafa verið frystir á Vesturlöndum. Eignirnar samanstanda mestmegnis af erlendum gjaldeyri, gulli og ríkisskuldabréfum.  

The Guardian hefur eftir háttsettum embættismanni innan ESB að innistæður sem geymdar eru í Evrópu muni skila af sér 15 til 20 milljörðum punda í hagnað árin 2024–2027. Eru það á milli 2,6 og 3,5 billjónir króna. Talið er að innistæðurnar muni skila því sem nemur 356 til 534 milljörðum króna í hagnað árið 2024. Peningarnir gætu síðan farið beint til Úkraínu. 

Embættismenn ESB eru vongóðir um …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Þessa reglu ber að festa í alþjóðalög: Sú þjóð sem ræðst á aðra fullvalda þjóð skal borga fullar skaðabætur meðan á átökum stendur og einnig eftir að þeim linnir. Þær skaðabætur skulu vera óafturkræfar enda eru þær óháðar því hvernig átökunum lyktar
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    þjófar . . .
    -1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ekki spurning!
    Borðleggjandi dæmi.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
4
Vettvangur

Til Græn­lands á gam­alli eik­ar­skútu

Ittoqqortoormiit á aust­ur­strönd Græn­lands er eitt af­skekkt­asta þorp í heimi. Þang­að liggja eng­ir veg­ir og til að kom­ast í þorp­ið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hunda­sleð­um frá flug­vell­in­um sem er í 60 kíló­metra fjar­lægð. Yf­ir há­sumar­ið er hægt að sigla þang­að en Ittoqqortoormiit er við mynni Scor­es­bysunds sem er stærsta fjarða­kerfi í heim­in­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
5
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu