Voðaverkin verðlaunuð

Kjarn­orku­sprengj­an, hel­för­in, arð­rán á frum­byggj­um og inn­rás­in í Úkraínu voru við­fangs­efni verð­launa­mynd­anna á Ósk­arn­um þetta ár­ið.

Voðaverkin verðlaunuð
Mótmæltu hernaði á Gaza Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.

S

köpun kjarnorkusprengjunnar sem féll á Hiroshima og Nagasaki og kostaði hundruð þúsunda lífið var umfjöllunarefni sigurmyndar Óskarsverðlaunahátíðarinnar í ár sem fram fór síðastliðinn sunnudag. Oppenheimer hlaut alls sjö verðlaun; fyrir bestu leikstjórn, karlkyns leikara í aðal- og aukahlutverkum, kvikmyndatöku, klippingu, tónlist og sem besta mynd.

Voðaverk mannkynsins voru leiðarstef í mörgum þeim kvikmyndum sem hlutu náð fyrir Akademíunni þetta árið. Mynd breska leikstjórans Jonathan Glazer, The Zone of Interest, fékk verðlaun fyrir besta hljóð og var valin besta alþjóðlega myndin. Samtöl í myndinni eru á þýsku, en hún er tekin upp í Póllandi, rétt fyrir utan Auschwitz, útrýmingabúðir nasistanna. Aðalpersónur hennar eru Rudolf Höss, stjórnandi búðanna, og kona hans Hedwig, sem hafa búið sér til huggulegt lítið sveitalíf með börnum sínum með ekkert nema múrvegg til að skilja það frá þeim hörmungum sem eru lifibrauð þeirra.

En Glazer hefur sagt að myndin fjalli ekki aðeins um fortíðina, heldur …

Kjósa
8
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Þessi verðlaun hafa löngum verið eyrnamerkt auglýsinamennskunni. Makalaus upphafningu vopnanna og afleiðinga þeirra, einhver sagði að kapítalisminn þyrfti á stríði að halda til að geta existerað.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
4
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Vilja einfalda lífið
6
Viðtal

Vilja ein­falda líf­ið

Þrjár vin­kon­ur norð­an heiða eru vel á veg komn­ar með hug­mynd um að hanna flík­ur sem gagn­ast börn­um og fólki með skynúr­vinnslu­vanda. Þær hafa stofn­að fyr­ir­tæk­ið Skyn­ró og fengu ný­lega styrk sem hjálp­ar þeim að hefjast handa hvað hönn­un­ina varð­ar. Hug­mynd þeirra hef­ur vak­ið mikla at­hygli í sam­fé­lag­inu norð­an heiða og segj­ast þær stöll­ur vilja ein­falda líf­ið fyr­ir fólk því það sé nú þeg­ar nógu flók­ið.

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár