Gætu nýtt rússneskar eignir til að fjármagna stríðsrekstur Úkraínu

Evr­ópu­sam­band­ið skoð­ar nú að gera hagn­að af fryst­um rúss­nesk­um eign­um í Evr­ópu upp­tæk­an og nota hann til að fjár­magna stríð­ið í Úkraínu. Upp­hæð­in gæti ver­ið um 534 millj­arð­ar króna í ár.

Gætu nýtt rússneskar eignir til að fjármagna stríðsrekstur Úkraínu

Evrópusambandið gæti gert 27 milljarða evra, eða því sem nemur fjórum billjónum íslenskra króna, af frystum eignum rússneska ríkisins og notað peningana til að fjármagna stríðið í Úkraínu. 

Að sögn The Guardian er framkvæmdastjórn Evrópusambandsins (ESB) tilbúin að leggja fram frumvarp þess efnis fyrir aðildarríki sambandsins bráðlega, jafnvel fyrir fund forsætisráðherra þeirra í Brussel næstkomandi fimmtudag.

Um 300 milljarðar Bandaríkjadala, eða um 41 billjón króna, í eigu rússneska seðlabankans hafa verið frystir á Vesturlöndum. Eignirnar samanstanda mestmegnis af erlendum gjaldeyri, gulli og ríkisskuldabréfum.  

The Guardian hefur eftir háttsettum embættismanni innan ESB að innistæður sem geymdar eru í Evrópu muni skila af sér 15 til 20 milljörðum punda í hagnað árin 2024–2027. Eru það á milli 2,6 og 3,5 billjónir króna. Talið er að innistæðurnar muni skila því sem nemur 356 til 534 milljörðum króna í hagnað árið 2024. Peningarnir gætu síðan farið beint til Úkraínu. 

Embættismenn ESB eru vongóðir um …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SH
    Sveinbjörn Halldórsson skrifaði
    Þessa reglu ber að festa í alþjóðalög: Sú þjóð sem ræðst á aðra fullvalda þjóð skal borga fullar skaðabætur meðan á átökum stendur og einnig eftir að þeim linnir. Þær skaðabætur skulu vera óafturkræfar enda eru þær óháðar því hvernig átökunum lyktar
    0
  • Axel Axelsson skrifaði
    þjófar . . .
    -1
  • SSS
    Sigurjón Smári Sverrisson skrifaði
    Ekki spurning!
    Borðleggjandi dæmi.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Langþráður draumur um búskap rættist
2
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár