Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Voðaverkin verðlaunuð

Kjarn­orku­sprengj­an, hel­för­in, arð­rán á frum­byggj­um og inn­rás­in í Úkraínu voru við­fangs­efni verð­launa­mynd­anna á Ósk­arn­um þetta ár­ið.

Voðaverkin verðlaunuð
Mótmæltu hernaði á Gaza Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.

S

köpun kjarnorkusprengjunnar sem féll á Hiroshima og Nagasaki og kostaði hundruð þúsunda lífið var umfjöllunarefni sigurmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.

Voðaverk mannkynsins voru leiðarstef í mörgum þeim kvikmyndum sem hlutu náð fyrir Akademíunni þetta árið. Mynd breska leikstjórans Jonathan Glazer, The Zone of Interest, fékk verðlaun fyrir besta hljóð og var valin besta alþjóðlega myndin. Samtöl í myndinni eru á þýsku, en hún er tekin upp í Póllandi, rétt fyrir utan Auschwitz, útrýmingabúðir nasistanna. Aðalpersónur hennar eru Rudolf Höss, stjórnandi búðanna, og kona hans Hedwig, sem hafa búið sér til huggulegt lítið sveitalíf með börnum sínum með ekkert nema múrvegg til að skilja það frá þeim hörmungum sem eru lifibrauð þeirra.

En Glazer hefur sagt að myndin fjalli ekki aðeins um fortíðina, heldur …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi verðlaun hafa löngum verið eyrnamerkt auglýsinamennskunni. Makalaus upphafningu vopnanna og afleiðinga þeirra, einhver sagði að kapítalisminn þyrfti á stríði að halda til að geta existerað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu