Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Oddvitar Sjálfstæðisflokks brjálaðir út í formanninn

Odd­vit­ar og sveit­ar­stjór­ar Sjálf­stæð­is­flokks í 26 sveit­ar­fé­lög­um gagn­rýna ákvörð­un um að gera skóla­mál­tíð­ir gjald­frjáls­ar harka­lega. Þeir segja op­in­ber­ar yf­ir­lýs­ing­ar um fulla sátt með að­gerð­irn­ar vera ranga og krefjast skýr­inga.

Oddvitar Sjálfstæðisflokks brjálaðir út í formanninn
Formaður Heiða Björg Hilmisdóttir er formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. Mynd: Golli

Oddvitar Sjálfstæðisflokksins í alls 26 mismunandi sveitarfélögum, gagnrýna Heiðu Björg Hilmisdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga og borgarfulltrúa Samfylkingarinnar í Reykjavík, harðlega í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Tilefnið er aðkoma sambandsins að því að samþykkja gjaldfrjálsar skólamáltíðir til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 

Kostnaður við það að gera skólamáltíðir gjaldfrjálsar er metinn á um sjö milljarða króna á ári. Ríkið hefur skuldbundið sig til að standa undir 75 prósent af kostnaðinum við aðgerðina, sem er ætlað að miðla umtalsverðu ráðstöfunarfé í vasa barnafjölskyldna, en sveitarfélög þurfa að greiða fjórðung.

Í greininni segja oddvitarnir að þeir fagni því að langtíma kjarasamningar hafi tekist fyrir stærstan hluta launafólks á almennum vinnumarkaði hafi náðst. Þar segir að það megi vel ræða hugmyndina um gjaldfrjálsar skólamáltíðir og hvernig eigi að fjármagna þær. Samband íslenskra sveitarfélaga sé vettvangur til þess. „Fyrir rétt rúmum tveimur vikum, eða 26. febrúar, kynnti formaður Sambandsins fyrst hugmyndir um gjaldfrjálsar skólamáltíðir á fundi tæplega 50 sveitarstjóra, bæjarstjóra og borgarstjóra. Kom það flestum á fundinum í opna skjöldu að sveitarfélögin væru skyndilega orðin lykilbreyta í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði og með þessum hætti.“

Oddvitarnir, sem koma meðal annars úr stærstu sveitarfélögunum sem Sjálfstæðisflokkurinn stýrir, segja að afstaða fulltrúa sveitarfélaga á þeim fundi hafi verið mjög skýr, andstaðan verið nánast einróma og einskorðaðist ekki bara við Sjálfstæðisflokkinn.„ Enda lá fyrir að hér væri ráðskast með sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga er snýr að mikilvægri þjónustu, eins og skólamáltíðum. Brún okkar sveitarstjórnarmanna þyngdist enn þegar í ljós kom að viðræður formannsins við ríkisvaldið hófust í upphafi árs og var framhaldið í lok janúar eða mánuði áður en sveitarstjórnarfólki var kynnt þessi hugmynd.“

Þann 1. mars hafi verið haldinn annar fundur með borgarstjóra, bæjarstjórum og sveitarstjórum og þar hafi komið fram að  enn var mikil mótstaða meðal flestra sem tóku til máls. Stjórn sambandsins hafi fundað í kjölfarið og samþykkti eftirfarandi bókun: „Stjórn Sambandsins óskar eftir því að ríkisvaldið leiti annarra leiða við að útfæra markmið um gjaldfrjálsar skólamáltíðir en beint í gegnum gjaldskrár sveitarfélaga. Stjórnin er reiðubúin til samtals um málið á breiðum grundvelli með það að leiðarljósi að tryggja barnafjölskyldum kjarabætur og velferð.“ 

Formaður flokksins kynnti aðgerðirnar

Oddvitarnir segja að því hafi verið treyst að Heiða Björg, sem formaður sambandsins, myndi starfa samkvæmt eindregnum vilja sveitastjórna og bókun stjórnar og myndi upplýsa aðila vinnumarkaðarins og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra um afstöðuna með skýrum hætti. „Ljóst er að svo var ekki. Formaður Sambandsins lét síðan hafa eftir sér í fjölmiðlum að full sátt væri um þessa framkvæmd. Það er rangt. Í dag hittast sveitarstjórnarfulltrúar af öllu landinu á ársþingi Sambandsins og þar er afar mikilvægt að formaðurinn skýri aðkomu sína að kjarasamningsgerð á almennum markaði.“

Varaformaður SjálfstæðisflokksEinn þeirra fjögurra stjórnmálamanna sem kynnti aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar á fimmtudag fyrir viku er Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir

Þegar aðkoma ríkisins að gerð kjarasamninga var kynnt fyrir viku þá var það gert af fjórum stjórnmálamönnum. Þau eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Heiða Björk Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins sem oddvitarnir 27 tilheyra. Búið að var samþykkja aðgerðarpakkann í ríkisstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn skipar með Vinstri grænum og Framsóknarflokki, áður en hann var kynntur opinberlega. 

Þeir eru Almar Guðmundsson, Garðabæ, Anton Kári Halldórsson, Rangárþingi eystra, Ásdís Kristjánsdóttir, Kópavogi, Ásgeir Sveinsson, Mosfellsbæ, Berglind Harpa Svavarsdóttir Múlaþingi, Björn Haraldur Hilmarsson, Snæfellsbæ, Björn Guðmundur Sæbjörnsson, Vogum, Bragi Bjarnason, Árborg, Einar Jón Pálsson, Suðurnesjabæ, Eyþór Harðarson, Vestmannaeyjum, Friðrik Sigurbjörnsson, Hveragerði, Gauti Árnason, Höfn í Hornafirði, Gísli Sigurðsson, Skagafirði, Gestur Þór Kristjánsson, Ölfusi, Guðmundur Haukur Jakobsson, Húnabyggð, Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþingi, Heimir Örn Árnason, Akureyri, Hildur Björnsdóttir, Reykjavík, Ingvar Pétur Guðbjörnsson, Rangárþingi ytra, Jóhann Birkir Helgason, Ísafjarðarbæ, Jón Bjarnason, Hrunamannahreppi, Margrét Ólöf A Sanders, Reykjanesbæ, Ragnar Sigurðsson, Fjarðabyggð, Rósa Guðbjartsdóttir, Hafnarfirði, Sveinn Hreiðar Jensson, Skaftárhreppi, og Þór Sigurgeirsson, Seltjarnarnesi.

„Allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna“

Fleira áhrifafólk úr Sjálfstæðisflokknum hefur gagnrýnt gjaldfrjálsar skólamáltíðir harkalega. Í gær birtist grein eftir Óla Björn Kárason, þingmann Sjálfstæðisflokksins sem var formaður þingflokks hans framan af kjörtímabili og þangað til í september í fyrra, í Morgunblaðinu. Þar sagði hann að ekki yrði „hjá því komist að vara sérstaklega við hugmyndum um fríar skólamáltíðir sem áætlað er að kosti ríkissjóð um 21,5 milljarða út samningstímann. Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna. Verið er að styrkja stóran hóp foreldra sem þarf ekki á stuðningi að halda og færa má rök fyrir því að matarsóun aukist.“ 

Að mati Óla Björns hefði verið skynsamlegra að hækka barnabætur enn frekar en ráðgert er. „Fríar skólamáltíðir eru dæmi um vonda ráðstöfun sameiginlegra fjármuna. Von mín um að ríkisstjórnin gæti sameinast um að lækka skatta, og þá sérstaklega lækka neðsta þrep tekjuskattsins, gekk ekki eftir. Það er miður enda kemur fátt þeim sem lægri launin hafa betur en lækkun tekjuskatts fyrir utan lækkun útsvars.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár