Samfélag er eiginlega tilfinning hjá fólki. Að það tilheyri einhverju stærra en það sjálft sem einstaklingar. Að tilheyra er ein af grunnþörfum mannsins. Og samfélag, í þeim anda, er alltumlykjandi. Það mótar okkur. Það mótar hugmyndir okkar, hvað er rétt og rangt. Það mótar hugsanir okkar, athafnir okkar. Það mótar sjálfsmynd okkar.“
Þetta segir Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, spurður um hvað samfélag sé, hvað einkennir það og hvaða máli það skipti í tilviki Grindvíkinga sem nú eru dreifðir um allt land, börnin sem iðkuðu saman íþróttir og lærðu undir sama þaki komin í tugi skóla og alls óvíst hvort og þá hvenær hægt verði að búa aftur í Grindavík.
„Það er auðvelt að skilja að samfélagið sé Grindvíkingum mjög mikilvægt,“ segir Viðar. „Vegna þess að þetta er svo stór partur af bæði sjálfsmynd, daglegu lífi og félagslegum …
Athugasemdir