Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

„Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna“

Þing­mað­ur Sjálf­stæð­is­flokks gagn­rýn­ir frí­ar skóla­mál­tíð­ir og vill stór­felld­an nið­ur­skurð í op­in­bera kerf­inu til að mæta kostn­aði rík­is­ins vegna kjara­samn­inga. Hann vill með­al ann­ars hætta við bygg­ingu þjóð­ar­hall­ar og end­ur­skoða end­ur­greiðsl­ur vegna kvik­mynda­gerð­ar.

„Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna“
Fyrrverandi þingflokksformaður Óli Björn Kárason var þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks þangað til í september í fyrra. Hann hefur ekki greint frá því opinberlega af hverju hann ákvað að hætta í því leiðtogahlutverki og gerast almennur þingmaður. Mynd: Heimildin / Davíð Þór

Ekki er hins vegar hjá því komist að vara sérstaklega við hugmyndum um fríar skólamáltíðir sem áætlað er að kosti ríkissjóð um 21,5 milljarða út samningstímann. Það er allt rangt við þessa ráðstöfun fjármuna. Verið er að styrkja stóran hóp foreldra sem þarf ekki á stuðningi að halda og færa má rök fyrir því að matarsóun aukist.“ Þetta skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins sem var formaður þingflokks hans framan af kjörtímabili og þangað til í september í fyrra, í grein sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Tilefnið er að ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn situr í ásamt Vinstri grænum og Framsóknarflokki, hefur ákveðið að leggja til aðgerðarpakka til að liðka fyrir kjarasamningagerð til langs tíma sem hún metur á 80 milljarða króna á samningstímanum, sem fjögur ár. Óli Björn segist í greininni vera sannfærður um að kostnaðurinn eigi eftir að verða meiri þar sem vandséð sé að það verði undið ofan af útgjöldum sem stofnað hefur verið til þegar samningstímanum ljúki. 

Ef það haf verið ætlun ríkisstjórnarinnar að verja á þriðja tug milljarða króna til að styðja við barnafjölskyldur hefði, að mati Óla Björns, verið skynsamlegra að hækka barnabætur enn frekar en ráðgert er. „Fríar skólamáltíðir eru dæmi um vonda ráðstöfun sameiginlegra fjármuna. Von mín um að ríkisstjórnin gæti sameinast um að lækka skatta, og þá sérstaklega lækka neðsta þrep tekjuskattsins, gekk ekki eftir. Það er miður enda kemur fátt þeim sem lægri launin hafa betur en lækkun tekjuskatts fyrir utan lækkun útsvars.“

Margt réttlætanlegt

Á meðal annarra aðgerða sem ríkið ætlar að grípa til, og hafa það markmið að fjölga krónum í vasa þeirra sem þær ná til svo atvinnulífið þurfi ekki að greiða fyrir auknar ráðstöfunartekjur í gegnum umfangsmeiri launahækkanir, er hækkun barnabóta, útgreiðsla sérstaks vaxtastyrks í ár og hækkun á fæðingarorlofsgreiðslum. Auk þess verður stutt við uppbyggingu um þúsund íbúða á samningstímanum með stofnframlögum til almennra íbúða og hlutdeildarlánum. 

Óli Björn segir að góð rök séu fyrir því að hækka barnabætur og greiðslur í fæðingarorlofi, þrátt fyrir að hann hafi lengi talað fyrir því að barnabótakerfið verði lagt niður og þess í stað tekinn upp persónuafsláttur barna. „Hækkun vaxta- og húsnæðisbóta orkar tvímælis en virðist mikilvægur þáttur í að kjarasamningar hafi tekist. Sá kostnaður er minni háttar miðað við ávinninginn af langtímasamningum og meiri stöðugleika.“

Það er því mat þingmannsins að uppistaðan í kostnaðarsömum aðgerðarpakka ríkisstjórnarinnar sé réttlætanleg til að ná því að langtímasamningar um hóflegar launahækkanir. Það er, aðrar aðgerðir en sú að miðla rúmlega sjö milljörðum króna á ári til foreldra grunnskólabarna, án tilliti til tekna þeirra, með því að gera skólamáltíðir fríar. Í Reykjavík, stærsta sveitarfélagi landsins, eru 87 prósent barna í mat í skóla sínum. Foreldrar þeirra allra munu fá kjarabót upp á 12.836 krónur á hvert barn og um 1.900 börn í grunnskólum Reykjavíkur munu eiga kost á því að fá skólamáltíð sem ekki voru skráð í mat. 

Ekki að fara að hækka skatta á millitekjuhópa

Mikið hefur verið rætt um hvernig aðgerðirnar verði fjármagnaðar. Fyrr í vikunni kölluðu til að mynda formenn Samfylkingarinnar og Viðreisnar eftir upplýsingum um hvernig ríkisstjórnin eftir upplýsingum um það. Fjármála- og efnahagsráðherra og forsætisráðherra stóðu fyrir svörum.

Katrín Jakobsdóttir þvertók fyrir að fjármagna ætti aðgerðir með hækkun tekjuskatts á einstaklinga eða lögaðila í landinu. Enn fremur vísaði hún til orða Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur sem sagði að auka þyrfti aðhald. „Hér hefur verið unnið heilmikið í því verkefni að einfalda ríkisreksturinn og ég er ekki í nokkrum vafa um að það er áfram hægt að gera það án þess að það bitni á nokkurn hátt að þjónustu við almenning sem alltaf vera okkar forgangsmál.“ Þórdís Kolbrún bætti við að niðurskurður þyrfti ekki að vera sársaukafullur því gríðarlega mikil tækifæri væru til að fara betur með almannafé. „Ég er ekki að fara að hækka skatta á millitekjuhópa.“

„Særir alla skynsemi“

Óli Björn leggur línur um hvar hægt sé að skera niður í grein sinni í dag. „Við verðum að sætta okkur við að ríkissjóður hefur ekki bolmagn til að ráðast í mörg verkefni sem mörgum kann að finnast nauðsynleg. Stofnun ríkisóperu er eitt, þjóðarhöll er annað, stofnun ríkisstofnunar um mannréttindi er þriðja. Listinn er því miður lengri.“ 

Örfáir dagar eru síðan að Þórdís Kolbrún, sem er varaformaður flokks Óla Björns, sagði að bygging þjóðarhallar fyrir 15 milljarða króna væri „forgangsverkefni ríkisstjórnarinnar“.

Þá segir hann að endurgreiðslur til erlendra kvikmyndafyrirtækja, sem voru hækkaðar í 35 prósent eftir að Framsóknarflokkurinn gerði það að eitt af sínum helstu kosningaloforðum fyrir síðustu kosningar, séu komnar úr böndunum. „Fjögurra milljarða endurgreiðsla til bandarísks spennuþáttar særir alla skynsemi. Hækkun á hlutfalli endurgreiðslu, sem gerð var í mikilli samstöðu á þingi árið 2022, verður að fella úr gildi.“ Þar vísar Óli Björn í þær endurgreiðslur sem HBO, framleiðandi fjórðu þáttaraðar af True Detective, fengu úr ríkissjóði fyrir að framleiða þættina á Íslandi. 

Hann vill einnig endurskoða hinn svokallaða höfuðborgarsáttmálann frá grunni, en helsta verkefni hans er gerð borgarlínu, fækka stofnunum, sameina sýslumannsembætti og dómstóla, fækkun hæstaréttardómara í fimm og tryggja framgang þriggja frumvarpa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um uppstokkun og sameiningar stofnana sem heyra undir ráðuneyti hans. „Fækkun stofnana ríkisins, útvistun verkefna og sala ríkisfyrirtækja stuðlar að auknu hagræði í ríkisrekstrinum.“

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Konráð Gíslason skrifaði
    Nei nei er ekki enn einn spena sjallinn að tjá sig um eyðslu!
    Hvað fær sjálfstæðisflokkurinn aftur í styrk frá íslenska ríkinu?
    Meiri hræsnarinn!
    0
  • Helgi Hauksson skrifaði
    Stóra spurningin ætti að vera hvað ríkisstjórnir Sjálfstæðsflokksins síðari ár, nú frá 2013, gerðu við það afar mikla fé sem tekið var út úr vaxtabótakerfinu og barnabótakerfinu, frá því sem var (2013) og frá því sem var í marga áratugi á síðustu öld. Einnig það sem Sjáfstæðisflokkur og Framsókn tóku úr félagslega íbúðakerfi (Verkamannabústaðakerfinu) og loforði þeirra flokka þá (um 2000) sem enginn talar um núna, að í stað félagslega íbúðakerfisins kæmi öflugt húsnæðisi og vaxtabótakerfi - til framtíðar. Það fé allt og miklu meira var tekið frá almenningi, og þeim sem helst þurftu það og fært öðrum skv þessari lógík og hefur sparað t.d. útgerðinni sem fékk lækkað veiðigjald (2013) frá sama tíma og bætur lækkuðu til okkar, ótalda milljarða, og með lækkun bankaskatts, var bönkunum færðir aðrir tugir milljarða og mikið fleiri rekstraraðilum.

    Svo er ómkerilegt hvernig Óli Björn margarfaldar saman upphæð margra ára (4ra) til að geta talað um nógu háa uphæð. Við öllu jafna tölum um útgjöld ríkisins og hins opinberar á ársgrundvelli.
    9
  • PB
    Páll Bragason skrifaði
    Það er kominn augljós kosningaskjálfti í suma.
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég var bara glæpamaður“
1
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Sparnaðarráð frá borgarfulltrúa og tilboð frá gámafélagi
4
Stjórnmál

Sparn­að­ar­ráð frá borg­ar­full­trúa og til­boð frá gáma­fé­lagi

Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir borg­ar­full­trúi hef­ur nýtt sér hug­mynda­söfn­un borg­ar­inn­ar um hvernig nýta megi fjár­muni Reykja­vík­ur bet­ur. Hún hef­ur sent ell­efu til­lög­ur inn í sam­ráðs­gátt­ina. Þar er líka kom­ið til­boð í út­flutn­ing á sorpi til brennslu – eða ork­u­nýt­ing­ar – frá Ís­lenska gáma­fé­lag­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
3
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Þakklátur fyrir að vera á lífi
4
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
6
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
5
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár