Þessi grein birtist fyrir meira en ári.

Voðaverkin verðlaunuð

Kjarn­orku­sprengj­an, hel­för­in, arð­rán á frum­byggj­um og inn­rás­in í Úkraínu voru við­fangs­efni verð­launa­mynd­anna á Ósk­arn­um þetta ár­ið.

Voðaverkin verðlaunuð
Mótmæltu hernaði á Gaza Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.

S

köpun kjarnorkusprengjunnar sem féll á Hiroshima og Nagasaki og kostaði hundruð þúsunda lífið var umfjöllunarefni sigurmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.

Voðaverk mannkynsins voru leiðarstef í mörgum þeim kvikmyndum sem hlutu náð fyrir Akademíunni þetta árið. Mynd breska leikstjórans Jonathan Glazer, The Zone of Interest, fékk verðlaun fyrir besta hljóð og var valin besta alþjóðlega myndin. Samtöl í myndinni eru á þýsku, en hún er tekin upp í Póllandi, rétt fyrir utan Auschwitz, útrýmingabúðir nasistanna. Aðalpersónur hennar eru Rudolf Höss, stjórnandi búðanna, og kona hans Hedwig, sem hafa búið sér til huggulegt lítið sveitalíf með börnum sínum með ekkert nema múrvegg til að skilja það frá þeim hörmungum sem eru lifibrauð þeirra.

En Glazer hefur sagt að myndin fjalli ekki aðeins um fortíðina, heldur …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi verðlaun hafa löngum verið eyrnamerkt auglýsinamennskunni. Makalaus upphafningu vopnanna og afleiðinga þeirra, einhver sagði að kapítalisminn þyrfti á stríði að halda til að geta existerað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
5
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár