Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent þann 12. mars síðastliðinn. Prettyboytjokkó – öðru nafni Patrik Atlason – á lag ársins. Varla þarf að taka fram að lagið heitir Skína en hann flutti það í Silfurbergi í Hörpu þar sem verðlaunin voru afhent.
Hörður Áskelsson hlaut heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna en hann var m.a. organisti og kantor Hallgrímskirkju í þrjátíu og níu ár, menntaður í kirkjutónlist í Düsseldorf. Eins stofnaði Hörður Mótettukór Hallgrímskirkju árið 1982 og kammerkórinn Schola Cantorum árið 1996. Í þakkarræðu sinni sagði Hörður meðal annars:
„Það er fallegt að hugsa til þess að faðir minn á Akureyri og afi minn á Mýri í Bárðardal voru báðir organistar og söngstjórar, á heimilum þar sem almennur söngur og hljóðfæraleikur var eðlilegur hluti af lífinu þótt formleg tónlistarmenntun stæði ekki til boða. Ég varð hins vegar þeirrar gæfu …
Athugasemdir